Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
GÓÐGERÐASTOFNUN KENNETH COLE HEFUR Í 30 ÁR SKULBUNDIÐ SIG AÐ STYÐJA ÞÁ SEM ÞURFA AÐSTOÐ.
!"
#"
#$!"
$$%$
!!
"%%
# "
"%"
% %
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
#"
#! "
$!%
!!#
$"
# !
"#%
%!%
$
#"!
#$#"
$$#%
!!%
"
# !$
"#
% #"
#!!%
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Líkur eru á því
að Frakkland verði
fyrsta landið sem
sektað verði af ESB
fyrir að mæta ekki
kvöðum sam-
bandsins um að-
hald í ríkisrekstri.
Framkvæmda-
stjórn ESB úrskurðaði í gær að Frakkar
hefðu gengið of skammt í því að koma
ríkisfjármálum í lag. Stjórnvöld í Frakk-
landi höfðu samþykkt að koma fjár-
lagahalla undir 3% af landsframleiðslu
á næsta ári, en nú eru horfur á að hall-
inn verði 4,3%. ESB hefur gefið Frakk-
landi þriggja mánaða frest til þess að
gera bragarbót á þessu, sem og Ítalíu
og Belgíu.
Auknar líkur á að Frakk-
land verði sektað af ESB
● Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst
var 7,1% meira en í ágúst árið áður.
Aflaverðmæti botnfiskafla jókst hins
vegar um 27%.
Á 12 mánaða tímabili frá september
2013 til ágúst 2014 dróst aflaverðmæti
íslenskra skipa saman um 9,7% miðað
við sama tímabil ári fyrr.
Aukning varð í verðmæti þorskafla
um 9,1% og ýsuafla 4,4%, en á sama
tíma varð samdráttur í flatfiski, skel-
fiski og uppsjávarafla.
Aflaverðmæti í ágúst
jókst um 7,1% milli ára
STUTTAR FRÉTTIR ...
virði ríflega 15 milljarða króna, til
tveggja ára. Skuldabréfið ber 3%
fasta vexti og var fyrsta erlenda út-
gáfa bankans í evrum.
Bankarnir hafa sagt að þeir stefni
að reglulegri skuldabréfagáfum á
mörkuðum. Hins vegar er ljóst að
þeir eru hikandi við að ráðast í stærri
útgáfur miðað við þau hlutfallslega
háu vaxtakjör sem þeim bjóðast á
mörkuðum, á sama tíma og þeir sjá
ekki fram á brýna þörf fyrir erlenda
fjármögnun eins og sakir standa.
Þannig greindi Morgunblaðið frá því
í maí sl. að Arion banki hefði stefnt að
því að ráðast í 300 milljóna evra
skuldabréfaútgáfu til þriggja ára.
Hætt var við útgáfuna þegar ljóst
varð að þau kjör sem bankinn hafði
upphaflega í huga – 300 punkta álag á
Euribor-millibankavexti – væru ekki
í boði við þáverandi markaðsaðstæð-
ur.
Aukin erlend samkeppni
Fram kom í greiningu Deutsche
bank að íslensku bankarnir hefðu náð
talsverðum árangri síðustu ár í að
endurskipuleggja reksturinn og
draga úr kostnaði. Það væri hins veg-
ar brýnt að ráðast í enn frekari hag-
ræðingaraðgerðir, ekki síst samtímis
þeirri þróun að bankar annars staðar
á Norðurlöndum gera sig meira gild-
andi í að veita útlán til stórra útflutn-
ingsfyrirtækja á Íslandi. Morgun-
blaðið greindi frá því 25. september
sl. að norski stórbankinn DnB Nor
muni fjármagna að stærstum hluta
þær 40 milljarða fjárfestingar sem
eru fyrirhugaðar hjá sjávarútvegs-
fyrirtækjum í nýsmíði skipa.
Fáar skuldabréfaútgáfur
skýra hærri vaxtakjör
Erlend fjármögnun
» Í greiningu sem Deutsche
Bank gerði fyrir SFF kemur
fram að fáar skuldabréfaútgáf-
ur íslensku bankanna skýri að
hluta til hátt vaxtaálag miðað
við aðra evrópska banka.
» Íslensku bankarnir geta
vænst þess að greiða helmingi
hærri vexti – um 265 punkta
álag yfir millibankavexti – fyrir
fjármögnun í evrum saman-
borið við írska banka.
» Bankarnir eru hikandi við að
ráðast í stórar útgáfur.
