Morgunblaðið - 24.11.2014, Page 27

Morgunblaðið - 24.11.2014, Page 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Fyrsta ljóðið sem birtist eftir mig á prenti var í Lesbók Morg- unblaðsins árið 1966. Þegar ég kom í skólann á mánudegi virtust allir hafa lesið ljóðið! Fyrsta ljóðabók mín kom út árið 1973 og fékk ríkulegt pláss í umfjöllun, eins og gilti um skáldskap yf- irleitt. En síðan þá hefur áreitið mörghundruðfaldast og fjölmiðla- holskeflunni hættir til að sópa hlutunum með sér frekar en að fjalla um þá.“ Uggandi um útvarp allra landsmanna Þú nefnir fjölmiðlaáreitið sem er mikið. Þú hefur oft tjáð þig um menningarhlutverk Ríkisútvarps- ins. Nú er mikið deilt um stofn- unina. Hvernig horfa mál RÚV við þér? „Við Íslendingar erum svo heppin eða óheppin að vera svo- kölluð menningarþjóð, tilvera okkar byggir að miklu leyti á tungumálinu, bókmenntunum og sögunni. Það eru til þjóðir sem leggja upp úr allt öðrum og sýni- legri hlutum. Í Danmörku er til að mynda konungsríkið og sú saga öll sem heldur þjóðinni sam- an og þeir hafa hallir og alls kyns seremóníur til að minna sig á þetta. Við höfum ekkert slíkt. Hjá okkur er það náttúran og sagan. Engin þjóð í veröldinni hefur upplifað það sem við höfum upp- lifað: að koma að ósnertu, ónumdu landi og hefja þar líf. Í kjölfarið urðu til magnaðar bók- menntir og tungan sem við tölum á sér þúsund ára órofa samhengi. Allt þetta er hluti af ímynd okkar sem við þurfum stöðugt að vera að endurskapa og framkalla, en til þess þurfum við voldugan fjöl- miðil á borð við Ríkisútvarpið, út- varp og sjónvarp. Þessa stundina er mikið talað um Einar Benediktsson og af- mæli hans og ágæt hugmynd að flytja styttuna af honum af Klam- bratúninu að Höfða þar sem hún ratar inn í eitthvert samhengi. Síðan skilst mér að ríkisstjórnin ætli að standa fyrir því að sér- stakur dagur, Dagur ljóðsins, verði helgaður honum. Það finnst mér fullmáttlaust, næstum eins og að búa til af honum frímerki. Það hefði hins vegar skipt máli ef ríkisstjórnin hefði boðist til að heiðra minningu Einars Bene- diktssonar með því að gera sjón- varpinu kleift að framleiða þátta- röð um verk Einars og samtíð. Ég er uggandi um útvarp allra landsmanna. Það minnir á sært dýr. Úlfarnir hafa runnið á blóð- slóðina og eru að gera sig líklega til að ráðast á það. Ég óttast að óvildarmenn RÚV til langs tíma ætli að nota núverandi ástand til að rýra, skerða og þrengja enn frekar að hag Ríkisútvarpsins.“ Það svífur mikil bjartsýni yfir Veraldarsögu þinni, ertu orðinn svartsýnni? „Nei, en það er svo merkilegt með ævi manns. Eftir á greinir maður tímabil sem voru áhrifa- meiri en önnur. Tímabilið sem ég tek fyrir í Veraldarsögu minni spannar í raun aðeins fimm ár, þótt auðvitað sé öll ævin undir í hvert skipti sem maður tekur til máls eða stingur niður penna. En áðurnefnt tímabil tel ég að hafi haft afgerandi áhrif á minn feril og mitt líf.“ Morgunblaðið/Golli »Mér finnst oft vanrækt að huga að þessumerkilega fyrirbæri sem eru hugmyndir okkar um lífið og tilveruna, hvernig þær verða til og þróast. Við höfum hina opinberu sögu sem við göngumst að einhverju leyti við og síðan erum við öll með okkar litlu sögu. Litla sagan og stóra sagan eiga samleið og skarast. Ég reyni að gera hugmyndasögunni skil, ekki síður en persónusögunni. Árin í París „Áðurnefnt tímabil tel ég að hafi haft afgerandi áhrif á minn feril og mitt líf,“ segir Pétur Gunnarsson. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Lau 10/1 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 29/11 kl. 17:00 aukas. Lau 6/12 kl. 20:00 Lau 13/12 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Sun 7/12 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Gaukar (Nýja sviðið) Lau 29/11 kl. 20:00 17.k. Sun 30/11 kl. 20:00 18.k. Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur Beint í æð (Stóra sviðið) Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas. Fös 28/11 kl. 19:00 17.k. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Fös 12/12 kl. 20:00 Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (Litla sviðið ) Fim 27/11 kl. 20:00 1.k. Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 28/12 kl. 20:00 Fös 28/11 kl. 20:00 2 k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Mán 29/12 kl. 20:00 Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k. Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 29/11 kl. 13:00 1.k. Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 2 k. Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Sun 21/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 15:00 3.k. Sun 14/12 kl. 13:00 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Gaukar –★★★★ , A.V. - DV ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Útlenski drengurinn (Aðalsalur) Sun 30/11 kl. 20:00 Fim 4/12 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00 Aðventa (Aðalsalur) Sun 7/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00 Ævintýrið um Augastein (None) Sun 30/11 kl. 14:00 Sun 7/12 kl. 17:00 Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ SHA-207 Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.690 SHA-218-28E Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.890 SHA-0203 Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera 1,8m snúra 3.490 T38 Vinnuljós 5.290 Rafmagnshita- blásari 3Kw 1 fasa 8.990SHA-8083 3x36W Halogen16.990 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8 m snúra 6.990 Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.