Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 35

Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Mánudaginn 24. nóv- ember 2014 var birt niðurstaða EFTA- dómstólsins þar sem hann kemst að því að lántakendum á Íslandi hafi í einhverjum til- fellum verið veittar rangar upplýsingar er þeir tóku verðtryggð lán. Vísað er til þess að endurgreiðsluferlar verðtryggðra lána hafi verið birtir á föstu verðlagi en rétt- ara hefði verið að birta þá miðað við þekkt verðbólgustig á lántökudegi sem jafngildir ágiskun um verð- lagsþróun á lánstímanum. Óvissa um verðlag Niðurstaða EFTA-dómstólsins byggist á tilskipun um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Til- skipunin er samin með tiltölulega stutta greiðslufresti í huga í löndum þar sem verðbólga er jafnan hófleg og breytist lítið. Sú aðferð sem gengið er út frá í tilskipuninni við mat á verðmæti endurgreiðslu gefur yfirleitt ágætis nálgun við slíkar að- stæður. Þegar um löng lán, svo sem fasteignalán, er að ræða, sér í lagi þar sem töluverð óvissa er um þróun verðlags, fæst mun betri mynd af virði endurgreiðslna með því að setja þær fram á föstu verðlagi. Mismunandi mæli- kvarðar Þegar fjárhæðir eru tilgreindar í krónum leiða breytingar á verðlagi (þ.e. breyt- ingar á virði hverrar krónu) til þess að mælieiningin breytist með tímanum (og það sama á við alla gjaldmiðla). Að bera saman fjárhæð sem til- greind er í krónum í dag við fjárhæð sem fellur til eftir fimm ár felur í sér samanburð í ólíkum mælieiningum. Þúsund krónur eftir fimm ár jafn- gilda 854 krónum í dag ef verðbólga er að jafnaði 3% en aðeins 353 krón- um ef verðbólga reynist að jafnaði 13% á ári í þessi fimm ár. Verðmæti 1.000 króna eftir 40 ár er jafnt og 688 krónur á verðlagi í dag ef verð- bólga verður að meðaltali 3% en að- eins 0,2 krónur ef verðbólgan er 13%. Greiðsluferill til margra ára sem tilgreindur er í krónum felur því ekki í sér upplýsingar um virði end- urgreiðslnanna. Þegar lánað er til langs tíma og óvissa ríkir um þróun verðlags er nauðsynlegt að upplýsa um greiðslur á föstu verði þannig að allar fjárhæðir séu mældar í sömu einingu. Gagnslausar „upplýsingar“ Tökum dæmi um tvö 40 ára verð- tryggð fasteignalán, lán sem tekin eru í ársbyrjun 2009 og 2011. Fjár- hæð lánanna er nánast sú sama að raunvirði, raunvextir þeir sömu og endurgreiðslutími jafn langur. Mán- aðarleg afborgun af láninu sem tekið er í ársbyrjun 2009 er 50 þúsund krónur á verðlagi þess tíma. Mán- aðarleg greiðslubyrði tveimur árum síðar hefur hækkað í 54.259 krónur vegna verðbólgu. Það er jafnt mán- aðarlegri greiðslu lánsins sem tekið er í ársbyrjun 2011. Mánaðarleg greiðsla af lánunum verður jöfn út líftíma þeirra, en síðasta greiðsla lánsins sem tekið var í byrjun árs 2009 fer fram í janúar 2049 og loka- greiðsla lánsins sem tekið var í árs- byrjun 2011 verður í janúar 2051. Greiðsluáætlanir lánanna sem miðast við verðbólgu síðustu tólf mánaða þegar lánin eru tekin (og eru því réttar í skilningi EFTA- dómstólsins) eru afar ólíkar. Sam- kvæmt slíkri greiðsluáætlun þarf í janúar 2015 að greiða 139.148 krón- ur af láninu sem tekið var 2009, en aðeins 58.273 krónur af láninu sem tekið var 2011. Samt vitum við að greiðslurnar verða í raun og veru nákvæmlega jafn háar eða tæplega 63 þúsund krónur. Samkvæmt greiðsluáætlununum sem miðast við liðna verðbólgu á lántökudegi verður lokagreiðsla lánsins frá 2009 næst- um því 46 milljónir króna (nánar til- tekið 45.957.624). Í sama mánuði á samkvæmt greiðsluáætlun lánsins frá 2011 að