Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 14

Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Freyr Aðalsteinsson, sem fæddur er 1958 keppti á Akureyrarmótinu í ár, 40 árum eftir að hann keppti fyrst. Jafnhliða Bikarmóti Kraft- lyftingasambands Íslands sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi var haldið 40. Akureyrar- mótið, en kraftlyftingasamband Akureyrar, KFA, fagnar 40 ára af- mæli sínu á næsta ári. Freyr keppti í -93 kg flokki, en hann kom gagn- gert til Akureyrar til að taka þátt í mótinu. „Þetta mót fyrir 40 árum síðan var fyrsta mótið sem ég keppti á. Það var einnig fyrsta kraftlyftinga- mótið sem haldið var á Akureyri. Þannig að ég neyddist til að koma aftur og keppa,“ segir Freyr glaður í bragði en hann flaug frá Noregi þar sem hann býr. „Ég kom bara til að keppa og heimsækja soninn um leið. Nýta ferðina. Ég er enn mjög virkur í lyftingasalnum og er búinn að æfa og keppa öll þessi ár.“ Ætlaði að taka Íslandsmetið Freyr keppir í öldungaflokki og opnum flokki en hann var búinn að setja sér markmið fyrir keppnina. Það átti að ná sjálfu Íslandsmetinu í réttstöðulyftu í öldungaflokki sem er 260 kíló. „Ég ætlaði að lyfta 262 kílóum og byrjaði með 240 kíló á stönginni. Mér fannst ég ekki eiga 22 kíló inni eftir þá lyftu þannig að ég setti 260 kíló á stöngina og jafn- aði metið.“ Freyr reyndi að bæta metið um fimm kíló og setti 265 kíló á stöngina en upp vildi stöngin ekki. Alls reif Freyr upp 620 kíló í heildina á mótinu. „Ég er búinn að bæta mig um 100 kíló á þessum 40 árum því á þessu fyrsta móti lyfti ég 160 kílóum en núna fóru 260 kíló upp,“ segir hann og hlær. Lyftir þrisvar í viku Freyr segist aldrei hafa hætt að lyfta, hann mæti samviskusamlega í lyftingasalinn þrisvar í viku. „Að öllu jöfnu er ég að lyfta eftir mínu höfði en annars er ég í samvinnu við þjálfara sem er fyrrverandi lands- liðsþjálfari Norðmanna. Hann hef- ur hjálpað mér og það gengur vel.“ Ljósmyndir/Páll Jóhannesson Rifið upp Freyr hefur keppt oft undanfarin 40 ár, hér á Íslandi og í Noregi þar sem hann býr. Varð meðal annars Noregsmeistari öldunga. Hann flutti 1985 til Stavanger og ætlaði að vera í tvö ár til að byrja með. Búinn að bæta sig um 100 kíló á 40 árum  Freyr Aðalsteinsson lyfti 160 kílóum árið 1974 á Akureyrar- móti KFA en 260 kílóum í ár  Flaug frá Noregi til að taka þátt Átök Freyr jafnaði Íslandsmet öldunga. Lyfti 260 kílóum. ÁRMÚLA 38 – SÍMI 588 5010 – www.tivoliaudio.de Opið mánud. - föstud. 11-18 – laugardaga 12-16 Model One White/silver Model One Walnut /beige Model One Black/silver einnig í Cherry/silver Jólagjöfin... í eldhúsið Einstakt verð 26.995,- www.tskoli.is Upplýsingatækniskólinn Kynntu þér námið á tskoli.is/raftaekniskolinn Opið fyrir umsóknir á menntagatt.is Skapandi nám sem byggist á hugmyndavinnu og hönnun. Átt þú samleið með okkur? „Sumir dagar eru erfiðari en aðrir eins og við vitum flest. Þannig fékk lögreglan tilkynningu fyrir skemmstu á þann veg að fólk væri búið að hreiðra um sig í æfingaskýli á golfvelli einum í borginni.“ Þetta segir lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu á Facebook-síðu sinni. „Þar reyndust þreyttir finnskir ferðamenn hafa komið sér fyrir, en ástæðan var sú að þeir vildu síður bleyta tjaldið sem var meðferðis en ætlunin var að fara út á land daginn eftir og þá væri betra að vera með þurrt tjald. Af skiljanlegum ástæðum var frændum okkar Finnum bent á heppilegri náttstaði og tóku þeir ábendingunum vel,“ segir þar. Hreiðruðu um sig í skýli á golfvelli Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að nú hafi 748 milljónir jarðarbúa ekki aðgang að hreinu vatni og 2,5 milljarðar manna hafi ekki aðgang að salerni. Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að halda af stað í söfnun sem ber yfir- skriftina Hreint vatn breytir öllu en stærsti þátturinn í verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og Eþíópíu er að gera brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfn- unartanka. „Markmið Hjálparstarfsins er að létta undir með fólki sem býr við fá- tækt og efla virðingu fyrir mann- réttindum þess. Með aðgengi að hreinu vatni hef- ur allt líf mögu- leika á að vaxa og dafna,“ segir í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Send verður valgreiðsla upp á 2.500 krónur í heimabanka landsmanna en sjötíu og tvær greiddar valgreiðslur, eða 180.000 krónur, duga fyrir brunni sem gef- ur hreint vatn um langa framtíð. Einnig er hægt að hringja í söfn- unarsíma 907 2003 og dragast þá 2.500 krónur af símareikningnum. Jólasöfnun fyrir hreinu vatni í Afríku Vatn Nauðsynlegt öllu lífi í heiminum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.