Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 12
Ljósmynd/Garðabær/Birt með leyfi
Eftirsótt Byggingarsvæðið er sunnan við knattspyrnuhúsið Fífuna.
Fyrir utan áformaða uppbyggingu sem rakin er hér til hliðar hafa nokkrir
aðilar leitað til Garðabæjar og spurst fyrir um skipulag á byggingarlandi
við Reykjanesbraut norður af Akrahverfinu og austur af Arnarnesinu og
einnig á svokölluðum Héðinsreit við Lyngás.
Á þessum svæðum gæti risið nokkur hundruð manna byggð. Fyrr-
nefnda landið er í eigu Arion banka og ATAFLs.
Spurst fyrir um skipulagið
SVÆÐI NORÐAN VIÐ AKRAHVERFIÐ
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íbúafjöldi í Garðabæ gæti ríflega
tvöfaldast á næstu 15 árum með
uppbyggingu nýrra hverfa. Ríflega
14 þúsund manns bjuggu í Garðabæ
um síðustu áramót og gæti þeim
fjölgað í allt að 30 þúsund 2030.
Gunnar Ein-
arsson, bæjar-
stjóri Garða-
bæjar, segir að á
næstu misserum
verði tekin
ákvörðun um
hversu hratt bær-
inn verður byggð-
ur upp. Nýtt aðal-
skipulag verður
samþykkt innan
tveggja ára.
Niðurstaðan mun skera úr um
hversu þétt verður byggt í sveitarfé-
laginu.
Íbúum Garðabæjar fjölgaði um
2.500 við sameiningu sveitar-
félagsins við Álftanes 1. janúar 2012.
Margfaldur sá fjöldi mun búa í hin-
um nýjum hverfum.
Munu nálgast 20.000 árið 2020
Hver sem niðurstaðan verður er
ljóst að í lok þessa áratugar verður
íbúafjöldinn farinn að nálgast 20.000
með uppbyggingu þeirra ríflega
1.120 íbúða sem flokkaðar eru í töfl-
unni hér til hliðar, auk þeirrar upp-
byggingar sem ekki hefur verið tek-
in endanleg ákvörðum um.
Fyrirhuguð uppbygging í Garða-
bæ gæti farið fram á fimm svæðum.
Í fyrsta lagi eru ráðgerðar allt að
1.600 íbúðaeiningar í Urriðaholti,
sem þýðir byggð fyrir 4-5 þúsund
manns. Í öðru lagi eru áformaðar
700 íbúðaeiningar í Hnoðraholti,
norður af Urriðaholti, sem þýðir um
2 þúsund manna byggð. Í þriðja lagi
hafa einkaaðilar haft hugmyndir um
að byggja allt að 630 íbúðaeiningar í
Setbergslandinu, vestur af Urriða-
holti, sem ætti að þýða tæplega 2
þúsund manna byggð. Í fjórða lagi
var á sínum tíma gert rammaskipu-
lag með 8.000 manna byggð í Garða-
holti á Álftanesi. Eftir sameiningu
Garðabæjar og Álftaness er það
skipulag komið á byrjunarreit.
Í fimmta lagi eru áform um að
þétta byggð á Álftanesi í Breiðu-
mýri, Kirkjubrú og Sveinskoti með
alls um 140 einingum. Alls gætu um
17 þúsund manns búið á þessum
fimm svæðum.
Að mati Gunnars er ekki æskilegt
að íbúafjöldinn í Garðabæ fari mikið
yfir 30.000 íbúa, enda sé það heppi-
leg rekstrareining fyrir sveitarfélag.
Hann segir skipulagsvinnuna unna í
nokkrum þrepum.
Uppsöfnuð þörf fyrir húsnæði
„Nú er unnið að skipulagslýsingu.
Það er fyrsti áfangi áður en farið er í
eiginlega vinnu við aðalskipulag. Sú
lýsing er kynnt íbúunum og þá koma
fram ábendingar. Þegar aðal-
skipulag liggur fyrir eru einstaka
svæði rammaskipulögð og þá er
ákveðið hversu margar einingar
skulu vera. Síðan þegar ramma-
skipulagið er samþykkt förum við í
deiliskipulagsvinnu sem felur í sér
smáatriði í útfærslum. Svona er að-
alskipulagsvinnan,“ segir Gunnar.
Hann segir mikilvægt að við gerð
svæðisskipulags þurfi sveitarfélögin
að tryggja að uppbygging umferðar-
mannvirkja haldist í hendur við
íbúafjölgun.
„Það er mikil ásókn í að búa í
bæjarfélaginu. Það er greinilegt að
verktakar og aðrir meta stöðuna
þannig að það hafi skapast upp-
söfnuð þörf fyrir húsnæði. Hvort sú
þörf skilar sér eða menn byggja of
mikið og sitja þá uppi með tómt hús-
næði á eftir að koma í ljós. Það gæti
alveg eins orðið. Nú er rosalega mik-
ið í pípunum og spurning hvort eftir-
spurn sé eftir þessu öllu. Verktakar
eru ekki að tala saman. Þeir eru
hver á sínum báti. Það er eins með
sveitarfélögin. Hvert sveitarfélag er
á sínum bás. Þau hafa ekki talað
nægilega mikið saman að mínu mati.