greiða af því 106.879 krónur. Þetta er 430-faldur munur. Við vitum að þetta eru gagnslausar „upplýsingar“ og að í janúar 2049 verður greiðsla af báðum lánunum jafn há. Betri upplýsingar ef verðlag er fast Óvissu um verðmæti endurgreiðslnanna er eytt með því að færa allar fjárhæðir lánasamn- ings sem tengdar eru þróun verð- lags á fast verð (þ.e. miðað er við óbreytt verðlag, sem er það sama og að birta fjárhæðir miðað við 0% verðbólgu). Samanburður á fjárhæðum sem falla til yfir langan tíma er villandi og getur leitt til illa grundaðra ákvarðana. Misskilningurinn sem felst í því að króna í dag og króna eftir 5 ár eða 25 ár eða 40 ár séu samanburðarhæfar er vel þekktur og hefur verið kallaður peningaglýja (e. money illusion). Niðurstaða EFTA-dómstólsins um að það sé betra að veita upplýsingar um end- urgreiðslur verðtryggðra lána í krónutölum hvers árs miðað við þekkt verðbólgustig á lántökudegi frekar en að birta allan greiðslufer- ilinn á föstu verði byggist á þessum misskilningi. Að halda því fram að það felist betri upplýsingar í ferli fjárhæða þar sem virði hverrar greiðslu er óþekkt en í greiðsluferli sem birtur er á föstu verði er jafn rangt og að halda því fram að tveir plús tveir séu fimm. Eftir Lúðvík Elíasson » Greiðsluáætlanir langra lána miðað við liðna verðbólgu eru gagnslausar en áætlanir á föstu verði gefa upp- lýsingar um greiðslu- byrði og virði greiðslna. Lúðvík Elíasson Höfundur er hagfræðingur hjá Seðla- banka Íslands. Skoðanir sem koma fram í greininni eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabankans. Peningaglýja par excellence Jólasprell Þessir krakkar í Kringlunni brugðu á leik fyrir ljósmyndara. Ómar Skólaganga ís- lenskra barna frá byrjun grunnskóla til loka framhaldsskóla tekur 14 ár á meðan sambærileg skóla- ganga í nágranna- löndum tekur að meðaltali 12 eða 13 ár. Réttilega hefur verið spurt að því hvort á skil- virkni skorti í íslensku skólakerfi og hvernig sé hægt að bæta úr því. Tillaga menntamálaráðherra er að stytta skuli framhaldsskólastigið úr fjórum árum í þrjú. Framhalds- skólunum sjálfum er nú fyr- irskipað að endurskipuleggja nám- ið með þetta í huga og hefur aukaviku verið bætt við kennsluár- ið til að vega upp fjórða námsárið sem er skorið niður. Þetta þýðir að í stað fjórða ársins skulu koma þrjár vikur. Hvaða áhrif hefur þetta á menntunarstig þeirra sem útskrif- ast úr framhaldsskólum á Íslandi? Svarið hlýtur að vera einfalt: Hluti menntunarinnar er höggvinn af og hverfur úr skólakerfinu. Í stað þess að fá aukna menntun á styttri tíma munu íslenskir nemendur ein- faldlega læra minna. Í aðgerðinni felast engar úrbætur hvorki á verknámi né bóknámi. Slíkur niðurskurður menntunar er ekki aðgerð sem hægt er að kenna við marga mennta- málaráðherra í sögu landsins. Þó er til alþekkt sögulegt fordæmi Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem 1928 skar Menntaskólann í Reykjavík gróflega niður með því að takmarka inntöku nemenda, segja kennurum upp og loka skól- anum fyrir efnaminni nemendum með skólagjöldum. Athyglisvert er nú að bæði elsti bekkjarkerfisskólinn, MR, og elsti áfangakerfisskólinn, MH, hafa lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri skerðingu námsins. Á sama tíma hefur Háskóli Ís- lands gefist þannig upp á gæðum náms í framhaldsskólum að í fyrsta skipti í sögu landsins breið- ast formleg inntökupróf – í þeim greinum sem kenna bar til fulls í framhaldsskólum – eins og eldur í sinu um háskóladeildir. Hefur menntamálaráðherra engar áhyggjur af því að