Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 65

Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 HeimildarmyndasmiðurinnKári G. Schram hefurlengi sérhæft sig í gerðmynda um íslenskan menningararf og má þá helst nefna: Blikið, sögu Melavallarins (2012), Fyrstu ferðina, sögu landa- fundanna (2003) og Sögu Íslands (1996). Nýjasta mynd hans, Jökl- arinn, sver sig ágætlega í þennan hóp. Myndin er safn svipmynda af einum frægasta „jöklara“ síns tíma, Þórði Halldórssyni (1905-2003), kenndum við jörðina Dagverðará sem stendur við rætur Snæfellsjök- uls. Þórður var í senn mikill sæ- garpur, refaskytta, listamaður, skáld og reikandi náttúrubarn. Lífskraftur hans var með þvílíkum eindæmum og atgervið svo hispurs- laust og glettið að nærvera hans var nánast ljóstillífandi. Þannig snart hann alla í kringum sig og nærði á göfugum þrótti um leið og hann miðlaði óspart af visku sinni um þjóðfræðileg efni og ýktum eig- in skáldskap. Áhorfendur sjá Þórð til að mynda staðhæfa, afar sposk- an á svip, sitjandi úti í móa, að hann sjálfur, Egill Skallagrímsson og Skugga-Sveinn séu merkileg- ustu Íslendingarnir! Þórður fær að leika lausum hala á tjaldinu, enda best til þess fallinn að lýsa sjálfum sér. Núið var hans stund, hann elti alla sína villtustu drauma og lifði til fullnustu með því að halda staðfastlega í sína sér- stæðu hætti og lífsviðhorf. Þannig rambaði hann úr einu stórbrotnu ævintýri yfir í annað án þess að virðast nokkurn tímann líta um öxl enda var ein lykilkenning hans sú að: „Það er sama hvað fyrir kemur; maður má aldrei æðrast! Aðeins má leyfa einni hugsun að komast að: Hvað er skynsamlegast að gera í stöðunni?“ Áhorfendur fræðast einnig um afar kostulega vináttu Þórðar við marga fremstu lista- menn síns samtíma. Hann virðist til dæmis hafa haft djúpstæð áhrif á menn eins og Gunnar Dal, Dieter Roth og Halldór Laxness, en marg- ar sögur Þórðar rötuðu nánast óbreyttar í skáldverkið Kristnihald undir jökli. Kári nær að draga fram afar líf- lega mynd af Þórði með því að klippa saman safn eldra myndefnis, splæsa nýju við og spila lýsandi frásagnir á hljóðrás yfir. Oft er erf- itt að henda reiður á hver talar yfir myndefninu og hvers eðlis tengsl sögumanna voru við Þórð. Nöfn lýsenda prentast vissulega á mynd- flötinn en flestir eru lítt kynntir og fara huldu höfði á meðan aðrir, t.d. Gunnar Dal, rifja endurtekið upp sín kynni í mynd. Myndefnið er misgamalt, flakkað er fram og til baka í tíma þannig að Þórður eldist og yngist á víxl og á stundum gæti óviss uppruni myndefnisins stuðað áhorfendur. Einnig eru hljóð- upptökur spilaðar þar sem Þórður sjálfur fer með gáskafull ljóð og sögur en þá er sem betur fer oft birt ljósmynd af tilefninu og við- staddir félagar lauslega kynntir við upphaf afspilunar. Kvikmyndataka Kára í viðbættu myndefni verkar eins og kynngi- magnandi merkingarauki á heild- ina. Ljósbrot og skuggar leika um tjaldið, sólstafir brjótast gegnum ský, Snæfellsjökull fyllir oft ramm- ann og lögur leikur eftirminnilega við land. Tónlistarundirspil og graf- ísk vinnsla giftist sömuleiðis vel við framvinduna. Skemmtileg mynd- blöndun og viðbætt blágrá ára alls myndefnis slær dulan og ljóðrænan tón og nær enn fremur að binda misgæðagott gamla efnið saman. Ekki skapast augljós samfella líkt og í hefðbundnum frásagnar- kvikmyndum því myndefnið tengist fremur lífrænt og grafískt. Myndin er því brotakennd, impressíónísk og listræn líkt og Þórður var sjálf- ur. Frásögnin er opinská og hvat- vísleg en nær um leið ákveðinni nánd við persónu sína í hennar náttúrulega umhverfi þannig að magnaði Jöklarinn nær ljóstillífun nærveru sinnar til áhorfenda hand- an tíma og rúms. Kári nær í þess- ari mynd líkt og fyrri verkum sín- um að varðveita dýrmæta arfleifð þjóðarinnar og draga upp afar lif- andi mynd af goðsagnakenndri per- sónu sem svo sannarlega á erindi við komandi kynslóðir. Mannleg náttúra undir jökli Arfleifð „Kári nær í þessari mynd líkt og fyrri verkum sínum að varðveita dýrmæta arfleifð þjóðarinnar og draga upp afar lifandi mynd af goðsagnakenndri persónu,“ segir m.a. í gagnrýni um Jöklarann. Hér sést Þórður á stillu. Bíó paradís Jöklarinn bbbmn Leikstjórn, handrit, stjórn kvikmynda- töku, klipping og framleiðsla: Kári G. Schram. Meðframleiðandi: Hollvina- félag Þórðar frá Dagverðará. Heimild- armynd, 49 mín. Ísland 2014. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Morgunblaðið/Styrmir Kári Kunn Hin þekkta sænska myndlistarkona Yvonne Larsson í sýningarsal Norræna hússins fyrir framan eitt stórra málverkanna á sýningunni. Fyrsti þáttur af sjö í nýrri gaman- þáttaröð, Hreinn Skjöldur, verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld kl. 21.10. Steindi jr. fer með aðal- hlutverk þáttanna, leikur mann sem heitir því skemmtilega nafni Hreinn Skjöldur og segir í þátt- unum af honum, bestu vinkonu hans og bróður hennar. „Dagurinn sem serían fer í loftið verður stór dagur fyrir grínunnendur,“ er haft eftir Steinda jr. í tilkynningu vegna þáttanna sem hann skrifaði einnig handritið að og framleiddi með Ágústi Bent Sigbertssyni og Magn- úsi Leifssyni. Hreinn Skjöldur er einfaldur maður og áhrifagjarn sem kemst m.a. í tæri við andsetinn skólastjóra, neðanjarðarátkeppni og djammara sem yfirtaka Herjólf. Einfaldur og áhrifagjarn Hreinn Skjöldur Morgunblaðið/Golli Steindi jr. Fer með hlutverk Hreins Skjaldar í samnefndum gamanþáttum. 7 12 POWERSÝNING KL. 10 Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 L L MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (p) MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 MÖRGÆSIRNAR 3D Sýnd kl. 2 DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 2 - 5 - 8 - 10:20 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.