Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Plankaparket í miklu úrvali Burstað, lakkað, olíuborið, hand- heflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! Kolbrún Anna Björnsdóttir, annar höfundur barnabókarinnar Á puttanum með pabba, kemur og les upp úr bók sinni í Spilavinum á laugardaginn kl. 13:00. Á puttanum með pabba er sniðug og fjörug bók fyrir börn á aldrinum 7–12 ára um íslensk-ítölsk ættuð systkini sem lenda með föður sínum í þvílíku ævintýri sem leiðir þau frá Sikiley til Egilstaða. Bókin verður að sjálfsögðu til sölu með 20% afslætti og tilvalið er fyrir fjölskylduna að koma, kynnast nýjum höfundi og skemmtilegri bók. laugardag kl. 13:00 Upplestur 20% afsláttur 29. nóvember Kolbrún Anna Björnsdóttir Haustmót TaflfélagsReykjkavíkur hefurlöngum verið eitt af bestskipuðu reglulegu mót- um hérlendis og er þá átt við mót með fullum umhugsunartíma en minna framboð er af slíkum mótum nú en oft áður. Gamla góða kapp- skákin stendur alltaf fyrir sínu og vonandi heldur TR áfram að halda haustmótið og Skákþing Reykjavík- ur með hefðbundnum hætti. Haust- móti TR lauk ekki alls fyrir löngu með öruggum sigri Davíð Kjart- anssonar sem hlaut 7 vinninga af níu mögulegum í vel skipuðum A-flokki mótsins. Þar sem Davíð er ekki fé- lagsmaður í TR gengur sæmd- arheitið „Skákmeistari TR 2014“ til Þorvarðar Ólafssonar sem varð í 2. – 3. sæti ásamt Þorsteini Þorsteins- syni, gömlum TR-ingi sem und- anfarið hefur teflt fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. Þeir hlutu báðir 6 vinninga af níu mögulegum. Í B-flokki sigraði Spánverjinn Damia Benet Menet með 7 vinninga af níu mögulegum og í C-riðli var Bárður Örn Birkisson hlutskarp- astur með 8 vinninga af níu mögu- legum. Í D-riðli gerði Ólafur Evert Úlfsson sér lítið fyrir og vann allar skákir sínar níu talsins og varð lang- efstur. Davíð Kjartansson hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra skák- manna. Hann vann Skákþing Reykjavíkur 2009 fyrir ofan Henrik Danielssen og aftur þetta sama mót 2013 og hefur vart tölu á sigrum sín- um á haustmóti TR eða á meist- aramóti Hellis þar sem hann var lengstum félagi. Hann varð tvisvar Norðurlandameistari unglinga í sín- um aldursflokki og Íslandsmeistari skáksveita með Víkingasveitinni og Helli. Þá hefur Davíð getið sér gott orð sem skákkennari en starfar nú sem hótelstjóri á ION luxury Ad- ventury hotel að Nesjavöllum. Hann hefur býsna frumlega skákstíl og er ekki mikið fyrir að fara troðnar slóð- ir. Um helstu keppinautar hans þá Þorvarð Ólafsson og Þorstein Þor- steinsson er það segja áttu báðir gott mót en þó var sigur Davíðs ein- hvern veginn aldrei í hættu. Í einni að lokaumferðunum mætti hann reynsluboltanum Sævari Bjarnasyni og hafði betur: Haustmóti TR 2014; 7. umferð: Sævar Bjarnason – Davíð Kjart- ansson Kóngsindversk vörn 1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. f3 g6 4. c4 Bg7 5. Rc3 O-O 6. Be3 a5!? Frekar óvenjulegur leikur, svart- ur byggir taflið oftar upp með 6. .. a6, – Hb8 o.s.frv. 7. Dd2 Rc6 8. Rge2 e5 9. d5 Rb4 10. Rc1 Rd7 11. a3 Ra6 12. b4 f5 13. Bd3 Rf6 14. exf5?! Ekkert lá á þessum uppskiptun. Eftir 14. Rb3, sem hótar 15. b5, á hvítur góða stöðu. 14. … gxf5 15. Hb1 axb4 16. axb4 e4! Setur af stað hrinu snarpra peðs- leikja sem tryggja frumkvæði svarts. 17. Be2 exf3 18. gxf3 f4!19. Bf2 Bf5 20. Hb3 Rd7 21. Rb5 Re5 22. Rd4 Bd7 23. Re6? Ótímabær innrás riddarans. Hvít- ur gat leikið 23. O-O en hefr senni- lega óttast 23. … Bh3 sem má svara með 24. Kh1 Bxf1 25. Bxf1 og þó hvítur sé skiptamun undir er staðan býsna vænleg, öflugur riddari á leið til e6. 23. … Bxe6 24. dxe6 De7 25. O-O Kh8 26. Kh1 Dxe6 27. Dc2 Rb8 28. De4 c6 29. Bd3 Dh3 30. Bd4 Rbd7 31. De2 Hae8 32. Hg1 Rf6 33. Bb1 Rh5 34. Bf2 Bf6 Bætir sífellt við sóknarmáttinn kóngsmegin. 35. Dc2 Hf7 36. Hg2 Hg8 37. Hxg8 Kxg8 38. De2 Hg7 39. Be1 Þessi biskup reynir að fremsta megni að verja kógsstyðuna en með næsta leik sínum ryður svartur hon- um úr vegi. 39. … Bh4! 40. Hb2 Bxe1 - og Sævar gafst upp enda staðan hrunin. Davíð Kjartansson sigraði á Haustmóti TR Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Öruggur sigur Davíð Kjartansson - með morgunkaffinu Kokkalandslið Ís- lands hlaut gull- verðlaun í báðum greinunum sem það keppti í í heims- meistrarakeppninni í matreiðslu sem fram fór í Lúxem- borg, þ.e. fyrir heita máltíð og fyrir kalda borðið. Þetta er frá- bær árangur hjá lið- inu, enda hefur það æft stíft síðustu 18 mánuði. Til ham- ingju. Elín. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Gullverðlaun Matreiðslumenn Matur verður að hafa sjónrænt gildi ekki síður en hæfni til að bræða bragðlaukana. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.