Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 51
Önnu frænku. Fyrst og fremst er það þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og verið hluti af fjölskyldu hennar. Þrátt fyrir að Anna hafi ekki eignast börn sjálf eignaðist hún stóra fjölskyldu sem voru systkina- börnin og síðar börn þeirra. Hún lét sér annt um alla, jafnt stóra sem smáa, menn sem málleys- ingja. Anna bar hag allra fyrir brjósti, rétti hjálparhönd hvar sem hún gat en gerði jafnframt þá kröfu að fólk stæði sína plikt. Hún vildi að það sinnti sínu af kostgæfni, menntaði sig eftir föngum og færi vel með fjár- muni og eigur. Anna var traust og trú. Hún gladdist ef frænd- systkinunum vegnaði vel í leik, námi eða starfi. Hún var eins og sönn ættmóðir og gerði ekki upp á milli „barna sinna“. Hún unni þeim öllum og skildi að lífið er margbreytilegt og engir tveir eru eins. Sumum kann að hafa þótt Anna beinskeytt á köflum en hún talaði beint frá hjartanu. Hugsi maður til þeirra aðstæðna sem Anna ólst upp við, heima á Staðarbakka, þar sem dauðinn knúði grátlega oft dyra og mörg systkini hennar féllu frá á unga aldri, er með ólíkindum hversu heilsteypt Anna var. Hún missti föður sinn kornung og þurfti að taka mikla ábyrgð á heimili og fjölskyldu. Aldrei bar hún sorgir sínar á torg en hélt lífsglöð áfram göngu sinni og smitaði út frá sér elju og dugnaði. Það fékk ég að reyna þegar ég vann hjá henni í Domus. Anna lét hlutina ganga og allir unnu glaðir með henni. Oft kom Anna til okkar norður að Staðarbakka og mörg jólin dvaldi hún hjá okkur á heimili foreldra minna. Ég man að mér fannst mikið vanta í jólahátíðina ef Anna kom ekki. Mér er minnisstætt að Anna fékk gjarnan það verkefni að setja okkur strákpjakkana í jóla- baðið. Það var ekki tekið vett- lingatökum, frekar en annað. Maður beit á jaxlinn meðan hár- ið var þurkað af miklum krafti og er raunar mesta furða að það skyldi þó tolla á fram yfir þrí- tugt. Eftir að ég flutti suður hef- ur verið fastur liður hjá okkur systkinunum sem búa hér syðra að halda jólaboð. Þar var Anna ætíð með okkur og lék við hvern sinn fingur. Þau verða öðruvísi boðin hér eftir en góðar minn- ingar lifa. Þegar ég og Ólöf kona mín eignuðumst dóttur ákváðum við að skíra hana Önnu í höfuðið á Önnu frænku. Oft kíktum við í heimsókn með þá stuttu á Berg- staðastrætið og þá setti Anna frænka oft lítinn dótakassa inn í svefnherbergi og síðan jarðar- berjamúslí í skál handa þeirri litlu. Barnið tíndi jarðarberin úr en skildi hitt eftir. Í mörg ár bað dóttirin okkur um að kaupa svona jarðarberjamúslí. Það var sama hvað við keyptum margar tegundir, aldrei fundum við neitt sem var eins gott og múslíið hjá Önnu, það var einstakt. Það var Anna frænka einnig, hún átti engan sinn líka. Nú hefur Anna frænka lokið sinni löngu ævi- göngu. Þótt sárt sé að kveðja átti hún hvíldina svo sannarlega skilið. Blessuð sé minning henn- ar. Það er svo margt að minnast á og margt sem ber að þakka. Ætíð verður eftirsjá að Önnu frá Staðarbakka. Jón Magnússon og fjölskylda. „Passið ykkur á þessu, þetta er stórhættulegt,“ sagði Anna frænka við mig, Helgu systur og Magnús föður minn er við heim- sóttum Önnu á dvalar- og vist- heimilið Grund í Reykjavík um mitt síðasta ár. Þarna var Anna að vísa til dálítils gólfhalla á gangi nálægt herbergi hennar. Hún stoppaði við og sagði fyrr- nefnd orð en brýndi jafnframt fyrir Helgu systur að styðja föð- ur minn yfir þessa „torfæru“. Síðan gaf hún í með göngugrind- ina yfir hallann og við fylgdum fast á eftir. Þá snarstoppaði hún og sagði: Hélstu ekki í pabba þinn? Nei sagði Helga. Þú áttir að gera það sagði