Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ | 35 hólmi og fær vélar frá Jagúar. Hægt verður að fá hann með fjöðrun sem breytir eiginleikum demparavökv- ans með rafstraumi. Bíllinn verður kynntur blaðamönnum frá öllum heimshornum á Íslandi og hefst sú kynning strax í næsta mánuði. Vitara orðinn jepplingur Nýr Suzuki Vitara var frum- sýndur í París og byggist hann greinilega mikið á iV-4 tilraunabíln- um sem sýndur var í Frankfurt í fyrra. Vitaran er nú ekki lengur jeppi í eiginlegum skilningi orðsins heldur mun hann verða fáanlegur bæði sem framhjóladrifsbíll og fjór- hjóladrifsbíll, með sama fjór- hjóladrifi og í boði er í nýjum S- Cross. Vélarnar verða einnig þær sömu og í S-Cross, 1,6 lítra bensín- og dísilvélar. Bíllinn fer í framleiðslu snemma á næsta ári svo að vænta má að hann komi á markað síðsum- ars hér á landi. Sparneytinn Volvo XC90 Volvo XC90 vakti mikla athygli á básnum sínum í París og ekki síst þegar fyrstu mennirnir uppá svið til að skoða hann var hópur tækni- manna frá Volkswagen með mál- bönd og myndavélar. Hann er vel búinn öryggisbúnaði og verður sjö sæta. Vélarnar verða D4 dísilvél- arnar auk nýju T8 tvíburavélarinnar sem parar saman bensínvél og raf- mótor sem saman skila 394 hest- öflum en eyða aðeins 2,6 lítrum á hundraðið. Fjölhæfur Fiat Fiat frumsýndi nýjustu Melfi af- urð sína sem er 500X jepplingurinn. Hann mun keppa við bíla eins og Nissan Juke og Renault Captur og verður í boði með nokkrum gerðum dísilvéla, frá 1,3 – 2,0 lítra. Eins verða tvær bensínvélar í boði, 1,6 lítra 140 hestafla vél og 1,4 lítra vél með forþjöppu sem skilar 170 hest- öflum. Fjöldi skiptinga verður einn- ig í boði, sex gíra beinskipting, hálf- sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu og níu þrepa sjálfskipting. Hægt verður að fá hann með framdrifi eða fjórhjóladrifi. Rúmbetri Sorento Evrópugerð Kia Sorento var frumsýnd með pomp og prakt í Par- ís. Bíllinn er rúmbetri en áður og sem dæmi má nefna 17% meira pláss í farangursrýminu en áður. Þrjár vélar verða í boði sem áður, 2,4 lítra bensínvélin, auk tveggja dísilvéla, tveggja lítra 182 hestafla vélar og hinnar vinsælu 2,2 lítra 197 hestafla vélar. Bæði fimm og sjö sæta út- gáfur verða fáanlegar þegar hann kemur á markað á næsta ári. njall@mbl.is Porsche Cayenne í tengiltvinnútgáfu var frumsýndur í París en hann er samtals 416 hestöfl þegar bæði V6 bensínvélin og 93 hestafla rafmótorinn vinna saman. Glæsivagn Nýr Land Rover Discovery Sport verður uppfullur af tækninýjungum. Vísbendingar Andlitslyfting Mitsubishi Outlander PHEV gefur innsýn í hvernig nýtt útlit nýs Outlander verður þegar hann kemur fram á sjónarsviðið á næsta ári. Framúrstefna Toyota C-HR tilraunabíllinn er bíla eins og Honda HR-V og Nissan Juke en í París var hann aftur á móti sýndur með innmat út Prius tvinnbílnum. Alvöru Þótt Ssangyong XIV sé tilraunabíll er þess skammt að bíða að hann nái framleiðslustigi. Hann kemur á markað í Kóreu snemma á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.