Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 27

Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Vegna óvanalega mikils músagangs í húsum víða á landinu sendi Mat- vælastofnun frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að mýsnar eigi ekki að þurfa að þjást í drekking- argildrum. „Í baráttunni við að halda músa- gangi í skefjum er rétt að minna á að við eyðingu meindýra er óheim- ilt að beita aðferðum sem valda þeim óþarfa limlestingum og kvöl- um. Rétt er að minna á að sam- kvæmt lögum um velferð dýra er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Drekkingar- gildrur ólöglegar  Óheimilt að valda meindýrum óþarfa kvölum Morgunblaðið/Kristján Meindýr Mýs hafa sinn rétt þótt þær séu mörgum til ama. Olíufélögin lækkuðu í gær verð á bensíni um 2,00 kr. hvern lítra og 3,00 kr. hvern lítra af dísilolíu. Lækkunin nemur samtals 4,00 kr. á bensínlítra og 5,00 kr. á dísilolíulítrann á tveimur dögum, en frá því í júlí í sumar hefur N1 lækkað verðið á bensíninu um 27,90 kr. og á dísilolíu um 17,40 kr. Stefán Karl Segatta, eldsneytis- innkaupastjóri hjá N1, segir að lækk- unin nú sé tilkomin vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Í fyrradag hafi OPEC (Samtök olíu- framleiðsluríkja) tilkynnt að ekki yrði dregið úr framleiðslunni. Í kjöl- farið hafi verð á hráolíu fallið og í lok dags hafi lækkunin numið tæplega 6 dollurum á tunnuna. Það hafi haft mikil áhrif til lækkunar á bensín- og dísillítranum í fyrradag og aftur í gær. Tunnuverðið á hráolíu er nú um 73 dollarar, en var um 115 dollarar í júní sem leið. Þá var meðalverðið fyrir bensíntonnið tæplega 1.050 dollarar, en meðalverðið í nóvember stefnir á að verða tæplega 760 dollarar, að sögn Stefáns. Bensínlítrinn hjá N1 kostar nú 223,90 kr. Stefán bendir á að opinber gjöld af verði bensínlítrans séu um 52% fyrir utan greiðslur í flutningsjöfn- unarsjóð og vörugjöld til hafna. Hann bætir við að ómögulegt sé að segja til um bensín- og dísilverð í nánustu framtíð, því ýmislegt hafi áhrif á heimsmarkaðsverðið á hráolíu eins og til dæmis framleiðsla hráolíu í Bandaríkjunum. Bensínið lækkar enn á ný Morgunblaðið/Kristinn Eldsneyti Ýmislegt hefur áhrif á verðið á bensíni og dísilolíu.  Bensínlítrinn hefur lækkað um 27,90 krónur frá því í júlí Starfsfólk leikskólans Drafn- arsteins mætir á Bláa róló sem er á horni Túngötu og Bræðraborgar- stígs í Reykjavík,frá klukkan 10 til 14 í dag með kaffi og kakó, ýmis- legt góðgæti og annan varning til sölu. Þessi viðburður er til þess að safna fyrir námsferð sem starfs- fólkið ætlar að fara næsta vor. Markaður á Bláa róló Á morgun, fyrsta sunnudag í að- ventu, verða að- ventuljósin tendr- uð í fyrsta skipti í Kirkjuseli Graf- arvogssafnaðar á Spönginni í Reykjavík. Guðsþjónustan hefst kl. 13 í Kirkjuselinu og munu börn kveikja á svonefndu spádómskerti. Næstu sunnudaga á aðventunni verða tendruð ljós á hirðakerti, englakerti og Betle- hemskerti. Kveikt á aðventu- kransi í Kirkjuselinu Kveikt verður á spádómskertinu. GRÍPTU GÆSINA CHATEAU SPORTÍS SETTU ALVÖRU GÆÐI Í JÓLAPAKKANN! HYBRIDGE CITADEL MONTEBELLO KENSINGTON TRILLIUMVICTORIA kr.129.990.- kr.104.990.- kr.114.990.- LODGE kr.99.990.- kr.129.990.- kr.114.990.- kr.89.990.- kr.114.990.- MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.