Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ
Ekki ætti að hafa farið framhjá
neinum að útivistarbakterían hef-
ur breiðst hratt út á meðal lands-
manna á undanförnum árum.
Auknum útivistaráhuga fylgir góð
sala á grindum til að ferja reið-
hjól, skíði og snjóbretti.
Magnús segir aukninguna ekki
fara milli mála en salan dreifist
nokkuð jafnt á milli toppgrinda og
grinda sem festar eru á aftan við
skottið.
„Báðar útfærslurnar á grindum
hafa sína kosti og galla. Getur
stundum verið erfiðara að koma
útivistartækjunum fyrir ofan á
toppgrindunum en hins vegar
eiga óhreinindi af vegunum auð-
veldara með að komast í bún-
aðinn ef hann er geymdur aftan á
bílnum.“
Má ekki vanta
grind fyrir skíði
og reiðhjól
Á
rið 2007 rann Bílanaust
ásamt Essó inn í N1. Við
það hvarf vörumerki Bíla-
nausts af sjónarsviðinu
um nokkurra ára skeið og
ekki fyrr en árið 2013 að rykið var
dustað af þessu kunnuglega gamla
merki og Bílanaust endurvakið í
sinni upprunalegu mynd.
„Stefnan er sú sama og áður: að
vera með landsins mesta úrval af
varahlutum og íhutum, olíum og
hvers kyns bílavöru,“ segir Magnús
Lárusson sölustjóri.
Að sögn Magnúsar reyndist ekki
nógu vel að hafa starfsemina undir
hatti N1. „Varð samruninn til þess
að fókusinn minnkaði og endaði loks
með því að N1 seldi reksturinn vorið
2013.“
Í dag má finna sjö Bíla-
nausts-verslanir sem dreifðar eru
um alla landshluta. Er vöru-
framboðið með mesta móti en Magn-
úsi telst til að virk vörumerki á skrá
séu um 60.000 talsins og lítil tak-
mörk fyrir því hvað má sérpanta.
„Við erum með varahluti fyrir allar
tegundir bíla, hvort heldur frá Evr-
ópu eða Ameríku,“ segir hann.
Neytendur vanda valið
Hefur salan aukist jafnt og þétt á
undanförnum árum. Á meðan sala
nýrra bíla er dræm og bílaflotinn
eldist má reikna með að þessi þróun
haldi áfram. Magnús segir Bílanaust
einnig njóta góðs af því að neyt-
endur eru orðnir meira vakandi fyrir
því hvar finna má besta verðið.
„Verðvitundin er orðin mjög sterk
og í mánuði hverjum fáum við um
12.000 fyrirspurnir í síma. Fólk er
greinilega að kynna sér málin vand-
lega og vill nota viðurkenndar vörur
í bílana sína.“
Landinn virðist líka hafa tamið
sér að hugsa betur um bílinn og
nefnir Magnús sem dæmi að sala á
bætiefnum fyrir eldsneyti sé að
styrkjast. „Vaxandi vinsældir dís-
ilbíla eiga hlut í þessari þróun en í
slíkum bílum er oft að finna sótsíur
sem eiga það til að stíflast við venju-
lega notkun. Þar til gerð bætiefni
sem sett eru út í eldsneytið verka til
þess að hreinsa þessar síur svo að
vélin getur gengið eðlilega á ný.“
Að sögn Magnúsar mæla fram-
leiðendur að jafnaði með því að slík-
um hreinsandi bætiefnum sé bætt út
í tank dísilbíla á 5.000 km fresti. „Er
miðað við að ein flaska fari út í 50-60
lítra af eldsneyti, eða hér um bil full-
an tank. Ef minna er í tankinum er
enginn skaði skeður en blandan
verður sterkari.“
Er einnig óvitlaust að setja bæti-
efni út í tankinn til að vega á móti
mögulegum skaðlegum áhrifum þess
lífræna eldsneytis sem í dag er bætt
út í bensínið. „Það getur gerst að
gróður taki að myndast í þessum líf-
ræna vökva og kann að geta stíflað
eða þrengt leiðslur. Réttu bætiefnin
drepa þennan gróður og hjálpa að
halda tanki og vél hreinum,“ segir
hann. „Sömuleiðis ætti að bæta réttu
efnunum á tankinn á mótorhjólinu,
sláttuvélinni, vélsleðanum og öðrum
tækjum sem geta stundum staðið
óhreyfð í langan tíma. Getur annars
átt sér stað úrfelling úr eldsneytinu
svo erfitt verður að gangsetja tækin
á ný.“
Betri perur fyrir myrkrið
Veturinn er alveg að bresta á og
ekki seinna vænna að ganga úr
skugga um að ökutæki heimilisins sé
tilbúið að takast á við rökkrið og
frostið. Magnús nefnir sérstaklega
nýja gerð ljósapera frá Osram sem
vert er að skoða:
„Verkfræðingar ljósaperufram-
leiðandans hafa smíðað bílaperu sem
býr yfir óvenjulegum ljóseigin-
leikum. Ljósið brotnar með öðrum
hætti en ljós úr hefðbundnum perum
og það þýðir að framljósin lýsa betur
upp dökkt, blautt og endurkastandi
malbik. Munar samt ekki miklu á
verði þessara pera og annarra bíla-
pera.“
Minnir Magnús líka á mikilvægi
þess að smyrja læsingar og bera á
gúmmífleti. „Gamla góða Rain-X
gluggahreinsiefnið hjálpar líka alltaf
til við að halda vætu af rúðunum og
minnkar viðloðun íss svo auðveldara
er að skafa. Einnig eigum við til nýja
gerð sápu sem bætt er út í rúðu-
vökvann, sem hreinsar betur, lengir
líftíma þurrkublaðanna og skilur síð-
ur eftir rákir.“
Þeir sem ekki kunna að gera mik-
ið meira en að fylla á bensíntankinn
þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur.
Magnús segir starfsmenn Bíla-
nausts meira en tilbúna að hjálpa til
við einfalda ísetningu. „Það er ekki
nema von að margir séu hikandi við
að skipta um peru eða rúðuþurrkur
enda verða bílarnir meira tæknilega
fullkomnir og flóknir með hverju
árinu. Svona smáviðvik leysum við
hratt og vel og tökum ekkert auka-
lega fyrir þjónustuna.“
ai@mbl.is
Hugsa betur um bílinn sinn en áður
Aukin sala á bætiefnum
fyrir eldsneyti sem
halda vélum og tanki
hreinum. Neytendur
vanda sig við saman-
burðinn og fær Bíla-
naust um 12.000 fyrir-
spurnir í síma í hverjum
mánuði.
Ljósið brotnar með öðrum
hætti en ljós úr hefð-
bundnum perum og það
þýðir að framljósin lýsa
betur upp dökkt, blautt og
endurkastandi malbik.
Morgunblaðið/Golli
Aðstoð „Það er ekki nema von að margir séu hikandi við að skipta um peru eða rúðuþurrkur enda verða bílarnir meira tæknilega fullkomnir og flóknir með hverju
árinu,“ segir Magnús Lárusson. Starfsmenn Bílanausts aðstoða viðskiptavini við minniháttar ísetningar og skipti, t.d. á nýjum perum í fram- og afturjósin.