Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ | 27 www.n1.is facebook.com/enneinn ÍSLE N SK A /SIA .IS E N N 70873 10/14 Búðu bílinn undir veturinn með öruggum og endingargóðum hjólbörðum. Þú færð hágæðahjólbarða frá Michelin á hjólbarðaverkstæðum N1 sem öll hafa hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin. Hjólbarðaþjónusta N1: Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægissíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Opið mánudaga-föstudaga kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is www.dekk.is Michelin gæði árið um kring • Fisléttir álnaglar, níðsterkir á hljóðlátum dekkjum • Stytta hemlunarvegalengd á ís um 10% með allt að 30% færri nöglum • Aukið öryggi með fullri virðingu fyrir umhverfinu Michelin X-Ice North • Mikið skorinn hjólbarði, hannaður fyrir fjölskyldubílinn • Stefnuvirkt munstur gefur frábært grip • Naglalaust vetrardekk sem endist aukavetur Michelin Alpin A5 2014 • Hljóðlátt naglalaust vetrardekk með góðu gripi • Ný APS-gúmmíblanda lagar veggripið að hitastiginu • Margátta flipamunstur eykur veggripið og líftíma dekksins Michelin X-Ice Nýleg könnun í Bretlandi leiðir í ljós að 87,9% notenda mótorhjóla og skú- tera trúa að þeir séu hamingjusam- ari þegar þeir mæta til vinnu á þess- um fararskjótum, borið saman við aðrar tegundir samgangna. Könn- unin náði til 1000 einstaklinga og voru þeir beðnir að nefna bestu og vertu tegund samgangna í þeirra huga. Framkvæmdaraðili könnunar- innar var Bennetts sem er vinsæl- asta tryggingafélag mótorhjólafólks í Bretlandi. Aðrar kannanir hafa leitt það í ljós að notendur bíla og strætóa eru þeir óhamingjusömustu á ferðum sínum. Framkvæmdar- stjóri Bennetts, Vince Chaney út- skýrir þetta. „Könnunin staðfestir einfaldlega það sem mótorhjólafólk hefir löngum vitað, að akstur þeirra gerir þig hamingjusaman, og að aðr- ar samgöngur hafa einfaldlega ekki þetta jákvæða viðhorf. Okkar gögn sýna að fleiri kaupa sér mót- orhjólatryggingu til að koma sér úr og í vinnu, meira en helmingur við- skiptavina okkar merkir við það í notkunarskilmálum sínum.“ Eyða meira í hjólið en makann Samkvæmt könnuninni trúa 67,8% þátttakenda því að það að mæta í vinnuna á mótorhjóli hafi já- kvæð áhrif á viðhorf þeirra til vinn- unnar. Einnig leiddi könnunin í ljós að meira en þriðjungur mótorhjóla- eigendanna eyðir meiri peningum í mótorhjólið mánaðarlega en í mak- ann. Skurðlæknirinn Daniel van Gijn ekur daglega til vinnu sinnar í London á BMW 1200GS mótorhjóli sínu. Hann útskýrir hvers vegna hann nýtur þess betur að aka mót- orhjóli en bíl í vinnuna. „Mótorhjól gefa þér frelsi sem þú getur ekki notið með öðrum samgöngutækjum. Það er fyrir mér hápunktur dagsins að sleppa við staðnaða umferðina og heilsa öðru mótorhjólafólki þegar maður mætir því.“ njall@mbl.is Nýleg bresk könnun Hamingja Eigendur mótorhjóla í London geta nýtt sér strætóreinar á ákveðnum stöðum þar sem það er leyft, en það eykur öryggi þeirra og sýnileika. Mótorhjólin skemmti- legri ferðamáti Fyrir Alþingi Íslendinga liggja breytingar á núgildandi umferð- arlögum síðan 1987, þrátt fyrir að ný umferðarlög hafi verið í smíðum í sjö ár. Breytingarnar eru tilkomnar vegna krafna frá ESB um innleið- ingar tilskipana og ein sú veiga- mesta snýr að gerðarviðurkenningu ökutækja á tveimur eða þremur hjólum. Á Íslandi hefur um árabil verið hægt að kaupa svokallaðar gangstéttarvespur án skráningar eða nokkurra krafna um réttindi, en það mun breytast næsta vor nái þetta frumvarp fram að ganga. Þurfa próf í flokk I Í breytingunum er lagt til að léttum bifhjólum verði skipt í tvo flokka, flokk I og flokk II. Í flokki II verða bifhjól sem ekki eru hönnuð til hrað- ari aksturs en 45 km á klst., eða svo- kallaður AM-flokkur en það er sá flokkur sem skellinöðruprófið miðast við. Til viðbótar við hann kemur nú flokkur I en það eru hjól sem ekki eru hönnuð til hraðari aksturs en 25 km á klst. Við þessa flokkun verða gerðar auknar kröfur til þessara ökutækja sem sloppið hafa við regl- ur hingað til, og verða þau til að mynda skráningarskyld og gerð krafa um einhverskonar öku- skírteini. Kröfurnar til réttinda verða þó vægari en í flokki II og ekki er gert ráð fyrir að létt bifhjól í flokki I verði skoðunarskyld. Vilja lægri aldursmörk Samkvæmt nýja frumvarpinu má ekki aka léttum bifhjólum í flokki I á götum með 50 km hámarkshraða sem þýðir í langflestum tilfellum að akstur þeirra verður bundinn við götur með 30 km hámarkshraða eða gangstétt, eða hjólastíga þar sem þeir finnast. Í frumvarpinu eru þau nýmæli að flytja megi farþega á léttu bifhjóli, einnig í flokki I, ef ökumaður er 20 ára eða eldri og bif- hjólið ætlað til farþegaaksturs. Öll þau léttu bifhjól sem skráð eru í dag eru aðeins skráð fyrir ökumann án farþega og þarf því að breyta skrán- ingu þeirra. Að sögn Hrannar Bjargar Harðardóttur er margt gott í frumvarpinu en einnig margt sem mætti bæta. „Við sjáum ekki hvaða tilgangi það þjónar að vera með sömu aldursmörk á flokki I og II og gjarnan má lækka þau á flokki I, til dæmis niður í 14 ára eins og tíðkast víða. Þá þyrfti að huga vandlega að forvörnum þessa hóps og við hjá Bifhjólasamtökum lýðveldisins höf- um boðist til að aðstoða við það. Við sjáum fyrir okkur sérstök forvarn- arnámskeið frekar en að setja próf- skyldu á flokk I og teljum að betur gangi að ná til þessa hóps með þeim hætti,“ sagði Hrönn í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Loks sagði Hrönn að skoða mætti að taka upp æfing- arleyfi fyrir létt bifhjól aftur, en þá með þeim hætti að foreldrar eða aðrir nákomnir komi að þjálfuninni, sérstaklega af þeir eru með réttindi á bifhjól. njall@mbl.is Breytingar á flokkun léttra bifhjóla Gangstéttarvespur gerðar skráningarskyldar Morgunblaðið/Ómar Breytingar Á Íslandi hefur verið hægt að kaupa gangstéttarvespur án skráningar eða krafna um réttindi, en það mun breytast næsta vor nái frumvarpið fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.