Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fyrsta félagsmiðstöðin í miðbæ Reykjavíkur, Spennistöðin, var formlega tekin í notkun í gær. Opnun hennar markar tímamót því skortur var á slíku rými við Austurbæjarskóla. Spennistöðin verður aðsetur félagsmiðstöðvar- innar 100og1 og í framtíðinni verður hún félags- og menningarmiðstöð miðborgarinnar. Fyrrverandi og núverandi nemendur skemmtu gestum og gangandi með söng og dansi. Menningarauki við miðbæ Reykjavíkur Morgunblaðið/Styrmir Kári Opnunarhátíð Spennistöðvarinnar við Austurbæjarskóla Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Fjögur skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur- hafnar í mars á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem jafn mörg skemmtiferðaskip sigla til landsins yfir vetrartímann. Ástæðan fyrir komu skipanna er ferðir til að skoða sólmyrkvann sem verður 20. mars 2015. Sólmyrkvinn mun sjást best norð- vestan við Færeyjar. Þar geta farþegar dáðst að sólmyrkvanum. Skipin leggja leið sína hingað, ýmist fyrir eða eftir þennan einstaka atburð. Tvö af skipunum munu stoppa yfir nótt. Hin tvö stoppa yfir daginn. Þau munu liggja á Miðbakk- anum og á Skarfabakka. „Þetta er mjög óvanalegt og hefur aldrei gerst áður að mig minnir. Sólmyrkvinn er sérstakur at- burður,“ segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Uppselt var í ferðirnar fyrir þó- nokkru. Ágúst segir alltaf töluverða áhættu að sigla yfir Atlantshafið á þessum árstíma. Það geti verið nokkuð slæmt í sjóinn og allra veðra von, eins og við er að búast yfir vetrartímann. Vetrarsiglingar skemmtiferðaskipa byrjuðu fyrir nokkrum árum og hafa aukist ef eitthvað er, segir Ágúst. Siglt er á veturna m.a. frá Bretlandi til Kaupmannahafnar. Þá er einnig siglt meðfram ströndum Noregs á veturna. Fyrir árið 2015 er búið að bóka 106 skip. Það eru ívið fleiri skip en árið áður en þá voru þau 92 talsins. Af þessum 106 skipum eru 24 skip sem eru yfir nótt. Af þessum 106 eru 22 svokölluð land- könnuðaskip. Farþegafjöldi þeirra er um 100 til 200. Þessi skip sigla hringinn í kringum landið og er stoppað á nokkrum stöðum á landinu. Sum stoppa á Höfn í Hornafirði og skoða farþegar m.a. Jökulsárlón. Skipt er um farþega í Reykjavík. „Ein af ástæðunum fyrir því að það er mögulegt er gríðarlega gott samgöngunet til landsins með flugi. Það er greinilega farið að segja til sín.“ Þessi tegund af skipum, landkönnuðaskip, segir Ágúst að sé helsti vaxtarbroddurinn. Farþegarnir sem koma í þessum ferðum eru hingað komnir gagngert til að skoða landið, náttúruna og menn- ingu. Með í för eru fyrirlesarar og leiðsögumenn. Fjögur skemmtiferðaskip í mars  Sólmyrkvinn 25. mars 2015 aðdráttaraflið  Koma hingað frá Færeyjum  Uppselt í ferðirnar  Aldrei áður gerst  Gæti verið vont í sjóinn Morgunblaðið/Júlíus Skemmtiferðaskip Sólvmyrkvinn aðdráttarafl. „Stuðmenn eru afbragðsgóð hljóm- sveit og ég hlakka til kvöldsins. En því að kveðja Sjallann fylgir samt tregi, svo margar skemmtilegar stundir hef ég átt þar,“ segir Hel- ena Eyjólfsdóttir söngkona. Í kvöld skemmta Stuðmenn í Sjallanum á Akureyri sem væri ekki í frásögur færandi, nema að þetta verður einn síðasti dansleik- urinn í húsinu. Strax eftir áramót verður hafist handa um að breyta því í hótel. Í danshúsi Akureyringa eru Stuðmenn á heimavelli, en enginn þó meir en Helena, sem söng þar með húshljómsveit Ingi- mars Eydals og seinna Finns Ey- dals, eiginmanns síns. „Minning- arnar úr Sjallanum eru flestar ljúfar,“ segir Helena sem reiknar með taka lagið Strax í dag með Stuðmönnum. Einnig lagið María Ísabel, sem hún gerði frægt með hljómsveit Ingimars Eydals. „Það flykkjast alltaf allir út á gólf og byrja að dansa þegar ég syng það lag,“ segir Helena, sem á Sjallasviðinu í kvöld verður að sjálfsögðu með hristuna frægu, sem hún hefur gjarnan í hendinni. Og hvað það þarfaþing varðar fléttast Helena og Stuðmenn sam- an, því að kalla gripinn Hel- enustokk er komið frá Agli Ólafs- syni. „Það var í sjónvarpsþætti endur fyrir löngu sem Egill kom með þetta. Ég blóðroðnaði fyrst, en síð- an fannst mér þetta bara fyndið,“ segir Helena. Hún eignaðist stokk- inn 1959 og hann hefur fylgt henni æ síðan og er því eitt frægasta hljóðfæri landsins. Því verður margt sögulegt við skemmtunina í Sjallanum í kvöld, húsi sem svo margir hafa sterkar taugar til. sbs@mbl.is »28 Mætir með Helenustokkinn Ljósmynd/Óskar Þór Halldórsson Helena Söngkonan ætlar að hrista með Stuðmönnum nú í kvöld.  Svanasöngur Stuðmanna í Sjall- anum í kvöld Veðurstofan sendi frá sér tilkynn- ingu í gær vegna spár um mikla rigningu á Vestur-, Suðvestur-, Suð- ur- og Suðausturlandi í dag og fram á aðfaranótt mánudags. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og þar gæti sólarhrings- úrkoma farið vel yfir 100 millimetra. Spár gera einnig ráð fyrir að hraðfara og djúp lægð nálgist landið sunnan úr höfum á sunnudag með vaxandi suðaustanátt og meðalvind- hraða víða á bilinu 18-25 m/s síðdeg- is. Á sunnudagskvöldið verður lægðin á norðurleið skammt vestan við landið en sunnan við hana er mikill vindstrengur. Á sunnudags- kvöldið og aðfaranótt mánudags mun þessi strengur herja á landið. Má búast við vestan og suðvestan 20-30 m/s á suðurhelmingi landsins um kvöldið en norðantil aðfaranótt mánudags. Meðalvindhraði gæti farið yfir 28 m/s sem kallast ofsa- veður. Vindhviður gætu náð yfir 50 m/s við fjöll. Gríðarleg úrkoma í kortunum  100 millimetrar gætu fallið við fjöll Morgunblaðið/Ómar Blautt Veðrið er að skipta um gír. „Við vorum með fund í gær og það er annar fundur boðaður í deilunni á mánudag. Nú skoðum við okkar mál um helgina,“ segir Sigurveig Péturs- dóttir, formaður samninganefndar lækna. Læknar munu ekki vera í verkfalli í næstu viku en mánudag- inn áttunda desember er fyrirhugað annað verkfall sem Sigurveig segir að nái til víðari hóps. „Sviðunum er skipt í hópa og tveir og tveir hópar munu fara í verkfall í einu, ekki eins og áður þegar einn hópur var fyrri part vikunnar og svo annar seinni partinn.“ Tæplega 80% landsmanna styðja kjarabaráttu lækna, sam- kvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Skoða málin yfir helgina kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Mannvirðing Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.