Morgunblaðið - 24.11.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.11.2014, Qupperneq 29
ÞRENNT Þetta eru þrír þöglir hlutir: snjórinn sem fellur … stundin fyrir dögun … munnurinn á nýliðnu líki. og „Æskan“: En mig snerta þau aldrei, ellin og dauðinn … þessi afskræmdu og smánarlegu örlög gamalla náa. Þar sem Crapsey lá á berklahæl- inu horfði hún út um gluggann út í grafreitinn þar sem vistmönnum var holað niður. Í lengra ljóði, því næst- síðasta í þessu athyglisverða safni, „Til þeirra dauðu í grafreitnum fyrir neðan gluggann minn“, neitar hún að játa sig sigraða, „heldur steyti / upp- reisnargjarnan hnefa framan í stjörnurnar“: og ég mun brýna mig í vesöldinni með því að hrópa hátt og snjallt í mæðu dagsins, í stað þess að tuldra orð uppgjafarinnar, systur ósigursins: Ég neita að vera þolinmóð! Ég neita að liggja kyrr! Flest ljóða Crapsey birtust á prenti árið eftir að hún lést, eftir handriti sem hún hafði búið til út- gáfu, og er fengur að þessu úrvali á íslensku. Crapsey Hún var „athygl- isvert skáld eins og þetta hóf- stillta kver sýnir svo vel. Hún orti innan við eitt hundrað ljóð og flest þeirra þeg- ar hún beið dauðans á berklahæli.“ MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Höfuðborgin okkar væriallólík þeirri Reykjavíksem við þekkjum nú efýmsar byggingar- og skipulagshugmyndir fyrri ára, sem um er fjallað í þessari bók, hefðu orðið að veruleika. Það er matsatriði hvað hefði orðið til bóta og hvað til lýta. Höfundarnir taka ekki afstöðu til þess. Þeir segja að eflaust verði alltaf skiptar skoðanir um það hvernig borgin eigi að vera. Ákveðið stefnuleysi í skipulags- málum hafi gefið miðborg Reykja- víkur einstakt svipmót. Þar megi finna sýnishorn af hinum ýmsu byggingaraðferðum, hönnunar- stefnum og skipulagstilraunum. „Með því að snúa sér í hring við eina og sömu götuna má til dæmis sjá nokkur af elstu timburhúsum borgarinnar, elsta steinhlaðna húsið, nýbyggingar hjúpaðar gleri og leifar af gömlum hugmyndum um tækni- vædda bílaborg fyllta breiðgötum,“ segja þeir. Bókinni er skipt í átta meg- inkafla. Fjallað er um skipu- lags- og bygg- ingarhug- myndir um Alþingishúsið, Arnarhól, Skólavörðuholt, Þjóðleikhúsið, Ráð- húsið, Stjórnarráðið, Seðlabankann og tónlistarhús. Þarna er mikinn fróðleik að finna um byggingarsög- una, aðallega í miðborginni. Textinn er greinargóður en það eru teikningarnar og ljósmyndirnar sem fylgja sem gefa þessari bók sér- stakt gildi. Sumar teikninganna hafa ekki áður sést á bók svo ég minnist. Helsta nýmælið er tölvugerðar ljós- myndir af húsum sem aldrei risu en hefðu sett afar sterkan svip á borg- ina. Hér má nefna Alþinigshúsið með háum kjallara og tröppum að framanverðu, háskóla í burstabæj- arstíl á Arnarhóli, „háborg“ með kirkju og fjölda opinberra bygginga á Skólavörðuholti, Þjóðleikhúsið á Arnarhóli, ráðhús samkvæmt eldri hugmyndum við Tjörnina, stjórn- arráðsbyggingu þar sem Bernhöfs- torfan er nú, seðlabankabyggingu á Arnarhóli og tónlistarhús sam- kvæmt eldri hugmyndum við Reykjavíkurhöfn. Þá er birt tölvu- gerð mynd af því hvernig umhorfs væri í Austurstræti og Aðalstræti ef Þjóðleikhúsið hefði risið þar sem Morgunblaðshöllin svokallaða stendur. Hugmynd um staðsetningu leikhússins á þeim stað kom upp á árunum 1928 til 1930. Óneitanlega fallegri sýn en það sem við höfum núna frá mínum bæjardyrum séð. Svolítill hrollur fór um mig við að skoða hugmyndir arkitekta um stór- hýsi í miðborginni frá sjötta og sjö- unda áratugnum. Á þessum tíma fannst mörgum sjálfsagt