Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Vegna óvanalega mikils músagangs í húsum víða á landinu sendi Mat- vælastofnun frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að mýsnar eigi ekki að þurfa að þjást í drekking- argildrum. „Í baráttunni við að halda músa- gangi í skefjum er rétt að minna á að við eyðingu meindýra er óheim- ilt að beita aðferðum sem valda þeim óþarfa limlestingum og kvöl- um. Rétt er að minna á að sam- kvæmt lögum um velferð dýra er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Drekkingar- gildrur ólöglegar  Óheimilt að valda meindýrum óþarfa kvölum Morgunblaðið/Kristján Meindýr Mýs hafa sinn rétt þótt þær séu mörgum til ama. Olíufélögin lækkuðu í gær verð á bensíni um 2,00 kr. hvern lítra og 3,00 kr. hvern lítra af dísilolíu. Lækkunin nemur samtals 4,00 kr. á bensínlítra og 5,00 kr. á dísilolíulítrann á tveimur dögum, en frá því í júlí í sumar hefur N1 lækkað verðið á bensíninu um 27,90 kr. og á dísilolíu um 17,40 kr. Stefán Karl Segatta, eldsneytis- innkaupastjóri hjá N1, segir að lækk- unin nú sé tilkomin vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Í fyrradag hafi OPEC (Samtök olíu- framleiðsluríkja) tilkynnt að ekki yrði dregið úr framleiðslunni. Í kjöl- farið hafi verð á hráolíu fallið og í lok dags hafi lækkunin numið tæplega 6 dollurum á tunnuna. Það hafi haft mikil áhrif til lækkunar á bensín- og dísillítranum í fyrradag og aftur í gær. Tunnuverðið á hráolíu er nú um 73 dollarar, en var um 115 dollarar í júní sem leið. Þá var meðalverðið fyrir bensíntonnið tæplega 1.050 dollarar, en meðalverðið í nóvember stefnir á að verða tæplega 760 dollarar, að sögn Stefáns. Bensínlítrinn hjá N1 kostar nú 223,90 kr. Stefán bendir á að opinber gjöld af verði bensínlítrans séu um 52% fyrir utan greiðslur í flutningsjöfn- unarsjóð og vörugjöld til hafna. Hann bætir við að ómögulegt sé að segja til um bensín- og dísilverð í nánustu framtíð, því ýmislegt hafi áhrif á heimsmarkaðsverðið á hráolíu eins og til dæmis framleiðsla hráolíu í Bandaríkjunum. Bensínið lækkar enn á ný Morgunblaðið/Kristinn Eldsneyti Ýmislegt hefur áhrif á verðið á bensíni og dísilolíu.  Bensínlítrinn hefur lækkað um 27,90 krónur frá því í júlí Starfsfólk leikskólans Drafn- arsteins mætir á Bláa róló sem er á horni Túngötu og Bræðraborgar- stígs í Reykjavík,frá klukkan 10 til 14 í dag með kaffi og kakó, ýmis- legt góðgæti og annan varning til sölu. Þessi viðburður er til þess að safna fyrir námsferð sem starfs- fólkið ætlar að fara næsta vor. Markaður á Bláa róló Á morgun, fyrsta sunnudag í að- ventu, verða að- ventuljósin tendr- uð í fyrsta skipti í Kirkjuseli Graf- arvogssafnaðar á Spönginni í Reykjavík. Guðsþjónustan hefst kl. 13 í Kirkjuselinu og munu börn kveikja á svonefndu spádómskerti. Næstu sunnudaga á aðventunni verða tendruð ljós á hirðakerti, englakerti og Betle- hemskerti. Kveikt á aðventu- kransi í Kirkjuselinu Kveikt verður á spádómskertinu. GRÍPTU GÆSINA CHATEAU SPORTÍS SETTU ALVÖRU GÆÐI Í JÓLAPAKKANN! HYBRIDGE CITADEL MONTEBELLO KENSINGTON TRILLIUMVICTORIA kr.129.990.- kr.104.990.- kr.114.990.- LODGE kr.99.990.- kr.129.990.- kr.114.990.- kr.89.990.- kr.114.990.- MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.