Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið/Golli Hugsjónakona Líffræðingurinn Rannveig Magnúsdóttir hjá Landvernd. Malín Brand malin@mbl.is Regnskógarnir eru heim-kynni um helmings líf-vera jarðarinnar en á 20.öld rýrnuðu þeir um tæp- an helming vegna skógarhöggs, landnáms til ræktunar og beitar, ná- magraftar og vegalagna. Rýrnunin heldur áfram og haldi þróunin áfram munu regnskógarnir hverfa áður en langt um líður. Vís- indamenn eru uggandi yfir þessari staðreynd og leita leiða til að sporna við rýrnuninni. Pálmaolían er oft nefnd í sömu andrá og regnskóg- arnir og fyrir því er góð og gild ástæða, eins og fram kom í inn- gangi. Pálmaolían vel falin Í nýútkominni bók þeirra Rak- elar Garðarsdóttur og Margrétar Marteinsdóttur, Vakandi veröld – ástaróður, er meðal annars fjallað um hvernig mat- og snyrtivörufram- leiðendur hafa beitt brögðum til að leyna því að þeir noti pálmaolíu í vörurnar, með því að kalla hana öðr- um nöfnum í innihaldslýsingum og stundum er jafnvel bara minnst á jurtaolíu. Rannveig Magnúsdóttir er doktor í spendýravistfræði og starf- ar hjá Landvernd. Hún hefur skoð- að útbreiðslu pálmaolíu og áhrif ræktunar hennar á lífríki regnskóg- anna. „Merkingarnar eru oft svo vit- lausar, pálmaolían merkt sem jurta- olía eða formúla, þannig að ég held að enginn sé með yfirsýn yfir hversu algengt er að olían sé notuð í snyrti- vörur. En þegar kafað er ofan í mál- in er hún í gríðarlegum fjölda snyrtivara,“ segir Rannveig. Það sem freistar framleiðenda öðru fremur við pálmaolíuna er verðlagið. En það er annað sem hefur áhrif, út- skýrir Rannveig. „Á sínum tíma fór heimurinn í stríð við transfitusýrur og komst umræðan á visst hræðslu- stig. Þó að umræðan um pálmaolíu hafi þá þegar verið hafin held ég að þetta hafi hrint af stað snjóflóði og matvælaframleiðendur fóru að leita annað. Þeir töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar þeir fundu pálmaolíuna sem er mettuð fitusýra þannig að þegar hún er hituð upp Fegurð á kostnað regnskóganna? Ein ódýrasta olía sem völ er á til vinnslu snyrtivara og ýmissa matvæla er pálmaolía. Margir setja þó spurningarmerki við notkun olíunnar vegna þess að olíupálminn vex eingöngu í hitabeltinu og hefur „lungum jarðar“, sjálfum regnskógunum, verið rutt burt til að búa til pláss fyrir olíupálmaplantekrur. Rannveig Magnúsdóttir líf fræðingur telur brýnt að neytendur séu á verði. Hugmyndir Bókin Vakandi veröld. Í dag frá klukkan 10:10 - 13:10 verður haldin ráðstefna í stofu 101 í Odda þar sem fjallað verður um stöðu og vernd íslenskra mófuglastofna. Fuglavernd stendur fyrir ráðstefn- unni og verður þar einnig rætt um þá ábyrgð sem maðurinn ber á mófugl- um í alþjóðlegu samhengi. Erindin byggjast á nýlegum eða nýjum rann- sóknum í fuglafræðum og er nið- urstaðan fróðleg fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslensku fuglalífi. Ráðstefnan ber yfirskriftina: Eiga mófuglar undir högg að sækja? Staða stofna, búsvæðavernd og al- þjóðlegar skyldur. Í upphafi ráðstefn- unnar verður lagt fram yfirlit yfir ís- lenskar mófuglategundir og útbreiðslu þeirra en einnig verður fjallað um áhrif landbúnaðar og skóg- ræktar og svo verður sérstakur fyr- irlestur um mat á stofnum og hvernig best fari á að vakta þá. Vefsíðan www.fuglavernd.is Morgunblaðið/Ómar Spói Staða mófugla verður rædd á ráðstefnunni sem Fuglavernd stendur fyrir. Fuglavernd ræðir stöðu mófugla Í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvals- stöðum frá kl. 13-16 í dag verður ör-námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára. Leiðbeinandi er Þór Sigurþórsson myndlistarmaður og verður kannað hvernig náttúran getur birst á mismunandi máta sem efniviður í myndlistarverkum. Þátttakendur skoða fyrst sýningu Andreasar Erikssonar, Roundabo- uts/Efsta lag, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum og vinna síðan myndir þar sem hugmyndir og efn- ið eru sótt á einn eða annan hátt til náttúrunnar. Ekki þarf að skrá sig á nám- skeiðin og þátttaka er ókeypis. Endilega ... ... farið með börnin á námskeið Morgunblaðið/Einar Falur Námskeið 7-10 ára börn eru velkomin. Á morgun, laugardaginn 29. nóv- ember, verður jólabasar KFUK opinn á milli klukkan 14 og 17. Að basarnum standa félagskonur KFUM og KFUK á Íslandi en basarinn á sér rúmlega 100 ára sögu sem gerir hann sennilega að elsta basar landsins. Boðið er upp á handunnar vörur og ýmiss konar heimabakað hnossgæti. Á hverju ári koma saman hópar kvenna á öllum aldri og sauma, hekla, prjóna og föndra vörur fyrir basarinn en allur ágóði rennur til æskulýðs- starfs félagsins. Vinnu og efnis- kostnað gefur félagsfólk. Æskulýðs- starf félagsins skiptist í yngri deildir, unglingadeildir og ungmennastarf. Til yngri deilda heyra 9-12 ára krakkar og þau sem eru á aldrinum 13-16 ára til- heyra unglingadeildum. Ungmenn- astarf féagsins er einkum fólgið í sam- starfi við Kristilegu skólahreyfinguna. Innan hennar starfa Kristileg skóla- samtök fyrir 16-20 ára og Kristilegt stúdentafélag fyrir ungmenni á aldr- inum 20–30 ára. Auk þess að geta gert góð kaup á jólagjöfum eða jólaskreytingum má komast í jólaskap á basarnum þar sem iðulega er jólaandi í loftinu. Sérstakt jólakaffihús er starfrækt á staðnum og þar má kaupa vöfflur og heitt kakó. Basarinn er haldinn í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 og er nánari upplýsingar um hann að finna á vef- síðu félagsins, www.kfum.is, og á Facebooksíðunni www.facebook.com/kfumogkfuk. Endilega … … mætið á jólabasar KFUK Basar Ýmiss konar handverk er selt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.