Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið/Golli Hugsjónakona Líffræðingurinn Rannveig Magnúsdóttir hjá Landvernd. Malín Brand malin@mbl.is Regnskógarnir eru heim-kynni um helmings líf-vera jarðarinnar en á 20.öld rýrnuðu þeir um tæp- an helming vegna skógarhöggs, landnáms til ræktunar og beitar, ná- magraftar og vegalagna. Rýrnunin heldur áfram og haldi þróunin áfram munu regnskógarnir hverfa áður en langt um líður. Vís- indamenn eru uggandi yfir þessari staðreynd og leita leiða til að sporna við rýrnuninni. Pálmaolían er oft nefnd í sömu andrá og regnskóg- arnir og fyrir því er góð og gild ástæða, eins og fram kom í inn- gangi. Pálmaolían vel falin Í nýútkominni bók þeirra Rak- elar Garðarsdóttur og Margrétar Marteinsdóttur, Vakandi veröld – ástaróður, er meðal annars fjallað um hvernig mat- og snyrtivörufram- leiðendur hafa beitt brögðum til að leyna því að þeir noti pálmaolíu í vörurnar, með því að kalla hana öðr- um nöfnum í innihaldslýsingum og stundum er jafnvel bara minnst á jurtaolíu. Rannveig Magnúsdóttir er doktor í spendýravistfræði og starf- ar hjá Landvernd. Hún hefur skoð- að útbreiðslu pálmaolíu og áhrif ræktunar hennar á lífríki regnskóg- anna. „Merkingarnar eru oft svo vit- lausar, pálmaolían merkt sem jurta- olía eða formúla, þannig að ég held að enginn sé með yfirsýn yfir hversu algengt er að olían sé notuð í snyrti- vörur. En þegar kafað er ofan í mál- in er hún í gríðarlegum fjölda snyrtivara,“ segir Rannveig. Það sem freistar framleiðenda öðru fremur við pálmaolíuna er verðlagið. En það er annað sem hefur áhrif, út- skýrir Rannveig. „Á sínum tíma fór heimurinn í stríð við transfitusýrur og komst umræðan á visst hræðslu- stig. Þó að umræðan um pálmaolíu hafi þá þegar verið hafin held ég að þetta hafi hrint af stað snjóflóði og matvælaframleiðendur fóru að leita annað. Þeir töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar þeir fundu pálmaolíuna sem er mettuð fitusýra þannig að þegar hún er hituð upp Fegurð á kostnað regnskóganna? Ein ódýrasta olía sem völ er á til vinnslu snyrtivara og ýmissa matvæla er pálmaolía. Margir setja þó spurningarmerki við notkun olíunnar vegna þess að olíupálminn vex eingöngu í hitabeltinu og hefur „lungum jarðar“, sjálfum regnskógunum, verið rutt burt til að búa til pláss fyrir olíupálmaplantekrur. Rannveig Magnúsdóttir líf fræðingur telur brýnt að neytendur séu á verði. Hugmyndir Bókin Vakandi veröld. Í dag frá klukkan 10:10 - 13:10 verður haldin ráðstefna í stofu 101 í Odda þar sem fjallað verður um stöðu og vernd íslenskra mófuglastofna. Fuglavernd stendur fyrir ráðstefn- unni og verður þar einnig rætt um þá ábyrgð sem maðurinn ber á mófugl- um í alþjóðlegu samhengi. Erindin byggjast á nýlegum eða nýjum rann- sóknum í fuglafræðum og er nið- urstaðan fróðleg fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslensku fuglalífi. Ráðstefnan ber yfirskriftina: Eiga mófuglar undir högg að sækja? Staða stofna, búsvæðavernd og al- þjóðlegar skyldur. Í upphafi ráðstefn- unnar verður lagt fram yfirlit yfir ís- lenskar mófuglategundir og útbreiðslu þeirra en einnig verður fjallað um áhrif landbúnaðar og skóg- ræktar og svo verður sérstakur fyr- irlestur um mat á stofnum og hvernig best fari á að vakta þá. Vefsíðan www.fuglavernd.is Morgunblaðið/Ómar Spói Staða mófugla verður rædd á ráðstefnunni sem Fuglavernd stendur fyrir. Fuglavernd ræðir stöðu mófugla Í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvals- stöðum frá kl. 13-16 í dag verður ör-námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára. Leiðbeinandi er Þór Sigurþórsson myndlistarmaður og verður kannað hvernig náttúran getur birst á mismunandi máta sem efniviður í myndlistarverkum. Þátttakendur skoða fyrst sýningu Andreasar Erikssonar, Roundabo- uts/Efsta lag, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum og vinna síðan myndir þar sem hugmyndir og efn- ið eru sótt á einn eða annan hátt til náttúrunnar. Ekki þarf að skrá sig á nám- skeiðin og þátttaka er ókeypis. Endilega ... ... farið með börnin á námskeið Morgunblaðið/Einar Falur Námskeið 7-10 ára börn eru velkomin. Á morgun, laugardaginn 29. nóv- ember, verður jólabasar KFUK opinn á milli klukkan 14 og 17. Að basarnum standa félagskonur KFUM og KFUK á Íslandi en basarinn á sér rúmlega 100 ára sögu sem gerir hann sennilega að elsta basar landsins. Boðið er upp á handunnar vörur og ýmiss konar heimabakað hnossgæti. Á hverju ári koma saman hópar kvenna á öllum aldri og sauma, hekla, prjóna og föndra vörur fyrir basarinn en allur ágóði rennur til æskulýðs- starfs félagsins. Vinnu og efnis- kostnað gefur félagsfólk. Æskulýðs- starf félagsins skiptist í yngri deildir, unglingadeildir og ungmennastarf. Til yngri deilda heyra 9-12 ára krakkar og þau sem eru á aldrinum 13-16 ára til- heyra unglingadeildum. Ungmenn- astarf féagsins er einkum fólgið í sam- starfi við Kristilegu skólahreyfinguna. Innan hennar starfa Kristileg skóla- samtök fyrir 16-20 ára og Kristilegt stúdentafélag fyrir ungmenni á aldr- inum 20–30 ára. Auk þess að geta gert góð kaup á jólagjöfum eða jólaskreytingum má komast í jólaskap á basarnum þar sem iðulega er jólaandi í loftinu. Sérstakt jólakaffihús er starfrækt á staðnum og þar má kaupa vöfflur og heitt kakó. Basarinn er haldinn í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 og er nánari upplýsingar um hann að finna á vef- síðu félagsins, www.kfum.is, og á Facebooksíðunni www.facebook.com/kfumogkfuk. Endilega … … mætið á jólabasar KFUK Basar Ýmiss konar handverk er selt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.