Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN • TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 515-7200 • FAX: 515-7201 NETFANG: osal@osal.is • www.osal.is Nýtt á lager! Bodyhlutir á vörubíla Mercedes-Benz MAN Scania Volvo o.fl E kki ætti að koma á óvart að hljóðið er gott í Skúla K. Skúlasyni, framkvæmda- stjóra sölusviðs BL. Fyrstu níu mánuði ársins hefur bílasalan hjá umboðinu aukist um 61% milli ára og markaðshlutdeildin aukist úr 17,9% í 21,9%. Skúli segir að bæði gangi sala ágætlega og dreifist líka nokkuð jafnt yfir alla stærðar- og verðflokka. „Við höfum selt mikið af millistórum og stórum jepplingum. Hefur t.d. Nissan Qashqai-jepplingurinn slegið heldur betur í gegn, enda valinn bíll ársins í sínum flokki af íslenskum bíla- blaðamönnum. Ein mesta aukningin hjá okkur hefur verið í sölu á Re- nault, en franski framleiðandinn er með algjörlega endurnýjaða línu af bílum og má þar nefna Renault Capt- ur, afskaplega vel heppnaðan smá- jeppa sem höfðar vel til almennings.“ Ekki bara bílaleigurnar Undanfarin ár hefur sala á nýjum bíl- um að stórum hluta verið drifin áfram af bílaleigunum, enda stríður straum- ur ferðamanna til landsins. Skúli seg- ir bílaleigurnar eiga talsverða hlut- deild í aukningunni á þessu ári en hinn almenni neytandi sé líka farinn að taka við sér. „Á markaðurinn samt enn mikið inni þrátt fyrir jákvæða þróun síðustu ár. Það er enn býsna langt í að veltan í sölu nýrra bíla kom- ist á þann stað að megi tala um heil- brigðan og eðlilegan markað.“ BL hóf að selja bíla frá Dacia fyrir tveimur sumrum og segir Skúli við- tökurnar hafa verið góðar. „Bílaleig- urnar keyptu mikið af Dacia-bílum en almenningur fylgdi fljótlega á eftir enda vandaðir bílar á góðu verði. Dacia Duster-smájeppinn er að koma inn á markaðinn af krafti enda snotur bíll og sterkbyggður, tilvalinn fyrir ís- lenskar aðstæður með þægilega fjöðrun og stálpönnu sem ver und- irvagninn gegn skemmdum. Kröftugir og hagkvæmir Ein áhugaverð breyting hefur átt sér stað í bílaflórunni síðustu árin en það er vaxandi hlutur tvinn- og rafbíla. Skúli segir rafbílana hafa sannað sig við íslenskar aðstæður og um leið og gæðin aukist fari verðið smám saman lækkandi. „Ríkisstjórnin ákvað að framlengja um eitt ár niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbílum og fyrir vikið dregst alltaf meira saman með rafbílum og bílum með sprengi- hreyfil. Enn sem komið er er þessi undanþága nauðsynleg ef rafbílavæð- ingin á að halda áfram.“ Nýjasta viðbótin við rafbílaflotann er Kangoo-rafbílar frá Renault. „Fimmtán bílar eru á leiðinni og eru þeir allir þegar seldir, og lofar mjög góðu,“ segir Skúli. Hér kunna lesendur að staldra ögn við, því margir eiga það til að tengja rafbíla við lítinn kraft og stutt drægi, sem er einmitt það síðasta sem sendi- bíll þarf á að halda. Skúli segir hins vegar að þvert á móti hafi rafbílar meiri kraft og togið komi strax við lágan snúning. Skúli segir Kangoo- rafbílana sérlega góðan og hag- kvæman kost fyrir vörusendingar innanbæjar. „Ef við áætlum af mjög mikilli varkárni má reikna með að þessir bílar geti af miklu öryggi ferðast 100-120 km á einni hleðslu við verstu og köldustu aðstæður. Er það meira en nóg fyrir fjölmargar dag- legar ferðir frá einum enda höfuð- borgarsvæðisins til annars en við bestu aðstæður fara þessir bílar 140 km á hleðslunni,“ segir hann. „Þá eru þessir bílar fljótir að hlaða sig og t.d. hægt að stinga bílnum í samband nærri tómum þegar sendl- arnir fara í hádegismat og vera með næga hleðslu til að endast út vinnu- daginn þegar matarhléinu er lokið.