Anna, hann hefði getað dottið. Við brostum út í annað og reyndum að gera lítið úr þessu en þetta var Anna, þá 95 ára en leit út eins og 75 ára. Hún hikaði ekki við að segja skoðun sína hvenær sem var enda mjög hreinskilin. Flestir tóku því vel enda vissu þeir hvaða persónu Anna hafði að geyma. Hún var mjög sjálfstæð en umhyggjusöm bæði um fólk og fénað, víkingur til vinnu og ósérhlífin með eindæmum. Hún vildi allt fyrir aðra gera en gerði lítið úr sínum eigin þörfum. Þeg- ar ég man fyrst eftir vann Anna í veislusal Domus Medica í Reykjavík. Þar stjórnaði hún um 19 ára skeið auk þess að baka, smyrja og leggja á borð fyrir stórar sem smáar veislur. Það var einhver sjarmi og ólýsanleg tilfinning að koma inn í Domus þegar Anna var að undirbúa veislu. Fyrir að aðstoða hana fékk maður að launum að smakka á afskurðum eða ein- hverju girnilegu úr síðustu veislu. Þá fann maður hvers lags snilldar bakari og kokkur Anna var. Hún fékkst við matreiðslu- störf mestallan sinn starfsaldur og þar kunni hún vel til verka. Eftir að móðir mín lést árið 1990 kom Anna norður og var þar um hríð og eldaði fyrir mig og bræð- ur sína og sinnti almennum heimilisstörfum. Hún kom raun- ar oft norður hin seinni ár og stóð þá vaktina í eldhúsinu frá morgni til kvölds. Maður fór ekki svangur frá borði þar sem Anna réð ríkjum, það var ekki í boði. Hún hafði mjög gaman af ferðalögum og fór í þau mörg bæði hérlendis og erlendis. Árið 2007 fóru ég og fjölskylda mín, Helga systir og Anna til Barce- lona að heimsækja Margréti dóttur Helgu og Vincent, kær- asta Margrétar. Þarna var gamla konan orðin 89 ára en það var ekki að sjá á henni. Hún fylgdi okkur eftir allar götur og upp brekkur og hafði mjög gam- an af þessari ferð enda er Barce- lona mjög skemmtileg borg. Lífið var á fótinn fyrir Önnu bæði andlega og líkamlega þó að gleðistundirnar væru líka margar. Hún missti marga nána ættingja á barns- og unglings- árum og hefur það eflaust verið erfitt að yfirstíga en hún gerði það samt og kvartaði aldrei. Á Bergstaðstræti bjó Anna lengi í lítilli íbúð á efstu hæð. Það var tröppugangur þangað upp en ekki kvartaði hún yfir því þó að árin færðust yfir. Það var nota- legt að koma á strætið að spjalla og þiggja veitingar enda gerði maður sér varla ferð í bæ- inn án þess að koma þar við. Það er skrítin tilfinning að Anna sé ekki lengur á meðal vor. Fallin er frækin kona. Guð blessi minningu Önnu Guð- mundsdóttur frá Staðarbakka. Gísli G. Magnússon. Anna Guðmundsdóttir frá Staðarbakka í Miðfirði lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 9. nóvember sl., 96 ára að aldri. Létt lund og jákvætt hugarfar hafa áreiðanlega átt sinn þátt í því að hún náði svo háum aldri. Hún var góðum gáfum gædd, fé- lagslynd, hafði ákveðnar skoð- anir og sagði óhikað meiningu sína án þess að móðga fólk eða særa. Anna var fríðleikskona, beinvaxin og tíguleg, með dökkt, fallegt hár, alltaf vel til höfð og glaðleg í fasi. Hún var vel verki farin og eftirsótt til vinnu. Alltaf var pláss fyrir gesti í litlu íbúð- inni hennar á Bergstaðastræti og nutu þeir góðs atlætis. Sigríð- ur systir Önnu var fyrri kona Karls, föður okkar systra. Guð- mundur og Garðar bræður okk- ar eru synir þeirra. Eftir lát Sig- ríðar voru þeir áfram til heimilis að Staðarbakka þó að pabbi byggi í Reykjavík um skeið. Þegar hann sneri til baka ásamt Gunnlaugu seinni konu sinni, mömmu okkar, var henni vel tekið af Staðarbakkafólki og voru þar hnýtt vináttubönd sem ætíð héldust. Anna var þar fremst í flokki og voru þær mamma miklar vinkonur alla tíð. Þær ferðuðust saman til út- landa, sungu saman í kór á efri árum og