Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 HeimildarmyndasmiðurinnKári G. Schram hefurlengi sérhæft sig í gerðmynda um íslenskan menningararf og má þá helst nefna: Blikið, sögu Melavallarins (2012), Fyrstu ferðina, sögu landa- fundanna (2003) og Sögu Íslands (1996). Nýjasta mynd hans, Jökl- arinn, sver sig ágætlega í þennan hóp. Myndin er safn svipmynda af einum frægasta „jöklara“ síns tíma, Þórði Halldórssyni (1905-2003), kenndum við jörðina Dagverðará sem stendur við rætur Snæfellsjök- uls. Þórður var í senn mikill sæ- garpur, refaskytta, listamaður, skáld og reikandi náttúrubarn. Lífskraftur hans var með þvílíkum eindæmum og atgervið svo hispurs- laust og glettið að nærvera hans var nánast ljóstillífandi. Þannig snart hann alla í kringum sig og nærði á göfugum þrótti um leið og hann miðlaði óspart af visku sinni um þjóðfræðileg efni og ýktum eig- in skáldskap. Áhorfendur sjá Þórð til að mynda staðhæfa, afar sposk- an á svip, sitjandi úti í móa, að hann sjálfur, Egill Skallagrímsson og Skugga-Sveinn séu merkileg- ustu Íslendingarnir! Þórður fær að leika lausum hala á tjaldinu, enda best til þess fallinn að lýsa sjálfum sér. Núið var hans stund, hann elti alla sína villtustu drauma og lifði til fullnustu með því að halda staðfastlega í sína sér- stæðu hætti og lífsviðhorf. Þannig rambaði hann úr einu stórbrotnu ævintýri yfir í annað án þess að virðast nokkurn tímann líta um öxl enda var ein lykilkenning hans sú að: „Það er sama hvað fyrir kemur; maður má aldrei æðrast! Aðeins má leyfa einni hugsun að komast að: Hvað er skynsamlegast að gera í stöðunni?“ Áhorfendur fræðast einnig um afar kostulega vináttu Þórðar við marga fremstu lista- menn síns samtíma. Hann virðist til dæmis hafa haft djúpstæð áhrif á menn eins og Gunnar Dal, Dieter Roth og Halldór Laxness, en marg- ar sögur Þórðar rötuðu nánast óbreyttar í skáldverkið Kristnihald undir jökli. Kári nær að draga fram afar líf- lega mynd af Þórði með því að klippa saman safn eldra myndefnis, splæsa nýju við og spila lýsandi frásagnir á hljóðrás yfir. Oft er erf- itt að henda reiður á hver talar yfir myndefninu og hvers eðlis tengsl sögumanna voru við Þórð. Nöfn lýsenda prentast vissulega á mynd- flötinn en flestir eru lítt kynntir og fara huldu höfði á meðan aðrir, t.d. Gunnar Dal, rifja endurtekið upp sín kynni í mynd. Myndefnið er misgamalt, flakkað er fram og til baka í tíma þannig að Þórður eldist og yngist á víxl og á stundum gæti óviss uppruni myndefnisins stuðað áhorfendur. Einnig eru hljóð- upptökur spilaðar þar sem Þórður sjálfur fer með gáskafull ljóð og sögur en þá er sem betur fer oft birt ljósmynd af tilefninu og við- staddir félagar lauslega kynntir við upphaf afspilunar. Kvikmyndataka Kára í viðbættu myndefni verkar eins og kynngi- magnandi merkingarauki á heild- ina. Ljósbrot og skuggar leika um tjaldið, sólstafir brjótast gegnum ský, Snæfellsjökull fyllir oft ramm- ann og lögur leikur eftirminnilega við land. Tónlistarundirspil og graf- ísk vinnsla giftist sömuleiðis vel við framvinduna. Skemmtileg mynd- blöndun og viðbætt blágrá ára alls myndefnis slær dulan og ljóðrænan tón og nær enn fremur að binda misgæðagott gamla efnið saman. Ekki skapast augljós samfella líkt og í hefðbundnum frásagnar- kvikmyndum því myndefnið tengist fremur lífrænt og grafískt. Myndin er því brotakennd, impressíónísk og listræn líkt og Þórður var sjálf- ur. Frásögnin er opinská og hvat- vísleg en nær um leið ákveðinni nánd við persónu sína í hennar náttúrulega umhverfi þannig að magnaði Jöklarinn nær ljóstillífun nærveru sinnar til áhorfenda hand- an tíma og rúms. Kári nær í þess- ari mynd líkt og fyrri verkum sín- um að varðveita dýrmæta arfleifð þjóðarinnar og draga upp afar lif- andi mynd af goðsagnakenndri per- sónu sem svo sannarlega á erindi við komandi kynslóðir. Mannleg náttúra undir jökli Arfleifð „Kári nær í þessari mynd líkt og fyrri verkum sínum að varðveita dýrmæta arfleifð þjóðarinnar og draga upp afar lifandi mynd af goðsagnakenndri persónu,“ segir m.a. í gagnrýni um Jöklarann. Hér sést Þórður á stillu. Bíó paradís Jöklarinn bbbmn Leikstjórn, handrit, stjórn kvikmynda- töku, klipping og framleiðsla: Kári G. Schram. Meðframleiðandi: Hollvina- félag Þórðar frá Dagverðará. Heimild- armynd, 49 mín. Ísland 2014. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Morgunblaðið/Styrmir Kári Kunn Hin þekkta sænska myndlistarkona Yvonne Larsson í sýningarsal Norræna hússins fyrir framan eitt stórra málverkanna á sýningunni. Fyrsti þáttur af sjö í nýrri gaman- þáttaröð, Hreinn Skjöldur, verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld kl. 21.10. Steindi jr. fer með aðal- hlutverk þáttanna, leikur mann sem heitir því skemmtilega nafni Hreinn Skjöldur og segir í þátt- unum af honum, bestu vinkonu hans og bróður hennar. „Dagurinn sem serían fer í loftið verður stór dagur fyrir grínunnendur,“ er haft eftir Steinda jr. í tilkynningu vegna þáttanna sem hann skrifaði einnig handritið að og framleiddi með Ágústi Bent Sigbertssyni og Magn- úsi Leifssyni. Hreinn Skjöldur er einfaldur maður og áhrifagjarn sem kemst m.a. í tæri við andsetinn skólastjóra, neðanjarðarátkeppni og djammara sem yfirtaka Herjólf. Einfaldur og áhrifagjarn Hreinn Skjöldur Morgunblaðið/Golli Steindi jr. Fer með hlutverk Hreins Skjaldar í samnefndum gamanþáttum. 7 12 POWERSÝNING KL. 10 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 L L MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (p) MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 MÖRGÆSIRNAR 3D Sýnd kl. 2 DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 2 - 5 - 8 - 10:20 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.