Með tíðari útgáfum ætti vaxtaálag á útgáfur bankanna að lækka tiltölulega hratt
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Fáar og litlar skuldabréfaútgáfur ís-
lensku bankanna á erlendum mörk-
uðum fram til þessa skýra að hluta til
að þau vaxtakjör sem þeim bjóðast
um þessar mundir eru talsvert hærri
en annarra evrópskra banka. Miðað
við vaxtaálag á skuldabréfum sem
írskir bankar hafa gefið út að und-
anförnu, þá geta íslensku bankarnir
vænst þess að þurfa að greiða helm-
ingi hærri vexti, hyggist þeir sækja
sér fjármögnun á erlendum lána-
mörkuðum.
Þetta var á meðal þess sem kom
fram í greiningu Deutsche Bank um
samkeppnishæfni íslenska banka-
kerfisins í evrópsku samhengi, sem
var kynnt í fyrradag á SFF-deginum
á vegum Samtaka fjármálafyrir-
tækja. Með tíðari skuldabréfaútgáf-
um íslensku bankanna ættu þó að
skapast forsendur fyrir því að vaxta-
álagið geti lækkað tiltölulega hratt.
Séríslenskar aðstæður
Þrátt fyrir að fjárhagsstaða ís-
lensku bankanna gefi til kynna að
þeir eigi að geta sótt sér lánsfé í er-
lendum gjaldeyri á betri kjörum, þá
telur Deutsche Bank að vegna sér-
íslenskra aðstæðna sem bankakerfið
glímir við þá muni fjármögnunar-
kostnaður þeirra verða hærri en ann-
arra norrænna banka. Batnandi fjár-
mögnunarkostnaður íslensku
bankanna muni meðal annars haldast
í hendur við hærri lánshæfiseinkunn,
skýrara eignarhald á bönkunum og
losun fjármagnshafta
Íslandsbanki og Arion banki hafa
gefið út skuldabréf á erlendum mörk-
uðum frá árinu 2013 og hafa fjárfest-
ar í útboðunum einkum verið frá
Skandinavíu. Síðast gaf Íslandsbanki
út bréf fyrir 100 milljónir evra, jafn-
Hærri fjármögnunarkostnaður íslenska ríkisins og bankanna
- punktar yfir millibankavöxtum
Íslensku bankarnir
Írsku bankarnir
Írska ríkið
Íslenska ríkið
Evrópskir bankar með hæstu lánshæfiseinkunn
Jan. 14 Apr. 14 Jún.14 Sep. 14Jan. 14 Apr. 14 Júl. 14 Okt. 14Feb. 14 Maí. 14 Agú. 14 Okt. 14Mar. 14 Jún. 14 Agú. 14 Nóv. 14
300
250
200
150
100
50
0
Heimild: Deutsche Bank
Mikil hjöðnun verðbólgu gefur tilefni
til frekari vaxtalækkana, segir Þor-
steinn Víglundsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í
leiðara nýs fréttabréfs samtakanna.
Þorsteinn bendir á að verðbólga
undanfarna tólf mánuði hafi aðeins
verið 1% og minni en undangengin
16 ár. Stöðugt verðlag sé mikið fagn-
aðarefni og til marks um góðan ár-
angur peningastefnu Seðlabankans
og kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði.
Þá hafi launahækkanir samrýmst
verðstöðugleika að mestu og verð-
bólga farið hjaðnandi allt frá gerð
kjarasamninga fyrir nærri ári.
,,Kaupmáttur launa hefur á sama
tíma aukist um nærri 5% að með-
altali. Það er langt umfram það sem
forsendur eru fyrir. Meðalaukning
kaupmáttar hér á landi undanfarinn
aldarfjórðung var 1,3% á ári, sem er
bæði í samræmi við framleiðniþróun
og það sem gengur og gerist í ná-
grannalöndunum,“ segir Þorsteinn.
Verðlækkun í október feli í sér að
virkir raunstýrivextir Seðlabankans
hafi hækkað umtalsvert og séu nú
komnir yfir 4%. ,,Viðmið bankans
hefur verið að raunvextir séu í kring-
um 3% þegar efnahagslífið fer úr
slaka í spennu, eins og um þessar
mundir. Ljóst er því að umtalsvert
svigrúm hefur skapast fyrir vaxta-
lækkun.“ Hann telur mikilvægt að
góður árangur í hagstjórn skili sér í
lægri raunvöxtum. Því sé brýnt að
Seðlabankinn lækki vexti frekar við
næstu vaxtaákvörðun 10. desember
næstkomandi. brynja@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
SA Þorsteinn Víglundsson segir raun-
stýrivexti hafa hækkað verulega.
Tilefni til frekari
vaxtalækkana
Hjöðnun verð-
bólgu skapar svig-
rúm að mati SA