“ Dæmið hefur breyst Gagnrýnendur bentu á fyrir nokkr- um árum að þegar dæmið er reiknað til enda væru rafbílar ekki endilega hagkvæmari en bensín- og dísilbílar. Var þá mikill munur á kaupverði og vó hátt bílverðið á móti eldsneytis- kostnaði, jafnvel eftir langa notkun. Skúli segir verð rafbíla hafa lækkað svo hratt að reikningsforsendurnar hafi breyst og í dag megi reikna með að sumir rafbílar byrji að borga sig m.v. bensínbíl strax eftir fyrsta árið í venjulegum akstri. „Í tilviki sendibíls er notkunin mun meiri og sparnaður- inn því fyrr að koma fram. Höfum við reiknað út að borið saman við sam- bærilegan bensín- eða dísilbíl lækkar raf-Kangoo árlegan rekstrarkostnað um allt að 90%. Er ekki aðeins verið að spara bensínkaupin heldur einnig viðhalds- og viðgerðakostnað því í rafmótornum eru mun færri hreyf- anlegir hlutar og mæðir líka minna á bremsum. Er ekkert pústkerfi sem getur bilað eða ýmsir skynjarar sem tengjast hefðbundnum vélum og geta farið að gefa sig.“ Bílum á borð við raf-Kangoo má svo einfaldlega stinga í samband í hvaða innstungu sem er. „Flestir sem kaupa rafbíl velja samt að fjárfesta í heimahleðslustöð til að setja þá t.d. í bílskúrinn eða á lagersvæðið. Stöðv- arnar kosta um 250.000 kr. uppsettar og með þeim er hægt að hlaða raf- hlöðurnar frá núlli og upp í fulla hleðslu á aðeins fjórum tímum.“ ai@mbl.is Rafbílarnir hafa sannað sig Raf-Kangoo-sendibílar frá Renault eru væntan- legir til landsins og gætu lækkað rekstrar- kostnað um 90%. Skúli hjá BL segir rafbíla snið- ugan kost fyrir sam- göngur og sendingar innanbæjar. Flestir sem kaupa rafbíl velja samt að fjárfesta í heimahleðslustöð til að setja þá t.d. í bílskúrinn eða á lagersvæðið. Stöðv- arnar kosta um 250.000 kr. uppsettar. Morgunblaðið/Golli Jepplingaæði „Við höfum selt mikið af millistórum og stórum jepplingum. Hefur t.d. Nissan Qashqai-jepplingurinn slegið heldur betur í gegn, enda valinn bíll ársins í sínum flokki af íslenskum bílablaðamönnum,“ segir Skúli Skúlason. Salan á lúxusbílum virðist vera tekin að glæðast á ný og segir Skúli að töluverð hreyfing sé á bæði BMW og Land Rover-bílum. Styttist í að áhugaverður nýr BMW í 2-línunni verði kynntur og reiknar Skúli með að bíllinn falli í kramið hjá Íslendingum. „Þetta er bíll í C-stærðarflokki í skutbíls- útgáfu, hvorki of smár né of stór og mjög rúmgóður. Með öllum þeim lúxus og gæðum sem fylgja BMW kostar bíllinn ekki nema um fimm milljónir en bílar af sömu stærð frá öðrum hefðbundnum framleiðendum kosta í mörgum tilvikum um og yfir fjórar millj- ónir.“ Mikil hlutfallsleg aukning hefur orðið í sölu Land Rover jeppa og nefnir Skúli m.a. hinn snagg- aralega Range Rover Evoque, sem meðal annars er þekktur fyrir að hafa verið hannaður með aðkomu Viktoríu Beckham. „Bæði karlar og konur kaupa þennan bíl, en af lúxus-jeppunum sem finna má á markaðinum þykir Evoque vera sá sem höfðar hvað sterkast til kvenna enda sérlega smekklegur bíll jafnt að innan sem utan.“ Áhugaverð- ur BMW á leiðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.