Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ | 31 Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK,Bíldshöfða 9,KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata,HAFNARFJÖRÐUR,Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR,Krossmói 4, SELFOSS,Hrísmýri 7,AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13 Sími: 535 9000www.bilanaust.is VERTUVEL UPPLÝSTUR RAFGEYMAR ÍÚRVALI! RÚÐUVÖKVI Bílanaust rúðuvökvi, 2,5 l , -12°. Vnr. A99 8300225 Gott verð! 490kr. TJÖRU- HREINSIR 1 lítri. 690kr. Vnr. A99 830001 STPDIESEL &BENSÍN Innspýtingar- hreinsir fyrir bensín, 200ml Innspýtingar- hreinsir fyrir diesel, með anti-gel, 200ml. 1.290kr. Vnr. 015 ST55200SC 015 ST53200SC GÍRAÐUBÍLINNFYRIRHAUSTIÐ ÞURRKUBLÖÐ Í allar gerðir bíla og vörubíla. GLERFILMA Rain-X glerfilma, 200 ml, hrindir frá sér vatni. Vnr. 067 80199200 1.790kr. Þ egar ekið er um á fallegum bíl er agaleg synd að vera ekki glæsilega til fara. Ef bíllinn er mjög kröftugur og bensín- fóturinn þungur getur líka verið gam- an að velja fatnað sem getur hjálpað til við að bæta aksturinn. Hér eru nokkrar flíkur sem ættu að vera til í fataskáp bílaáhuga- mannsins. Jakkinn úr Drive Ryan Gosling sýnir sínar bestu hliðar í kappaksturs-spennumyndinni Drive frá árinu 2011. Þar leikur hann hæfi- leikaríkan ökumann sem hefur auka- tekjur af því að koma glæpamönnum hratt og örugglega undan laganna vörðum. Áberandi í myndinni er glæsilegur hvítur jakki sem aðalsöguhetjan klæðist nánast allan tímann. Töff- araleg flík í meira lagi með útsaumað- an gylltan sporðdreka á bakinu. Finna má eftirlíkingu af jakkanum á Amazon.com og kostar þar um 110 dali. Aksturshanskar frá Dents Í árdaga einkabílsins voru vandaðir leðurhanskar nauðsynlegir til að ná góðu gripi á stýrinu. Í dag eru stýrin svo létt að varla þarf að nota nema litlafingur til að breyta um stefnu og farþegarýmið er heitt og notalegt svo engum þarf að vera kalt á fingrunum. Samt þykir sumum ómissandi að setja á sig aksturshanska áður en haldið er af stað, þó ekki væri nema til að komast í rétta hugarástandið. Þetta eru hanskar sem falla þétt að hendinni og hafa óneitanlega ákveð- inn karlmannlegan sjarma. En ekki gleyma að taka hanskana af um leið og stigið er út úr bílnum. Þeir þykja nefnilega stundum hjákátlegir ef not- aðir annars staðar en sitjandi undir stýri. Hanskarnir hér til hliðar eru frá Dents og kosta 70 evrur í netverslun MrPorter.com. Ökuskór frá Car Shoe Fátt skiptir meira máli við nákvæmn- isakstur en góð snerting á milli iljar, bremsu og bensíngjafar. Góðir öku- menn vita að ekki dugar að klæðast hvaða skóm sem er þegar sýna þarf hvers bíllinn er megnugur. Árið 1963 fékk ítalinn Gianni Mos- tile einkaleyfi á nýrri gerð af skóm sem hann hafði hannað gagngert með þarfir ökumannsins í huga. Hafði hann smíðað mokkasíu með gúmmíbólum á sólanum sem gáfu rétta gripið og um leið rétta sveigj- anleikann fyrir næma snertingu og óhefta hreyfingu. Prada eignaðist fyrirtækið árið 2001 og komst Car Shoe þar með rækilega á kortið sem lúxus- skóframleiðandi. Er erfitt að velja fallegustu skóna úr öllu framboðinu. Enginn ætti þó að verða svikinn af þessum fallegu grænu ökuskóm hér til hliðar. Kosta þeir 295 evrur á CarShoe.com. ai@mbl.is Fyrir hinn vel klædda ökumann Í árdaga einkabílsins voru vandaðir leðurhanskar nauðsynlegir til að ná góðu gripi á stýrinu. Í dag eru stýrin svo létt að varla þarf að nota nema litlafingur til að breyta um stefnu. Hanskar til að grípa fast um stýrið, skór til að stíga á bensíngjöfina og jakki með gylltum sporðdreka til að sá í gegn. Þá vantar bara sportbílinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.