Morgunblaðið - 24.11.2014, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014
Ég verð svo glöð
þegar ég sé jólaljós-
unum fjölga dag frá
degi á húsum og í
görðum fólks. Mörg
fyrirtæki standa sig
líka vel, meðal ann-
ars Fiskikóngurinn,
en ég keyri framhjá
honum daglega.
Takk öll þið sem lýs-
ið upp tilveruna.
Borgarbúi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Jólin
nálgast
Jólaseríur Hvít og marglit jólaljós.
Minn gamli kennari,
Hjalti Hugason, skrif-
aði grein í Fréttablað-
ið um daginn um
skipulagið á Skálholts-
stað, þó einkum um
hina umdeildu mið-
aldabyggingu, sem
enn er komin á dag-
skrá, og við vinir og
velunnarar Skálholts
sjáum ofsjónum yfir,
og vegna þess skorar
hann á okkur að tjá okkur um málið.
Ég spyr eins og Hjalti, hver mein-
ingin sé með þessari þráhyggju að
vilja endilega reisa þetta ferlíki á
staðnum, og til hvers sú bygging sé
ætluð, eða hvers konar menning eigi
að þrífast þar inni. Þeir sem að
þessu standa verða að gera því betri
skil og útskýra það betur fyrir okk-
ur, en komið er.
Raunar má segja að öll greinin um
uppbygginguna í Skálholti í fund-
argerð fráfarandi kirkjuráðs sé svo
loðin og illskiljanleg að það sé alls
ekki hægt að ráða í það, hvað þeir
ætlist fyrir með staðinn eða þær
byggingar, sem fyrirhugað er að
reisa þar. Það er því ekki nema von,
að við velunnarar staðarins viljum fá
frekari skýringar á því, sem þar
stendur. Ég trúi því heldur ekki að
nýskipað kirkjuráð geti hugsað sér
að vinna eftir svo óskýru og loðnu
plaggi að uppbyggingu helgasta
staðar þjóðarinnar. Eitt finnst mér
líka skorta í umfjölluninni um Skál-
holt og það er að Minjavernd komi
að uppbyggingu staðarins, sem mér
finnst alveg bráðnauðsynlegt, eins
og þetta er viðkvæmur blettur og
margar fornminjar í staðarlandinu.
Nú þekki ég velflesta í hinu nýja
kirkjuráði og treysti þeim til allra
góðra verka. Ég á líka erfitt með að
trúa því að t.d. sonur fyrrverandi
vígslubiskups stað-
arins, sem var kjörinn
einn af varamönnunum,
muni gera annað en
vinna af heilindum að
uppbyggingu staðarins
og sé jafnmikill vel-
unnari hans og við hin,
sem erum að reyna að
standa vörð um staðinn,
og er ekki sama hvernig
uppbyggingu hans er
háttað.
Um leið og ég óska
nýja kirkjuráðinu vel-
farnaðar og allrar blessunar í störf-
um sínum fyrir kirkju og kristni í
landinu þá vildi ég því biðja þau, sem
þar sitja, lengstra orða og fyrir alla
muni að hafa Minjavernd með í ráð-
um í uppbyggingu staðarins og fara
eftir því sem fulltrúar hennar leggja
til því að annars er hætt við því að
það verði aldrei friður um þessi mál
né náist nokkur sátt um uppbygg-
inguna, enda verður að hafa í huga,
hversu viðkvæm jörðin þarna er og
mikið af fornminjum, sem má ekki
eyðileggja, eins og ég sagði áðan.
Staðurinn þolir heldur ekki nema
takmarkað af húsbyggingum, svo vel
fari. Farið því varlega í uppbygg-
inguna á staðnum, og rasið ekki um
ráð fram, kæru kirkjuráðsmenn,
eins og gamla kirkjuráðinu var svo
hætt við að gera, heldur vandið vel
til þessara verka sem annarra, og
sýnið okkur og sannið, að ykkur sé
jafn annt um staðinn og okkur vin-
um hans og velunnurum.
