Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eigi meðferðin að vera árangursrík
þarf fjölskyldan að vera samtaka,“
segja Berglind Brynjólfsdóttir sál-
fræðingur og Ólöf Elsa Björnsdóttir
hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur.
Þær starfa á Barnaspítala Hringsins
á göngudeild fyrir börn með offitu.
Deildin ber heitið Heilsuskóli
Barnaspítalans og hófst starfsemi í
þeirri mynd sem hún er nú vorið
2011. Áður fór fram rannsókn í rúm
fimm ár á meðferð fyrir börn með of-
fitu og fjölskyldur þeirra.
Þverfaglegt starf
Árangur rannsóknarmeðferð-
arinnar var, segja þær stöllur, mjög
góður. Því voru settir peningar í að
koma upp göngudeild til að sinna
þessum málum. Þverfaglegt teymi
sex stétta starfar í Heilsuskólanum
og skipa það sálfræðingur, hjúkr-
unar- og lýðheilsufræðingur, nær-
ingarfræðingur, barnalæknir, fé-
lagsráðgjafi og íþróttafræðingur.
„Börn sem eru með offitu geta
þróað með sér ýmsa sjúkdóma eins
og sykursýki og fitulifur. Einnig
geta komið fram ýmis álagseinkenni
í stoðkerfi. Árangursríkast er að
grípa inn í sem fyrst,“ útskýrir Ólöf
Elsa. Bætir við að mælingar sýni að
um 5% íslenskra barna séu með of-
fitu, sem er nokkru hærra en gerist
hjá hinum norrænu þjóðunum.
Hugræn atferlismeðferð er út-
gangspunkturinn í starfi heilsuskól-
ans þar sem lögð er áhersla á heilsu
umfram holdafar. Er meðal annars
byggt á fræðum bandaríska sálfræð-
ingsins Lindu Craighead, sem lagði
sérfræðingum Landspítalans til efni
sérsniðið að börnum.
Ofan meðalkúfu
Hópmeðferðin stendur yfir í sex
vikur með mætingu þrisvar í viku.
Þeim sem hentar ekki hópurinn er
boðin einstaklingsmeðferð. Þegar
meðferðinni svo sleppir kemur eft-
irfylgni; viðtöl með reglulegu milli-
bili næsta árið í það minnsta.
Börnum sem koma í heilsuskólann
er skipt gróflega upp í tvo hópa, ann-
ars vegar 7 til 12 ára og hins vegar
13 til 18 ára.
Á spítalann koma börnin gjarnan
að hvatningu skólahjúkrunarfræð-
inga, heilsugæslufólks eða annarra
eftir atvikum. Meðferð hefst jafnan
á samtölum við lækni og hjúkr-
unarfræðing, þar sem farið er heild-
stætt yfir sögu og heilsu hvers og
eins og næstu skref ákveðin. Við-
miðið er að börn sem komi í heilsu-
skólann séu 2,5 staðalfrávikum fyrir
ofan meðalkúrfu í BMI eða hafi
þyngst hratt á skömmum tíma.
„Svo tökum við inn í dæmið ýmsar
fráviksbreytur svo sem líkamlegt
ástand almennt, beinabyggingu og
fleira slíkt,“ segir Berglind.
Saddur og svangur
Í heilsuskólanum er lögð áhersla á
heilsusamlegar lífsvenjur. Þar er
farið er eftir lýðheilsumarkmiðum
landlæknis svo sem um aukna
neyslu á grænmeti og ávöxtum,
meiri hreyfingu og minni kyrrsetu.
Foreldrar og börn fá einnig fræðslu
um líkamsímynd, hvernig hugsanir
hafa áhrif á líðan og hegðun og þjálf-
un svengdarvitundar. Felst hún í því
að þekkja muninn á hvenær maður
er svangur og saddur.
„Við erum misnæm í því að þekkja
þessar tilfinningar. Foreldrum er
einnig kennt að nota jákvæða styrk-
ingu, umbunarkerfi og herminám,“
segir Berglind.