að ryðja brott með öllu hinni gömlu timb- urhúsbyggð borgarinnar og ger- breyta gatnaskipulaginu. Sumar af þessum tillögum náðu ekki fram að ganga vegna harðra mótmæla þeirra sem vildu vernda byggingararf borgarbúa. En oft var það bara fjár- skortur sem kom í veg fyrir að jarð- ýtur og sleggjukranar fengju að vinna sitt verk. Peningaleysi getur stundum haft bjartar hliðar! Efnisafmörkun bókarinnar er skynsamleg, en ég hefði gjarnan vilja sjá umfjöllun um viðbygging- arnar við Alþingishúsið, Kringluna 1909 og Skálann 2002. Ennfremur meira um ráðhúsbygginguna núver- andi í Reykjavík og aðdraganda hennar. Þá hefðu höfundar gjarnan mátt taka saman þræði í lok bók- arinnar og leyfa sér ályktanir af efn- inu. En þetta er skemmtileg bók og þörf og vekur til umhugsunar um umhverfi okkar í samtíð og sögu. Til bóta? Hugmynd að stjórnarráðsbyggingu á Bernhöfstorfunni. „Þetta er skemmtileg bók og þörf og vekur til umhugsunar um umhverfi okkar í samtíð og sögu,“ segir um bók Önnu Drafnar Ágústsdóttur og Guðna Valberg. Fræði Reykjavík sem ekki varð bbbbn Eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg. Crymogea 2014. 224 bls. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON BÆKUR Vekur til umhugsunar Kamilla vindmylla og kátirfélagar hennar erumætt á ný í þriðju bókHilmars Arnar Ósk- arssonar um þetta gáskafulla gengi sem þarf á ný að kljást við hinn illa og fúllynda vísindamann Júlíus Janus. Að þessu sinni gerir Júlíus eftirmyndir af Kamillu, svo- kallaðar svika- millur, og þær láta til sín taka á ýmsan hátt þar til vinirnir grípa inn í. Eins og í fyrri Kamillubókum er sagan létt og fjörmikil, full af bráðsniðugum orðaleikjum og óborganlegum út- úrsnúningum. T.d. þegar barni með hnausþykka lambhúshettu á höfði sem hamlar heyrn heyrist setningin „hlaupið í mismunandi áttir“ vera „lopi mysubandsdóttir“ [31], drengur í snjóstríði er lág- vaxinn ljóshærður hríðskotariffill [26] og þeir sem láta sér ekki segjast láta sér þá sparkast [49]. Hér eru dregnar upp ýmsar áhugaverðar og skondnar persón- ur og gaman er að sjá hversu miklum framförum Hilmar Örn hefur tekið í persónusköpun síðan í fyrstu Kamillubókinni. Metn- aðarfulli stærðfræðikennarinn Ið- unn, sem á sér þann draum æðst- an að bekkurinn hennar nái hæstu meðaleinkunn á landsvísu, er býsna skemmtilegum dráttum dregin og viðbrögð hennar og Helgu skólastýru, þegar þær halda að í bekknum leynist stærð- fræðiséní á heimsmælikvarða, eru algjörlega kostuleg. „Henni leið dálítið eins og kolanámumanni sem var nýbúinn að reka hakann sinn í ellefu gramma demant.“ [60]. Kannski er þetta smellin ádeila á allt fárið í kringum PISA- rannsóknina. Kamilla sjálf, vinir hennar og óvinir eru líka skemmtilegar persónur og ágæt- lega skrifaðar. Myndirnar eru býsna flottar, bera svolítinn keim af japönsku manga- teiknimyndabókunum og í heild er þetta býsna fjörleg lesn- ing eins og fyrri Kamillubæk- urnar. Ljósmynd/Rut Höfundurinn „… býsna fjörleg lesn- ing,“ segir rýnir um sögu Hilmars Arnar Óskarssonar um Kamillu. Kamilla vindmylla er mætt á ný Barnabækur Kamilla vindmylla og svikamillurnar bbbnn Eftir Hilmar Örn Óskarsson. Bókabeitan 2014, 142 bls. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR 7 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal 12 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 L MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 7 - 10:20 DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:30 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.