Um Skálholt
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur
Guðbjörg Snót
Jónsdóttur
»Nú þekki ég velflesta
í hinu nýja kirkju-
ráði og treysti þeim til
allra góðra verka.
Höfundur er guðfræðingur
og fræðimaður.
Það sem er meðal
þess sem er efst á
baugi þessa dagana
er ástand á Landspít-
alanum. Bæði vegna
launakröfu lækna og
síðan en ekki síst
ástand spítalans yfir
höfuð. Við þegnar
þessa lands getum
ekki horft upp á að-
alsjúkrahúsið okkar
eins og það er orðið,
þrengslin óbærileg ásamt myglu
og maurum. Óviðunandi ef við ætl-
um að vera þjóð meðal þjóða.
Þetta Landspítalamál er orðið al-
gjör niðurlæging og skömm fyrir
Ísland og er þá mjög vægt til orða
tekið.
En hvað er til ráða, ríkisstjórn
og alþingi standa á gati og skila
auðu varðandi nýbyggingu á
sjúkrahúsi og maður getur ekki
séð neina lausn í náinni framtíð.
Ríkissjóður gjaldþrota og fimm-
tánhundruð milljarða skuld áhvíl-
andi. Helst dettur valdhöfum í hug
að selja eignir til að fjármagna
framkvæmdir og þá þær helstu
sem hafa gefið ríkissjóði hvað
mestan arð. Þetta er að mínu mati
alveg galin hugmynd, svipað og ég
færi að selja bestu mjólkurkýrnar
til að fjármagna endurbætur á
fjósinu á Vaði. Svo hefur nú sala á
ríkiseignum hingað til
ekki borið vitni um
gáfulega fjár-
málaspeki, oftast verið
skipt á milli vina og
vandamanna ráðherra.
Já, sporin hræða.
Verður kannski nið-
urstaðan sú ef fram
vindur sem nú horfir,
að þjóðin sjálf verði að
taka til sinna ráða og
færa sjálfri sér nýtt
sjúkrahús? Það myndi
hljóða upp á 250 þús-
und krónur pr. mann.
Þetta er umtalsverð upphæð, 50
þúsund á ári á fimm ára tímabili
sem væri kannski framkvæmda-
tíminn. Ég geri mér fulla grein
fyrir því að það geta ekki allir
reitt slíkt fram, til dæmis barn-
margar fjölskyldur, öryrkjar og
margt fólk sem ekki hefur mikið
handa milli, en þar á móti er ég
nokkuð viss um að mörg félaga-
samtök og fyrirtæki mundu leggja
í slíkan byggingarsjóð sem rétti
þann mismun af.
Svo þyrfti að gera þá kröfu til
fjárlagapostulanna að þessi fjár-
hæð væri frádráttarbær til skatts
og ríkið skilaði inn í bygging-
arsjóðinn þeim tekjum sem rík-
issjóður hefði óhjákvæmilega af
þessari framkvæmd.
Það væri að mínu mati stolt
þjóð sem mundi geta fært heil-
brigðisfólki nýtt og fullkomið
landssjúkrahús árið 2020. Þessu
góða fólki sem leggur sig allt fram
við að halda lífi í þeirri þjóð sem í
þessu landi dvelur.
Arðurinn af þessu hlutafé yrði
sá mesti sem þekkist; örugg
læknishjálp og hjúkrun; sem sagt
aukin lífsgæði.
Og hér gæti komið amen eftir
efninu.
Hugleiðing
Eftir Guðmund
Ármannsson
Guðmundur
Ármannsson
» Verður kannski nið-
urstaðan sú ef fram
vindur sem nú horfir, að
þjóðin sjálf verði að taka
til sinna ráða og færa
sjálfri sér nýtt sjúkra-
hús?
Höfundur er bóndi á Vaði í Skriðdal.
Félagsmenn í Félagi
eldri borgara á Suð-
urnesjum eru af öllum
Suðurnesjum. Við
vinnum að hagsmuna-
málum eldri borgara
og afþreyingu fé-
lagsmanna. Saman
skemmtum við okkur
og fræðumst um sögu
landsins á ferðalögum,
með leikúsferðum,
spilað er bingó, golf, biljarður, fé-
lagsvist og reglulegar gönguferðir
eru stundaðar. Mikil áhersla er lögð
á að allir eldri borgarar á Suður-
nesjum taki þátt og gerist félagar,
það er styrkur okkar að Suður-
nesjamenn standi saman um félagið.