Inngrip sem
fyrst er
árangursríkt
Góður árangur í Heilsuskóla Barna-
spítalans 5% íslenskra barna eru með
offitu Þátttaka fjölskyldu í meðferð
er mikilvæg Þverfaglegt starf
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Meðferð „Börn sem eru með offitu geta þróað með sér ýmsa sjúkdóma eins og sykursýki og fitulifur," segja
Berglind Brynjólfsdóttir, til vinstri, og Ólöf Elsa Björnsdóttir sérfræðingar hjá Heilsuskóla Barnaspítalans.
Morgunblaðið/Kristinn
Íþróttir Hreyfing er öllum mikilvæg, þá ekki síst börnum á þroska- og mót-
unarskeiði, en þá er lagður er grunnur að framtíð og þar með góðri heilsu.
Í hópmeðferð Heilsuskólans
býðst börnunum að kynna sér
starfsemi ÍR, Klifurhússins,
Mjölnis og hnefaleikafélagsins
Æsis. Samstarf við þessi
íþróttafélög skiptir, að sögn
Berglindar og Ólafar Elsu,
miklu fyrir Heilsuskólann. Eru
börnin jafnframt ánægð hversu
vel er tekið á móti þeim. Skól-
inn er einnig í samstarfi við
sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni
við Háaleitisbraut í Reykjavík
og ýmsa aðra sjúkraþjálfara.
„Nú hafa rúmlega 200 skjól-
stæðingar leitað til okkar síð-
ustu fjögur árin. Árangurinn er
yfirleitt mjög góður og því
mikilvægt að halda þessu
starfi áfram,“ segir Ólöf Elsa
Björnsdóttir um starfsemi
þessa.
Klifur og
hnefaleikar
SAMSTARF VIÐ ÍÞRÓTTAFÉLÖG
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þess má vænta að umhverfis- og
skipulagsráð Reykjavíkur afgreiði
tillögu um breytt deiliskipulag á
reitnum sem afmarkast af Lauga-
vegi, Frakkastíg, Klapparstíg og
Grettisgötu á næsta fundi sínum
sem haldinn verður eftir 10 daga.
Hjálmar Sveinsson, formaður ráðs-
ins, staðfesti þetta í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Ferlið er þannig að starfsmenn
umhverfis- og skipulagssviðs leggja
fram drög að svörum við öllum
þeim athugasemdum sem bárust
við tillöguna. Úr því að þessi mála-
miðlun varð ofan á, að silfurreyn-
irinn fær að standa og gömlu litlu
húsin verða flutt, þarf að finna
þeim stað.
Reykjavíkurborg tekur þessi hús
og Minjavernd mun gera þau upp.
Starfsmenn hennar eru heilmiklir
sérfræðingar í að gera upp svona
hús og koma þeim í verð, þannig að
þótt talsverður kostnaður hljótist af
þessu fyrir borgina mun hún fá
hann til baka að hluta eða öllu leyti
þegar búið verður að selja húsin,“
sagði Hjálmar.
Hann segir að
nú sé verið að
skoða hvert hús-
in verði flutt, en
Minjastofnun
setti það sem
skilyrði í umsögn
sinni um tillög-
una að húsin
yrðu áfram part-
ur af hinni fín-
gerðu timburhúsabyggð sem er á
þessu svæði.
Flutt í næsta nágrenni
Líklega yrðu húsin flutt á bíla-
plön aðeins vestan við Grettisgötu
17 og gerð upp þar. Borgin ætti
annað þessara bílaplana að hluta til
og þau væru ekki nema um hundr-
að metrum vestan við Grettisgötu
17.
„Augun beinast svolítið að þeim
stað, því þar væri hægt að koma
báðum húsunum fyrir hlið við hlið
og jafnvel hægt að byggja eitthvað
við þau, þannig að þau hæfi kröfum
nútímafólks um rými. Ég tel að það
myndi fara ljómandi vel um húsin
þar,“ sagði Hjálmar.
Friðuðu húsin
flutt og gerð upp
Áhersla á að götumyndin haldi sér
Hjálmar
Sveinsson
Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is
Dekkjasala
og þjónusta Varahlutir
Bifreiða-
flutningar
Endurvinnsla
bifreiða