Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ M ítra er rótgróið heild- sölufyrirtæki á dekkja- markaði. Frá árinu 1996 hefur Mítra flutt inn hjólbarða og hvers kyns rekstrarvörur fyrir hjólbarða- verkstæði til dreifingar um land allt. Er Mítra m.a. umboðsaðili banda- ríska dekkjaframleiðandans Hercu- les og kínverska framleiðandans Sa- ilun. Starfsmenn eru fjórir talsins en með samtals yfir hundrað ára starfsreynslu. Magnús Arnarson er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir sölu á dekkjum hafa gengið ágætlega á undanförnum árum. Mikill samdráttur hafi orðið í sölu vörubíla og stærri dekkja en Mítra flytji ekki inn dekk í þeim stærðum. Sá samdráttur sem varð í sölu nýrra fólksbíla þýddi að dekkjasalan varð virkari en ella. „Þegar fólk sá að það þurfti að slá því á frest að kaupa nýjan bíl varð það viljugra til að hugsa betur um gamla bílinn og gæta þess að aka ekki um á of göml- um og lélegum dekkjum.“ Hélt markaðurinn sér nokkuð vel þrátt fyrir hækkun á heimsmark- aðsverði á hjólbörðum. Magnús seg- ir að hækkunin sé nú óðara að ganga til baka en þar bjó að baki samdráttur í framboði á dekkjum. „Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á dróst framleiðsla dekkja saman og jafnvel var heilu verk- smiðjunun lokað enda reiknuðu framleiðendur með samdrætti á bílamarkaði. Virðist samt sem heilt yfir hafi verið stigið of fast á brems- una því árið 2010 fer að verða vart við hörgul á dekkjum. Þó svo að sala nýrra bíla hefði minnkað hélt fólk áfram að keyra gömlu bílana sína og slíta hjólbörðunum sem áður fyrr.“ Kínverjarnir koma Frá stofnun Mítra hefur landslagið á dekkjamarkaði breyst töluvert. Segir Magnús athyglisverðast bæði hvað iðnaðurinn hefur tæknivæðst svo að dekkjaframleiðslan er minna mannaflsfrek en áður, og einnig að kínverskir framleiðendur hafa látið rækilega að sér kveða. „Hjólbarðasmíði fór áður mikið til fram í höndunum og um 80% af framleiðslunni gerð handvirkt. Í dag hafa hlutföllin snúist við og senni- legt að tæknin sjái um 80-90% af vinnunni við hvern hjólbarða. Þetta þýðir að launakostnaður hefur mun minna að segja um staðsetningu hjólbarðaverksmiðja og sjáum við þessa framleiðslu færast á ný svæði.“ Kínverjarnir eru í dag orðnir mjög áberandi á dekkjamarkaði og deildar meiningar um gæði og áreið- anleika kínverskrar framleiðslu. Magnús segir kínversku dekkin mjög misjöfn að gæðum. „Við vorum mjög heppnir með framleiðanda og hefur reynslan sýnt að hjá Sailun er mönnum alvara með að framleiða vönduð dekk. Er líka rétt að hafa hugfast að öll kínversk dekk sem seld eru í Evrópu þurfa að fullnægja evrópskum stöðlum og veitir það neytendum tryggingu fyrir ákveðnum gæðum.“ Magnús minnir á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem vestrænn mark- aður er tortrygginn í garð dekkja frá nýjum framleiðendum í Austur- Asíu. „Við sem eldri erum munum hvernig viðbrögðin voru við jap- önskum og suðurkóreskum dekkjum á sínum tíma. Hankook og Kumho komu ekki á markað fyrr en á 9. ára- tugnum – það er ekki lengra síðan – en í dag eru suðurkóresku dekkja- framleiðendurnir með þeim stærstu og virtustu í heiminum.“ Val neytenda virðist líka sýna að markaðurinn er fljótur að meta hvar verð og gæði fara saman. „Nú hafa kínversk dekk verið fáanleg á Ís- landi í 10-15 ár og ökumenn hér á landi margir búnir að læra að með þessum dekkjum fæst mikið fyrir peninginn.