hittust oft. Samveru- stundir með Önnu og Staðar- bakkafólkinu voru okkur öllum mikils virði. Gagnkvæm jólaboð með góðum mat og spila- mennsku tíðkuðust og margar minningar eru tengdar Önnu bæði að norðan og úr Reykjavík. Þó að Anna byggi í Reykjavík í áratugi kenndi hún sig alltaf við Staðarbakka og fór þangað þegar hún kom því við til að vera samvistum við fjölskyldu sína þar. Þá notaði hún líka tækifær- ið til að heimsækja vini og kunn- ingja í nágrenninu. Önnu var mjög umhugað um velferð systk- inabarna sinna og hlúði að þeim eins og hún gat. Þau hugsuðu líka vel um hana þegar að því kom að hún þurfti á stuðningi að halda. Anna var heilsuhraust al- veg þar til hún var komin hátt á níræðisaldur, þá veiktist hún og náði ekki fullri heilsu eftir það. Hún hélt þó reisn og minni til hinstu stundar. Við Árnessystur erum þakk- látar fyrir hvað Anna reyndist okkur og foreldrum okkar alltaf vel og vonum að hún hafi vitað það þó að ekki hafi verið höfð mörg orð þar um. Nei, hættu nú alveg! hefði Anna sagt við lestur þessara orða. Hennar kynslóð var ekki alin upp við hól og átti ekki á hættu að ofmetnast þess vegna. Anna verðskuldaði þó mikið lof. Langri ævi Önnu Guðmunds- dóttur er lokið. Minningarnar ylja okkur sem eftir stöndum og við systur þökkum samfylgdina. Sigríður, Ragnhildur, Jóhanna og Ingibjörg Karlsdætur. Þegar við systur minnumst Önnu Guðmundsdóttur frá Stað- arbakka, koma fyrst upp í hug- ann orð eins og æðruleysi, dugn- aður og elska ásamt hreinskilni og festu. Hún var okkur systrum fyrirmynd um sterka og góða konu. Góðar minningar streyma fram, við syrgjum og söknum Anna var vinkona móður okk- ar og fjölskyldu og þekktust þær frá æsku, báðar úr Miðfirði í V- Húnavatnssýslu. Þær fluttust suður til Reykjavíkur sem ungar konur og styrktust vináttubönd- in enn frekar utan átthaganna. Þær voru sjálfstæðar konur, sem unnu hörðum höndum og fjárfestu í íbúð saman. Anna starfaði við veitinga- og veisluþjónustu lengst af hjá Smurbrauðsstofunni Birninum og Domus Medica. Hún var snillingur á þessu sviði, einstak- lega smekkvís og lagin. Árið 1963 fluttist móðir okkar til Vesturheims og Anna fluttist síðar að Bergstaðastræti 11a og bjó þar alla tíð. Ávallt hélst vin- skapurinn og tengslin við Önnu í gegnum heimsóknir, bréf og sendingar. Til merkis um dýr- mæta vináttu hennar og mömmu var önnur okkar skírð Anna í höfuðið á henni. Þegar fjölskylda okkar fluttist aftur heim til Íslands á áttunda áratugnum var stutt að hlaupa frá Óðinsgötu, þar sem við bjuggum, og heim til „Stóru Önnu“. Við systurnar hlupum í kapp niður á Bergstaðarstræti og slegist var um að verða fyrst til að styðja á dyrahnappinn. Í dyrasímanum heyrðist „Halló“ og við svöruðum „Þetta erum við“ og þá heyrðist: „Nú, eru þið bara komnar?“ Þessa upphafs- kveðju áttum við eftir að heyra oft á Bergstaðarstrætinu og síð- ar þegar við heimsóttum hana á Grund. Ótalmörg eru þau æv- intýri og uppátæki sem við vild- um deila með henni og alltaf sýndi hún frásögnum okkar áhuga. Þegar við uxum úr grasi og eignuðumst börn var hún á sama hátt mikilvæg þeim. Anna og mamma mynduðu óformlegan spilaklúbb með öðr- um góðum konum, flestar ætt- aðar úr Miðfirðinum. Allar voru þær á mismunandi aldri og tengslin góð. Þetta var hópur sem kom saman um helgar til að spila vist, en þær létu sig líka málin skipta. Þær ræddu öll heimsins mál, en það var einnig mikið hlegið og skellt uppúr. Þær skiptust á að bjóða heim og aldrei vantaði kræsingarnar. Lí- kjörsflaska var stundum dregin fram og skenkt í glös. Ef ein- hver forfallaðist vorum við syst- urnar stundum dregnar inn í þennan hóp og tókum virkan þátt í spilamennskunni. Þetta var bráðskemmtilegur hópur og góðir tímar. Þegar komið var að heimferð kom það oft í okkar hlut að skila öllum þessum kon- um heim til sín og vorum við ávallt kallaðar einkabílstjórarn- ir. Við ókum þeim heim, hverri af annarri. Árin liðu og smám saman fækkaði í hópnum og er Anna sú síðasta til að kveðja. Á þessum tímamótum kemur það upp í huga okkar hvort spilahópurinn sé ekki komin aftur saman til að spila, spjalla og hlæja. Ef til vill heyrist „Nú, ertu bara komin?