Við stöndum saman að góðum mál-
um og teljum að sveitarfélögin geti
tekið okkur til fyrirmyndar með því
að efla enn samstarf sín á milli.
Sagan sýnir að þegar við Suður-
nesjamenn stöndum saman þá náum
við fram mörgum góðum málum til
eflingar samfélagi okkar. Bygging
sjúkrahúss í Keflavík var hafin að
frumkvæði sveitarfélaga árið 1954
og heilsugæsla stofnuð árið 1974.
Menntun í heimabyggð var efld með
stofnun Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, framfaraskrefi sem sveit-
arfélögin tóku í samstarfi við ríkið.
Þá sýndu sveitarfélögin á Suður-
nesjum mikla framsýni
þegar virkjað var í
Svartsengi og Hita-
veitu Suðurnesja var
komið á fót í samvinnu
við ríkið. Þessi fram-
faramál náðust fram
með samvinnu og sam-
stöðu okkar Suð-
urnesjamanna.
Nú er enn komið að
því að tryggja samstarf
um málefni okkar eldri
borgara með sveit-
arfélögum á Suð-
urnesjum. Í nóvember verður Öld-
ungaráð Suðurnesja stofnað um
málefni eldri borgara í Heilbrigð-
isumdæmi Suðurnesja. Ráðið mun
gæta hagsmuna eldri borgara á Suð-
urnesjum og vera bæjarstjórnum á
Suðurnesjum til ráðgjafar. Öld-
ungaráðið skal vera ráðgefandi um
framtíðarskipulag öldrunarþjón-
ustu, uppbyggingu hjúkrunarheim-
ila, þjónustu- og öryggisíbúða á Suð-
urnesjum og vinna að samþættingu
á þjónustu og skilvirkari læknisþjón-
ustu, heimahjúkrun, félagslegri
heimaþjónustu, dagvistun, iðju- og
sjúkraþjálfun. Markmiðið er að
bæta andlega og líkamlega líðan
eldri borgara á Suðurnesjum.
Nú er svo komið að fljótlega verð-
ur að fjölga úrræðum fyrir aldraða
sem ekki geta lengur haldið heimili.
Staðin er ekki góð, í dag eru á Suð-
urnesjum um 30 sjúkir eldri borg-
arar á biðlista. Þá er ljóst að eldri
borgurum mun fjölga mikið á næstu
árum og stefnir í ófremdarástand ef
ekki verður fjölgað úrræðum fyrir
þá sem eru sjúkir og verða að dvelja
á hjúkrunarstofnun. Bregðast verð-
ur við þessu með samvinnu og kalla
á nýjar og framsæknar hugmyndir í
öldrunarþjónustu. Ljóst er að sam-
ráð sveitarfélaga við eldri borgara í
Öldungaráði Suðurnesja verður til
þess að fjármunir sem nauðsynlegir
eru til uppbyggingar í þessum mála-
flokki nýtast betur.
Það er skoðun okkar eldri borgara
að farsælast sé að eiga mikið og gott
samstarf um okkar mál við sveit-
arfélögin og Öldungaráð Suðurnesja
raungerir það samstarf og skapar
því varanlegan vettvang. Þá er það
von okkar eldri borgara, og ósk Suð-
urnesjamanna almennt hef ég trú á,
að samstarf og samvinna sveitarfé-
laga hér á Reykjanesi verði aukin
okkur öllum til farsældar og fram-
fara.
Öldungaráð fyrir Suðurnesin
Eftir Eyjólf
Eysteinsson » Sagan sýnir að þegar
við Suðurnesjamenn
stöndum saman þá
náum við fram mörgum
góðum málum.
Eyjólfur Eysteinsson
Höfundur er formaður Félags eldri
borgara á Suðurnesjum.
