Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Til í svörtu, hvítu, rauðu Tilboðsverð kr. 106.900 Jólagjöfin í ár! fy heita sú kriftarbó VD diskur lgja með og burstuðu stáli! ð fylgir Vitamix sle jarmál og sv k og ar ig ps D Me pl r ávexti, gr nánast hvað y klaka og alla noð d Bý LÁGMÚLI 8 · REYKJAVÍK SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS MCS-333 Blu-ray heimabí ó 1000W. 5.1 kerfi, Blu-ray, DVD, CD, 3D, FM / Internet útvarp, 4xHDMI inn, 1xHDMI út, 2xUSB, 1xEthernet, 1xAux inn. 79.900 63.900 X-SMC0 0 iPod vagga · hvít 39.900 31.900 Helstu heimilistækin lækka strax um 17% en sjónvörp, hljómflutningstæki o.fl. um 20%. Vörugjöldin skorin ni›ur Heyrnartól með 30% afslætti Opið í dag kl. 11 -15 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Undanfarnar vikur og mánuði hafa orðið nokkrar umræður um sannsögli ráðherra og ráðvendni svo og um ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana er snýr að því að halda kostn- aði innan fjárlagaheim- ilda. Ráðherrar hafa verið sakaðir um að ljúga að þingi og þjóð og ráðvandir þingmenn hafa talað um að reka þyrfti úr starfi þá forstöðumenn ríkisstofnana sem fara fram yfir á fjárlögum. Þessi umræða snertir mig ónota- lega þar sem ég hef orðið illilega fyr- ir barðinu á óráðvöndum og ósann- söglum ráðherrum og embættis- mönnum. Örlagavaldar mínir lugu að þjóð- inni, lugu að þingheimi og lugu fyrir dómi. Þjóðin trúði lygunum, þingið varði lygarnar og dómstóllinn engd- ist. Mér var innrætt djúp virðing fyrir mannkostum þeirra og hæfni sem kjörnir væru og skipaðir til forsjár okkur fáráðum almúganum. Rætur þeirrar innrætingar tóra enn þótt mjög hafi stofninn skekist og lauf- skrúðið fallið á vegferð minni um mannheima, þá einkum við kynni mín af stjórnmálum og opinberri stjórn- sýslu. Við búum að sögn við þrískiptingu valdsins og aðskilnað í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Lög- gjafinn setur samfélaginu lög, fram- kvæmdavaldið sér um að lögum sé framfylgt og dómsvaldið ákvarðar lögmæti gjörða okkar og þá viðurlög við frávikum ef finnast. En er þetta svo, virkar þessi öryggisventill lýð- ræðisins, þrískipting valdsins? Þjóðin kýs fulltrúa sína til setu á Alþingi. Kosnir eru frambjóðendur, sem stjórnir og ráð stjórnmálaflokka hafa samþykkt að megi setjast á þing. Með röð- un frambjóðenda á lista hafa stjórnmálaflokk- arnir því þrengt mjög að kosningarétti al- mennings, réttinum til að velja sér fulltrúa á þing. Með röðun á lista eru 40-50 þingsæti af 63 þegar mönnuð og þau sem eftir eru verða set- in af einhverjum þeim, sem flokkarnir hafa ákveðið að kjósendur megi velja á milli. Að kosningum loknum er mynduð ríkisstjórn. Oftast eru það formenn tveggja eða þriggja stærstu flokk- anna á þingi, flokksforingjar meiri- hluta þingmanna, sem mynda meiri- hlutastjórn. Að venju setjast kjörnir þingmenn í ráðherrastólana og gegna þannig tveimur störfum. Þar með er sjálfstæði löggjafarvaldsins fallið. Forystumenn stjórnmálaflokk- anna velja sér flokksbræður til þing- setu og ráðherra úr þingliði. Ráð- herrar og embættiskerfið taka síðan að sér