Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk. Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _4 5. 11 .1 4 Veit á vandaða lausn 20% AFSLÁTTURÍ NÓVEMBER Potturinn og pannan í jólasteikinni Hágæða stálpottar og pönnur fyrir þá sem eru metnaðar- fullir í eldhúsinu. Má nota á allar gerðir af hellum, þ.m.t. spanhellur. Mikið úrval af öllum stærðum og gerðum. Þess má geta að pottarnir frá Swan eru mikið notaðir af atvinnukokkum á helstu veitingastöðum landsins. Aðalvísindaráðgjafi bresku ríkis- stjórnarinnar varar við því að berg- brot (e. fracking) gæti verið eins hættulegt og tóbak og asbest. Hann segir jafnframt að menn hafi verið of fljótir á sér að tileinka sér þessa nýju tækni sem gæti síðan reynst hafa alvarleg áhrif á náttúruna og heilsu fólks. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Mark Walport, aðalvísinda- ráðgjafa ríkisstjórnar Davids Came- ron. Í skýrslunni segir að sagan sé full af dæmum um að menn hafi ver- ið of bráðir að taka upp tækninýj- ungar sem hafi síðar reynst hættu- legar. Getur mengað drykkjarvatn Bergbrot fer þannig fram að vatni, sandi og ýmsum efnum er dælt ofan í leirsteinslög með miklum þrýstingi. Þannig er bergið í kring- um borleiðslurnar sprengt og gas sem fast er inni í berginu losnar. Breska stjórnin hefur lagt mikla áherslu á gasvinnslu með þessari að- ferð. Áhyggjur hafa þó vaknað um að gasið sem losnar geti mengað drykkjarvatn fólks, aukið umferð stórvirkra vinnuvéla á vinnslusvæð- unum, tekið fjármagn frá þróun endurnýjanlegra orkugjafa og hrað- að hnattrænni hlýnun. Í skýrslu Walport er bergbroti þannig líkt við eiturefnið asbest, tób- ak og svefnlyfið thalidomide sem olli fósturdauða hjá konum sem það not- uðu. kjartan@mbl.is Eins hættulegt og asbest  Varað við bergbroti í vísindaskýrslu í Bretlandi Frans páfi fór í fyrstu heimsókn sína til Tyrklands í gær, hvatti til viðræðna milli múslíma og krist- inna manna og aðgerða til að binda enda á hryðjuverkastarfsemi ísl- amskra öfgamanna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tók á móti páfa í nýrri og umdeildri for- setahöll í grennd við Ankara og varaði við vaxandi fordómum gagn- vart íslam á Vesturlöndum. Ferð páfa til Tyrklands er álitin próf- steinn á tilraun hans til að byggja brú milli ólíkra trúarbragða. AFP Páfi hvetur til viðræðna milli múslíma og kristinna Bogi Þór Arason bogi@mbl.is David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í gær ráðstafanir sem Íhaldsflokkurinn hyggst gera á næsta kjörtímabili til að stemma stigu við fjölgun innflytjenda í land- inu ef hann heldur völdunum í kom- andi kosningum. Forsætisráðherr- ann varaði leiðtoga Evrópusam- bandsríkja við því að þeir kynnu að stefna aðild Bretlands að samband- inu í hættu ef þeir reyna að hindra aðgerðir Íhaldsflokksins í innflytj- endamálum. Cameron sagði að fyrirhugaðar aðgerðir krefðust breytinga á sátt- málum Evrópusambandsins en kvaðst vera fullviss um að samkomu- lag næðist um þær. Forsætisráðherrann hefur krafist breytinga á tengslum Bretlands við ESB og lofað að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðildina að sam- bandinu árið 2017 ef Íhaldsflokkur- inn myndar nýja ríkisstjórn eftir þingkosningarnar í maí á næsta ári. Cameron hefur sagt að hann vilji að Bretland verði áfram í Evrópusam- bandinu en ekki tekið af skarið um hvort hann ætli að beita sér fyrir því að landið segi sig úr sambandinu ef hann nær ekki fram kröfum sínum. Hann sagði þegar hann skýrði frá fyrirhuguðum aðgerðum Íhalds- flokksins í ræðu í gær að ef ESB „daufheyrðist við“ við kröfum flokksins gæti hann „ekki útilokað neitt“. Að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins er þetta skýrasta vís- bendingin til þessa um að Cameron ljái máls á úrsögn úr Evrópusam- bandinu ef deilan leysist ekki. Vill skerða réttindi innflytjenda Cameron sagði að ef Íhalds- flokkurinn yrði við völd eftir kosn- ingarnar hygðist hann meðal annars koma á þeirri breytingu að innflytj- endur frá löndum Evrópska efna- hagssvæðisins hefðu ekki rétt á skattafsláttum og félagslegu hús- næði í fjögur ár eftir að þeir flyttu búferlum til Bretlands. Innflytjend- urnir frá EES-löndum hefðu ekki heldur rétt á bótum fyrir börn sem búa utan Bretlands. Íhaldsflokkur- inn hyggst einnig vísa innflytjendum frá EES-löndum úr landi hálfu ári eftir að þeir koma til Bretlands ef þeir hafa ekki fengið atvinnu á þeim tíma. Flokkurinn hyggst ennfremur flýta brottvísun innflytjenda úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir glæpi. Hann ætlar að lengja gildis- tíma banns við því að betlarar og glæpamenn komi aftur til Bretlands eftir að hafa verið vísað úr landi. Gefur til kynna að hann útiloki ekki úrsögn  David Cameron krefst breytinga á sáttmálum Evrópusambandsins AFP Ný stefna kynnt Cameron flytur ræðu um innflytjendamál. Vill ræða kröfurnar » Talsmaður framkvæmda- stjórnar ESB sagði að hún væri tilbúin að ræða kröfur Came- rons „rólega og vandvirknis- lega“. „Við þurfum að athuga hvað hægt er að gera án þess að loka dyrunum.“ » Leiðtogar Verkamanna- flokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) gagnrýndu tillögur Camerons, sögðu stefnu hans í innflytj- endamálum ótrúverðuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.