Gullsmárinn
Guðmundarmótinu í Gullsmára
var framhaldið sl. fimmtudag. Spilað
var á 12 borðum. Úrslit í N/S:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 220
Auðunn R.Guðmss. - Björn Árnason 200
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 191
Sigtryggur Ellertss . -Rúnar Sigurðss. 189
A/V:
Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 221
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 201
Birgir Ísleifss. - Jóhann Ólafsson 187
Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 176
Og eftir 2 umferðir af 4 (3 bestu
gilda til verðlauna) er staða efstu
para:
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 416
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 406
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 383
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss 363
Félag eldri borgara Rvík
Fimmtudaginn 20. nóvember var
spilaður tvímenningur á 13 borðum
hjá bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S:
Trausti Friðfs. – Guðm. Sigursteinss. 355
Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 340
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 339
Siguróli Jóhanns. - Bergur Ingimundars.333
A/V:
Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmundss.
388
Magnús Jónsson – Óli Gíslason 360
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 347
Bergljót Gunnarsd. – Jón Hákon Jónss. 346
Spilað er í Síðumúla 37.
Matthías enn með forystu í
Kópavogi
Þegar átta umferðum af þrettán
er lokið í aðalsveitakeppni Brids-
félags Kópavogs er staða efstu
sveita þessi.
Matthías Þorvaldsson 118,85
Þórður Jörundsson 102,60
Hjördís Sigurjónsdótir 100,99
SFG 99,90
Dökkir+1 96,45
Aðaltvímenningur
Bridsfélags Reykjavíkur
Tveimur kvöldum af fimm er lokið
í aðaltvímenningi vetrarins hjá fé-
laginu. Kunnugleg andlit verma
toppsætin en staðan er þessi:
Jón Baldurss. – Sigurbjörn Haraldsson 1048
Snorri Karlsson – Þorlákur Jónss. 1013
Helgi Sigurðss. – Haukur Ingason 1008
Þriðja umferðin verður spiluð á
þriðjudaginn kemur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Komið þið sæl. Ég
kom frá Boston á laug-
ardagsmorguninn og
var í heimsókn í Mos-
fellsbæ fram á þriðju-
dag. Þegar ég kom út
úr flugstöðinni skall á
mér öskuský frá gos-
inu, sem olli nokkurri
vanlíðan í önd-
unarfærum og ösku-
bragði í munni. Við
þessu getum við auðvitað ekkert
gert. Á sunnudaginn varð ég ekki
vör við nein óþægindi.
Á mánudagsmorgun vaknaði ég
með hausverk og verki í öllum liðum.
Loftið í herberginu var svo mengað
af prumpi, að ég flýtti
mér að hleypa hund-
inum út. En mér brá.
Þegar ég opnaði úti-
dyrnar gaus inn ennþá
meira prumploft og var
mér sagt af íbúum hér,
að um væri að kenna
brennisteinsmengun
frá Hellisheiði. Hvað
ætli margir íbúar borg-
arinnar hafi verið með
óútskýrðan höfuðverk
eða liðverki þennan
dag?
Þegar þessi ömurlegi
dagur hafði runnið sitt skeið, þá gat
ég ekki orða bundist lengur. Ég spyr
því UST: Er þetta umhverfisvæn
orka? Viljið þið vinsamlegast út-
skýra fyrir mér hvernig svo má vera.
Þessi eitraði útblástur veldur sann-
anlega heilsutjóni, svo þetta er ekk-
ert annað en líkamlegt ofbeldi af
hálfu þeirra, sem dæla þessu yfir
saklaust fólk, sem getur hugsanlega
með tíð og tíma hlotið óbætanlegan
skaða af.
Þetta þarf að stöðva, ekki seinna
en strax. Bestu kveðjur.
Opið bré til Um-
hverfisstofnunar
Eftir Snædísi
Gunnlaugsdóttur
Snædís
Gunnlaugsdóttir
» Prumploft eða
brennisteinn. Það er
líkamlegt ofbeldi að
dæla eitri yfir saklaust
fólk, sem með tíð og
tíma gæti hlotið óbæt-
anlegan skaða af.
Höfundur er lögfræðingur.