“ Verðið á niðurleið Talandi um peninga þá segir Magn- ús hreykinn frá því að verðið á dekkjum hafi lækkað nokkuð skarp- lega undanfarið. Í krafti hagstæðra samninga og lækkandi heimsmark- aðsverðs lækkaði Mítra nýlega verð- ið á flestum gerðum dekkja um 10- 30%. Er því verðið engin afsökun fyrir því að halda út í veturinn á rennisléttum hjólbörðum. Segir Magnús bera nokkuð á því á götum borgarinnar að dekk eru ekki í nógu góðu ástandi. Hann skrifar þennan vanda einkum á vanþekk- ingu. „Fólk held ég að bæði vilji aka um á góðum dekkjum og hafi efni á því en kunni ekki að greina þegar dekkin eru orðin of slitin og tíma- bært að skipta.“ Á öllum hjólbörðum eiga að vera merkingar í mynstrinu sem nota má til að sjá glögglega hvenær slitið er orðið of mikið. Er voðinn vís ef ekið er af stað á slitnu dekki, hvað þá ef væta, snjór eða ís er á vegum. Að sögn Magnúsar er ekki hægt að gefa neina þumalputtareglu um hversu langt á að vera á milli dekkjakaupa. Slitið á dekkjunum fari mjög eftir aksturslagi og hversu vel er gætt að því að viðhalda rétt- um þrýstingi í dekkjunum. „Þeir sem spóla af stað á öllum gatnamót- um slíta dekkjunum hraðar og sömuleiðis endast dekkin skemur ef rangur loftþrýstingur eða rangt hjólbil breiðir slitinu ójafnt um yf- irborðið. Getur munað þúsundum kílómetra á endingu dekkjanna eftir því hversu vel er hugað að þessum atriðum.“ ai@mbl.is Kínverjunum er full alvara Kínverskir dekkjafram- leiðendur hafa sýnt og sannað að þeir geta smíðað vandaða hjól- barða. Magnús hjá Mítra segir þróunina minna á þegar Suður-Kóreu- menn komu fyrst inn á dekkjamarkaðinn. Fólk held ég að bæði vilji aka um á góðum dekkjum og hafi efni á því en kunni ekki að greina þegar dekk- in eru orðin of slitin og tímabært að skipta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sviptingar „Við sem eldri erum munum hvernig viðbrögðin voru við japönskum og suðurkóreskum dekkjum á sínum tíma,“ segir Magnús Arnarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sparnaður Aksturslag ökumanns og hversu vel er hugað að þrýstingi i dekkjum getur hæglega lengt eða stytt líftima dekkja um þúsundir kílómetra. Á þessum árstíma hefst iðulega líf- leg umræða um kosti og galla nagla- dekkja. Veðurfarið að vetri til virðist verða mildara með hverju árinu og þykir sumum nagladekkin fara helst til illa með vegi og spæna upp óheilsusamlegu ryki. Magnús segir heilsársdekk ágæt- an kost fyrir þá sem búa á höf- uðborgarsvæðinu og þurfa ekki að ferðast út á land yfir veturinn. „Heilsársdekkin svokölluðu eru í raun bara ónegld dekk með vetr- armynstri og grípa ágætlega í snjó og ekki síður í vætu. Í vetrarveðrum er samt öryggið alltaf mest með nagladekkjum.“ Hann minnir á að jafnvel þó götur borgarinnar séu vandlega hreins- aðar af snjó þá verði ekki hjá því komist að hálka myndist. „Á SV- horninu er hætt við ísingu bæði að morgni og kvöldi þó svo ekki sé snjór á vegum og þá er vissara að aka þeim mun varlegar ef dekkin eru ónegld.“ Er Magnús á þeirri skoðun að ekki komi annað til greina en nagladekk ef bílnum er ekið út fyrir bæj- armörkin yfir veturinn. „Hvort sem stendur til að heimsækja Gunnu frænku austur á Selfossi eða kíkja á sumarbústaðinn í Grímsnesi þá þarf nagla.“ Naglar eða ekki naglar ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN • TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 515-7200 • FAX: 515-7201 NETFANG: osal@osal.is • www.osal.is Nýtt á lager! Bodyhlutir á vörubíla Mercedes-Benz MAN Scania Volvo o.fl Varahlutasala o þjónusta Ósal sérhæfir sig í þjónustu og varahlutasölu í aftaní- vagna af öllum gerðum. Allt frá ljósaperum upp í vagnöxla. Ásetning á bremsuborðum. Bilanagreining í bremsukerfum vagna. Stilling á loftventlum. Sérpantanir á vara hlutum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.