Auðvitað þurfa menn að tala saman
til að leysa til dæmis umferðar-
málin,“ segir Gunnar sem telur það
sérstakt við skipulagsmál í Garðabæ
að þar sé mikið af landi í einkaeigu,
t.d. Urriðaholtið, Setbergslandið og
svæðið norðan við Akrahverfið.
„Ef við hleypum uppbyggingu á
þeim svæðum af stað er það á
ábyrgð viðkomandi aðila hvað sölu
íbúða varðar en ekki bæjarfélagsins.
Yfirleitt er það þannig að þeir aðilar
sem eiga þessi einkalönd vilja
byggja meira og nýta landið eins og
mögulegt er. Það má segja að það sé
eðlileg nálgun. Það er hins vegar
ekki víst að það henti sveitarfé-
laginu,“ segir Gunnar.
Stefnt að tvöföldun Garðabæjar
Íbúum sveitarfélagsins gæti fjölgað úr ríflega 14 þúsund um síðustu áramót í 30 þúsund árið 2030
Fimm byggingarsvæði í pípunum Bæjarstjóri telur skorta á samráð sveitarfélaga um skipulag
Fyrirhuguð byggingarsvæði í Garðabæ
Urriðaholt
Svæði norðan
Akrahverfis
Garðaholt
Setbergsland
Álftanes
A) Breiðumýri
B) Kirkjubrú
C) Sveinskoti
Friggjarreitur/
Lyngás
Hnoðraholt
Áætluð uppbygging íbúða í Garðabæ næstu ár*
Sérbýli Fjölbýli 2015 2016 2017 2018 Síðar
Sveinskot
Kirkjubrú
Breiðamýri
Garðahraun
Sjáland
Lyngás
Urðargrund
Miðbær
Akrar
Urriðaholt
Samtals
15
26
6
31
30
210
318
90
106
119
88
400
803
1.121
3
50
30
30
15
100
228
7
13
3
40
66
15
48
15
100
307
8
13
16
23
16
10
150
236
30
160
190
60
100
160
1.121
*Heimild: Bæjarstjórn Garðabæjar
Gunnar
Einarsson
Auk þeirrar fyrirhuguðu upp-
byggingar sem fjallað er um hér
að ofan eru áform um að byggja í
Vetrarmýri við Vífilsstaði.
Að sögn Gunnars Einarssonar,
bæjarstjóra Garðabæjar, hafa
fjárfestar og þróunarfélög sýnt
því áhuga að byggja þar upp
heilsutengda starfsemi, svo sem
skurðstofur. Hann segir ótíma-
bært að ræða málið frekar á
þessu stigi en lætur þess þó getið
að fjárfestarnir hafi meðal ann-
ars velt fyrir sér kostum þess að
reisa hótel við Vífilsstaði í
tengslum við þá heilsutengdu
starfsemi sem þar kann að rísa.
Landspítalinn hefur verið með
rekstur á Vífilsstöðum frá því í
fyrrahaust, nánar tiltekið rými
fyrir 42 sjúklinga sem bíða á
spítalanum eftir dvöl á hjúkr-
unarheimili.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum er mikil þörf
fyrir þessa þjónustu og fátt sem
bendir til þess að ný hjúkr-
unarheimili muni fylla skarðið.
Rekstrinum verði því haldið
áfram. Þá fengust þær upplýs-
ingar að skurðstofur hefðu aldr-
ei verið á Vífilsstöðum.
Má ætla að fjárfestar hyggist
því reisa skurðstofur við hlið Víf-
ilsstaða og nýta gamla húsið fyr-
ir reksturinn.
Morgunblaðið/Eggert
Vífilsstaðir Þegar Vífilsstaðahælið var opnað formlega 5. sept. 1910 var
þar berklahæli og hjúkrunarheimili. Hælinu var svo breytt í spítala.
Fjárfestar vilja
reisa skurðstofur
Greina tækifæri á Vífilsstöðum
Scalarider
74.990,- kr
parið
Hjól, sleði eða fjórhjól?
Nítró sport / Kirkjulundi 17
210 Garðabæ / Sími 557 4848
www.nitro.is
Við eigum jólagjafirnar!
Hi-tex galli
Jakki 49.980,- kr
Buxur 39.980,- kr
Kjálkahjálmur
34.990,- kr
TILBOÐ
Crosshjálmur
29.990,- kr
RST hanskar
12.990,- kr
Hleðslutæki
frá 9.990,- kr
Aðeins
1 kg.
Castle sleðaskór
34.990,- kr
Við erum á Vetrar
líf 2014
sýningunni alla he
lgina
Opið í dag kl. 12-15