Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Freyr Aðalsteinsson, sem fæddur er 1958 keppti á Akureyrarmótinu í ár, 40 árum eftir að hann keppti fyrst. Jafnhliða Bikarmóti Kraft- lyftingasambands Íslands sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi var haldið 40. Akureyrar- mótið, en kraftlyftingasamband Akureyrar, KFA, fagnar 40 ára af- mæli sínu á næsta ári. Freyr keppti í -93 kg flokki, en hann kom gagn- gert til Akureyrar til að taka þátt í mótinu. „Þetta mót fyrir 40 árum síðan var fyrsta mótið sem ég keppti á. Það var einnig fyrsta kraftlyftinga- mótið sem haldið var á Akureyri. Þannig að ég neyddist til að koma aftur og keppa,“ segir Freyr glaður í bragði en hann flaug frá Noregi þar sem hann býr. „Ég kom bara til að keppa og heimsækja soninn um leið. Nýta ferðina. Ég er enn mjög virkur í lyftingasalnum og er búinn að æfa og keppa öll þessi ár.“ Ætlaði að taka Íslandsmetið Freyr keppir í öldungaflokki og opnum flokki en hann var búinn að setja sér markmið fyrir keppnina. Það átti að ná sjálfu Íslandsmetinu í réttstöðulyftu í öldungaflokki sem er 260 kíló. „Ég ætlaði að lyfta 262 kílóum og byrjaði með 240 kíló á stönginni. Mér fannst ég ekki eiga 22 kíló inni eftir þá lyftu þannig að ég setti 260 kíló á stöngina og jafn- aði metið.“ Freyr reyndi að bæta metið um fimm kíló og setti 265 kíló á stöngina en upp vildi stöngin ekki. Alls reif Freyr upp 620 kíló í heildina á mótinu. „Ég er búinn að bæta mig um 100 kíló á þessum 40 árum því á þessu fyrsta móti lyfti ég 160 kílóum en núna fóru 260 kíló upp,“ segir hann og hlær. Lyftir þrisvar í viku Freyr segist aldrei hafa hætt að lyfta, hann mæti samviskusamlega í lyftingasalinn þrisvar í viku. „Að öllu jöfnu er ég að lyfta eftir mínu höfði en annars er ég í samvinnu við þjálfara sem er fyrrverandi lands- liðsþjálfari Norðmanna. Hann hef- ur hjálpað mér og það gengur vel.“ Ljósmyndir/Páll Jóhannesson Rifið upp Freyr hefur keppt oft undanfarin 40 ár, hér á Íslandi og í Noregi þar sem hann býr. Varð meðal annars Noregsmeistari öldunga. Hann flutti 1985 til Stavanger og ætlaði að vera í tvö ár til að byrja með. Búinn að bæta sig um 100 kíló á 40 árum  Freyr Aðalsteinsson lyfti 160 kílóum árið 1974 á Akureyrar- móti KFA en 260 kílóum í ár  Flaug frá Noregi til að taka þátt Átök Freyr jafnaði Íslandsmet öldunga. Lyfti 260 kílóum. ÁRMÚLA 38 – SÍMI 588 5010 – www.tivoliaudio.de Opið mánud. - föstud. 11-18 – laugardaga 12-16 Model One White/silver Model One Walnut /beige Model One Black/silver einnig í Cherry/silver Jólagjöfin... í eldhúsið Einstakt verð 26.995,- www.tskoli.is Upplýsingatækniskólinn Kynntu þér námið á tskoli.is/raftaekniskolinn Opið fyrir umsóknir á menntagatt.is Skapandi nám sem byggist á hugmyndavinnu og hönnun. Átt þú samleið með okkur? „Sumir dagar eru erfiðari en aðrir eins og við vitum flest. Þannig fékk lögreglan tilkynningu fyrir skemmstu á þann veg að fólk væri búið að hreiðra um sig í æfingaskýli á golfvelli einum í borginni.“ Þetta segir lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu á Facebook-síðu sinni. „Þar reyndust þreyttir finnskir ferðamenn hafa komið sér fyrir, en ástæðan var sú að þeir vildu síður bleyta tjaldið sem var meðferðis en ætlunin var að fara út á land daginn eftir og þá væri betra að vera með þurrt tjald. Af skiljanlegum ástæðum var frændum okkar Finnum bent á heppilegri náttstaði og tóku þeir ábendingunum vel,“ segir þar. Hreiðruðu um sig í skýli á golfvelli Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að nú hafi 748 milljónir jarðarbúa ekki aðgang að hreinu vatni og 2,5 milljarðar manna hafi ekki aðgang að salerni. Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að halda af stað í söfnun sem ber yfir- skriftina Hreint vatn breytir öllu en stærsti þátturinn í verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og Eþíópíu er að gera brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfn- unartanka. „Markmið Hjálparstarfsins er að létta undir með fólki sem býr við fá- tækt og efla virðingu fyrir mann- réttindum þess. Með aðgengi að hreinu vatni hef- ur allt líf mögu- leika á að vaxa og dafna,“ segir í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Send verður valgreiðsla upp á 2.500 krónur í heimabanka landsmanna en sjötíu og tvær greiddar valgreiðslur, eða 180.000 krónur, duga fyrir brunni sem gef- ur hreint vatn um langa framtíð. Einnig er hægt að hringja í söfn- unarsíma 907 2003 og dragast þá 2.500 krónur af símareikningnum. Jólasöfnun fyrir hreinu vatni í Afríku Vatn Nauðsynlegt öllu lífi í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.