“ þegar síðasta spilakonan er mætt í hópinn. Við þökkum elsku Önnu sam- fylgdina. Blessuð sé minning hennar. Fjölskyldu Önnu og ættingjum vottum við okkar innilegustu samúð. Jónína og Anna María Kárdal. MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, UNNARS JÓNS KRISTJÁNSSONAR, Kambahrauni 26, Hveragerði. Guðný Einarsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Kristján Óðinn Unnarsson, Birgitta Dröfn Sölvadóttir, Unnur Sylvía Unnarsdóttir, Unnar Logi Sigfússon. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, HELGU JÓHANNSDÓTTUR, Fannafold 178. Sérstakar þakkir til heimilisfólks og starfsfólks í Fannafold 178, sem og starfsfólks Vífilsstaðaspítala, fyrir hlýhug og umhyggju í garð Helgu okkar. Jóhann Hannesson, Margrét Sigfúsdóttir, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Jóhanna Jóhannsdótir, Birgir Þórisson, Jóhann Þórir, Hulda Björg og Margrét Hanna. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS GEIRSSONAR frá Reyðará. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir umhyggju og hlýju. Geir Þorsteinsson, Björk Pálsdóttir, Gunnar Bragi Þorsteinsson, Guðbrandur Ragnar Jóhannsson, Kristín Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. ✝ Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSU HARALDSDÓTTUR frá Sandi í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis að Lindargötu 57. Guð blessi ykkur öll. Þráinn Sigtryggsson, Haraldur Þráinsson, Guðný Gunnarsdóttir, Kristjana Þráinsdóttir, Sigurbjörg Þráinsdóttir, Vignir Guðmundsson og fjölskyldur. Mikið óskaplega er hægt að vera þakklátur. Mikið óskaplega átti ég góða móður og nú dýrmætar minningar. Móðir mín hefði orðið 80 ára 30. nóvember. Á slíkum tímamótum reikar hugurinn aftur til þess tíma sem Guð gaf okkur saman í gleði og kærleika. Hún bjó yfir mörgum góðum kostum, og ekki hefði verið hægt að hugsa Unnur Guðrún Jóhannsdóttir ✝ Unnur GuðrúnJóhannsdóttir fæddist á Akureyri 30. nóv. 1934 og lést á Landspítala Hringbraut 11. júní 1995. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Sigurjón E. Sigurgeirsson. Unnur Guðrún eignaðist tvær dæt- ur þær Þóru Ingi- björgu, maki Jóhann G. Frímann, og Árnýju Jóhönnu, maki Hans Henrik Christensen. Barnabörnin eru fjögur, Unnur Hlíf og Auður Bríet, og Sigurjón Eðvarð og Hans Freyr. sér betri móður. Hún var hugrökk, alltaf til staðar, þrautseig með ein- dæmum og myndar- leg húsmóðir. Þótt hún gengi ekki alltaf heil til skógar dáðist ég oft og iðulega að dugnaði hennar og krafti á ýmsum svið- um. Móðir mín greindist með berkla 7 ára gömul og barðist við þá til 27 ára aldurs. Auðvitað mörkuðu þau veikindi líf hennar. Móðir mín var hnarreist kona, hún bar mikla virðingu fyrir réttlæti og heiðar- leika og lifði þannig sjálf. Á þessum tímamótum gleðst ég yfir lífi þínu, ég sakna þín auðvitað oft sárlega en, mamma mín, það er vegna ástarinnar sem ég ber til þín og mun alltaf gera. Efst er þó þakklæti og gleði yfir að fá að vera dóttir þín og að geta fundið ná- lægð þína í huga og hjarta. Ævinlega Guði falin móðir mín. Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.