slíkur tvíverkn- aður sé óskilvirkur og dýrkeyptur? Á sama tíma sýna tölur frá menntamálaráðuneytinu sjálfu að einungis 44% innritaðra nýnema ljúka framhaldsskólanámi á til- settum tíma, sem að jafnaði er á fjórum árum. Ástæður brottfalls eru af ýmsum toga, en skv. skýrslu menntamálaráðuneytis um brott- fall á vorönn 2013 stóðust 25% brottfallsnemenda ekki kröfur um mætingaskyldu og 6% var vikið úr skóla vegna brota á skólareglum. Andleg og líkamleg veikindi settu strik í reikninginn hjá 17% brott- fallsnemenda. Hefur mennta- málaráðherra engar áhyggjur af því að aðgerðin geri ekkert fyrir þessa nemendur? Af hverju má stytting námstíma til stúdentsprófs ekki ná til grunn- skólans? Samkvæmt lögum nr. 92/ 2008, um framhaldsskóla, er nám á framhaldsskólastigi skipulagt sem framhald náms á grunnskólastigi. Hlutverk framhaldsskóla er skil- greint í lögunum í annarri grein. Þar segir m.a.: „Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun.“ Forsendur til að sækja sér frek- ari menntun eftir framhaldsskól- ann felast í því að hafa nægilega margar einingar á stúdents- skírteininu til að geta sótt um há- skóla, hérlendis eða erlendis. Svig- rúm til að bæta við sig aukaeiningum í framhaldsskóla þarf að vera fyrir hendi, sér- staklega fyrir þá sem hyggja á nám erlendis. Fyrirhuguð stytting þrengir og jafnvel útilokar mögu- leika íslenskra stúdenta til þess, sér í lagi þegar sótt er um skóla- vist í erlendum háskólum. Það hef- ur verið staðfest af skóla- yfirvöldum t.d. í Danmörku. Því verður ekki trúað að vilji íslenskra menntamálayfirvalda standi til þess að íslenskir námsmenn geti einungis sótt sér framhaldsnám á Íslandi. Athyglisvert er fyrir menntamálaráðherra Sjálfstæð- isflokksins að athuga að í lands- fundarályktun allsherjarnefndar og menntanefndar Sjálfstæðisflokks- ins segir m.a.: „Mikilvægt er að gefa nemendum tækifæri til að út- skrifast úr námi með fjölbreyttari hætti en nú er gert, til dæmis með aukinni stigskiptingu náms þar sem ákveðnum áfanga er náð í lok hvers stigs.“ Þetta fellur mjög vel að hugmyndum sem rektor Menntaskólans í Reykjavík hefur lagt fram varðandi inntöku grunn- skólanema eftir 9. bekk í mennta- skólann – aðferð sem mjög góð reynsla er af bæði norðan heiða og sunnan. Illskiljanlegt er að menntamálaráðherra skuli ekki taka slíkum tillögum fagnandi – þó ekki væri nema vegna þess að slíkt myndi fela í sér sparnað fyrir skattborgara og aukna menntun nemenda. Grunnskólanemi kostar samfélagið töluvert meira en menntaskólanemi í bóknámi. Miðstýringarhugmyndir sem eiga að steypa alla framhaldsskóla í sama mót mega ekki takmarka sjálfstæði einstakra framhalds- skóla til að þróa eigin námskrár og bjóða nemendum upp á skýrt val. Leyfum mismunandi skólum að halda sérstöðu sinni og metum að verðleikum góðan árangur. Það hefur reynst farsælast að einbeita sér að úrbótum þar sem þeirra er þörf, en láta það sem vel hefur gengið í friði. Slíkt á sérstaklega við um hugmyndir um styttingu framhaldsskólans án nánari skoð- unar á heildarskipulagi skólagöngu frá byrjun til stúdentsprófs. Eftir Kristínu Heimisdóttur og Kristrúnu Heim- isdóttur »Hluti menntunar- innar er höggvinn af og hverfur úr skólakerf- inu. Í stað þess að fá aukna menntun á styttri tíma munu íslenskir nemendur læra minna. Kristrún Heimisdóttir Kristín Heimisdóttir er tannlæknir og Kristrún Heimisdóttir er lögfræð- ingur. Þær eru báðar í stjórn Holl- vinafélags MR. Er Hriflu-Jónas genginn aftur? Kristín Heimisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.