löggjafarvaldið, þannig að lagafrumvörp eru undirbúin og frá- gengin af stjórnarráðinu, samþykkt í ríkisstjórn, kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna og keyrð í gegn- um Alþingi. Séu stjórnarráðsmenn ósáttir við lagasetninguna má jafnvel tefja framkvæmd laganna með ákvæðum í reglugerðum. Löggjafarvaldið er sem sagt í höndum ráðherra og embættis- manna stjórnarráðsins. En hvað með dómsvaldið? Er það óháð valdastofn- un sem almenningur getur treyst? Kjósum við okkur dómara? Nei, for- ystumenn stjórnmálaflokkanna, sem komnir eru í ráðherrastóla, velja sér dómara í hæstarétt sem héraðsdóm. Hver er þá orðin staða lýðræðisins og þrískiptingar valdsins þegar stofnanir og forysta ríkisstyrktra stjórnmálaflokka ákveða hverjir megi verða þingmenn, hverjir skuli verða ráðherrar og hverjir komist í dómaraembætti? Foringjarnir setjast sjálfir í ráð- herrastóla og velja með sér trausta flokksmenn. Framkvæmdavaldið segir síðan Alþingi fyrir verkum og velur dómara á bæði dómstig. Við þessar aðstæður fara öflugir flokksgæðingar sínu fram, jafnvel á svig við almennt velsæmi, sem og lög og reglur. Þó almenningi ofbjóði framganga þeirra þurfa þeir engu að kvíða, flokksbræður þeirra og sam- herjar á þingi slá um þá skjaldborg og finna þeim síðan feit embætti, t.d. sem bankastjórar, forstöðumenn rík- isstofnana eða sendiherrar. Ein- hverjir þingmanna vilja reka for- stöðumenn ríkisstofnana fari þeir fram úr fjárlögum. Lítum á dæmi. Alþingi setur nákvæm lög um grunn- skóla ríkisins. Fyrirkomulag skóla- halds er nánar útfært í reglugerðum, námstilhögun í námsskrá. Kostnaður við kennslu ræðst í kjarasamningum. Að fyrirmælum og forsendum gefn- um reiknar forstöðumaður út heild- arkostnað ríkisins við framkvæmd laganna og skilar inn í viðkomandi ráðuneyti sem tillögu til fjárlaga. Ráðuneyti ber að skila raunhæfum niðurstöðum forstöðumanns til fjár- laganefndar en þá gerist það að hækkun útgjalda á milli ára þykir of mikil og ráðuneytið lækkar niður- stöðutölu forstöðumanns um 10%. Stjórnarliðar í fjárlaganefnd trúa fjárlagatillögum úr ráðuneyti ráð- herra síns og telja sig tryggja lög- boðna framkvæmd skólastarfs með samþykkt þeirra. Framkvæmd stendur óhögguð en fjárveiting skor- in niður um 10%. Óhjákvæmileg af- leiðing er framúrkeyrsla upp á rúm 11%, sem síðan er höfð til marks um óráðsíu forstöðumanns og óhlýðni við fjárlög! Það er varla hlutverk fram- kvæmdavaldsins að hindra fram- kvæmd lögboðinnar almannaþjón- ustu með óraunhæfum fjárlaga- tillögum eða tefja gildistöku laga með ákvæðum í reglugerðum. Ef framkvæmdavald og fjár- laganefnd valda hlutverki sínu þarf engan að reka; en verði þeim á mis- tök eða misgjörðir má alltaf kenna öðrum um og jafnvel refsa með brott- vísun. Mega ráðherrar ljúga? Eftir Sturlu Kristjánsson »Foringjarnir setjast sjálfir í ráðherrastóla og velja með sér trausta flokksmenn. Fram- kvæmdavaldið segir síð- an Alþingi fyrir verkum og velur dómara. Sturla Kristjánsson Höfundur er kennari, sálfræðingur og Davis-ráðgjafi. Les.is – www.les.is. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.