Morgunblaðið - 24.11.2014, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 275. tölublað 102. árgangur
HUGMYNDA- OG
PERSÓNUSÖGU
TVINNAÐ SAMAN
ÓSNERT-
ANLEG Á
TOPPNUM
HEIMABAKAÐ
OG NOTALEG-
HEIT Á RETRO
KARATE ÍÞRÓTTIR SAMHENT HJÓN 10PÉTUR GUNNARSSON 26
Íslenska upplýsingatæknifyrir-
tækið Sensa hefur í tvö ár unnið að
verkefni fyrir danska raftækjaris-
ann Bang & Olufsen. Sensa hefur
smíðað stýrieiningu sem „talar við“
öll tæki í versluninni og tengir við
netið. Viðskiptavinir geta svo, t.d. í
gegnum nettengdan snjallsíma,
stjórnað sjónvörpunum og hljóm-
flutningstækjunum þegar þeir
skoða sig um í búðinni.
Búnaðurinn er skalanlegur fyrir
verslanir af ólíkum stærðum og er
þegar í notkun í fjölda verslana allt
frá Bandaríkjunum til Kína. »14
Búnaður frá Sensa
lífgar upp á versl-
anir Bang & Olufsen
Tenging Stýrieiningin nýtir möguleika
netsins til að bæta upplifun kúnnans.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Líkur voru taldar á því í gærkvöldi
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins að virðisaukaskattur á matvæli
yrði látinn hækka í 11 prósent en ekki
12 eins og lagt er til í frumvarpi rík-
isstjórnarinnar um breytingar á lög-
um um virðisaukaskatt. Skatturinn er
nú 7 prósent. Þannig vilja stjórnarlið-
ar koma til móts við gagnrýni á frum-
varpið frá stjórnarandstöðu, verka-
lýðshreyfingu og úr eigin röðum.
Niðurstaða málsins verður ljós í
dag eða síðar í vikunni þegar Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
kynnir Alþingi tillögur ríkisstjórnar-
innar um breytingar á virðisauka-
skattsfrumvarpinu. Frosti Sigurjóns-
son, formaður efnahags- og
viðskiptanefndar, staðfesti að nokkr-
ar efnislegar breytingar yrðu gerðar
á frumvarpinu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra greindi frá því í
ræðu á miðstjórnarfundi framsóknar-
manna um helgina að væntanlegar
væru tillögur frá ríkisstjórninni um
aukin framlög til heilbrigðis- og
menntamála og til Landhelgisgæsl-
unnar. Tillögurnar verða kynntar
fjárlaganefnd fyrir hádegi í dag að
sögn Guðlaugs Þórs Þórðarson, vara-
formanns nefndarinnar. „Áherslan er
á að forgangsraða í þágu heilbrigð-
ismála,“ sagði hann..
Forsætisráðherra boðaði einnig að
til tíðinda væri að draga í sambandi
við afnám fjármagnshafta. Það yrði
áður en langt um liði, en næstu dagar
mundu snúast um fjárlögin.
MTillögurnar sendar … »6
Rætt um 11% skatt á mat
Brugðist við gagnrýni á virðisaukaskattsfrumvarpið Aukin framlög til heil-
brigðis- og menntamála Tíðinda senn að vænta um afnám fjármagnshafta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brot Sjúklingar liggja oft lengi.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Mjaðmagrindarbrot eru algengari
en fólk gerir sér grein fyrir en brotin
eru mun algengari hjá konum þar
sem þær þjást frekar af beinþynn-
ingu,“ segir Unnur Lilja Úlfarsdóttir
læknanemi en hún lagðist í rannsókn
á mjaðmagrindarbrotum og komst að
þeirri niðurstöðu að þau hefðu verið
verulega vanmetin með tilliti til af-
leiðinga fyrir sjúklingana og kostn-
aðar þjóðfélagsins. Rannsóknin var
hluti af BS-verkefni hennar en leið-
beinendur hennar voru Gunnar Sig-
urðsson og Brynjólfur Mogensen.
„Mjaðmagrindarbrot eru algeng-
ust hjá eldri konum og þær brotna
oftar við lágorkuáverka. Karlar
brotna frekar við háorkuáverka og
hafa lægri meðalaldur við brot. Stór
hluti leggst inn á Landspítalann til
verkjastillingar og hreyfimeðferðar.
Flestir aldraðir geta ekki bjargað sér
sjálfir eftir brotin og liggja lengi inni.
Mjaðmagrindarbrot hafa því veru-
legar afleiðingar bæði fyrir sjúklinga
og kostnað fyrir þjóðfélagið,“ segir
hún. Rannsóknin var kynnt á lyf-
lækningaþingi sem fram fór um
helgina í Hörpu þar sem kynntar
voru fjölmargar rannsóknir.
Mikil áþján og kostnaður
Konur líklegri til að mjaðmagrindarbrotna en karlar
Þessi ungi piltur og ferfætti félagi hans voru við
leik þegar ljósmyndari Morgunblaðsins sótti
Geldinganes heim í vetrarblíðunni í gær, en hiti
mældist víða um og yfir 10 stig. Áfram er gert
ráð fyrir fremur hlýju og mildu veðri víðsvegar
um land, en Veðurstofa Íslands spáir suðlægum
vindum alla vikuna. Ef einhverja er farið að
lengja eftir mikilli snjókomu í byggðum landsins
verða þeir því að sýna þolinmæði enn um sinn.
Sprækir félagar brugðu á leik í vetrarblíðunni
Morgunblaðið/Golli
Gert er ráð fyrir suðlægum vindum alla vikuna með tilheyrandi hlýindum
Skattaumhverfi á Íslandi leiðir til
þess að sjávarútvegsfyrirtæki geta
ekki staðið straum af kostnaði við
nýsköpun, sem er forsenda aukinnar
verðmætasköpunar, að sögn Elliða
Vignissonar, bæjarstjóra í Vest-
mannaeyjum. Hann segir að þessu
megi breyta með því að veita skatta-
lega hvata til nýsköpunarverkefna í
stað þess að ríkið hækki skatta og
skili þeim til baka í formi styrkja til
veikra byggða. Hagræðingarkrafa í
sjávarútvegi hafi leitt til fækkunar
starfa í sjávarútvegi og umhugs-
unarvert sé að sú skuli vera raunin í
bæjarfélagi eins og Vestmanna-
eyjum, sem hafi 13% aflaheimilda á
sama tíma og einungis 1,2% þjóð-
arinnar búi þar. »12
Búa þarf til skatta-
lega hvata til ný-
sköpunarverkefna
Forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins stefna að því samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins að
ákveða á þingflokksfundi í dag
hver verður arftaki Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur á stól innanríkis-
ráðherra.
Mestar líkar voru taldar á því í
gærkvöldi að Bjarni Benediktsson
gerði tillögu um að Einar Kristinn
Guðfinnsson, forseti Alþingis, tæki
við embættinu. Óljóst var hins veg-
ar um afstöðu Einars. Þingmenn-
irnir Birgir Ármannsson og Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir, formaður
þingflokksins, eru einnig orðuð við
embættið. gudmundur@mbl.is
Vilja ákveða nýjan
ráðherra í dag
Ríkisráð Nýr ráðherra brátt skipaður.
Nýleg rannsókn
sýnir fram á að
hjartaensím
hækka gjarnan
hjá hlaupurum
eftir hlaup.
Þetta er þó ekki
endilega vís-
bending um
yfirvofandi
hjartaáfall að sögn Björns
Magnússonar, yfirlæknis sjúkra-
sviðs á Selfossi. »4
Hjartaensím
hlaupara hækka
ÁREYNSLA Á HJARTAÐ
Hlaup Ný rann-
sókn kynnt.