Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Það er árvisst skemmtiefni þegar menn fara á flug í kjölfar sam-ræmdra prófa í íslensku. Það verður allt vitlaust. Mætir menn viljaleggja prófin niður enda búnir að sannfæra sjálfa sig um að þau séuá góðri leið með að leggja tunguna í rúst og drepa áhuga nemenda á
móðurmálinu ævilangt. En: Oft hef ég hitt háskólanema sem þakka einmitt
samræmdu prófunum það litla sem þeir þó fengu að læra í málfræði.
Í þetta sinn sprakk sprengjan út af sögninni hlakka. Það mátti ekki spyrja
um hana. Vissulega er hún hættuleg: Andri litli hans Péturs Gunnarssonar
sagði „mér hlakkar til“. Faðirinn leiðrétti og sagði „mig hlakkar til“. Móðirin
lymskufull: „Ég hlakka til“. Faðirinn yfirgaf hana í kjölfarið.
Í heitum potti á dögunum vildu allir ræða um móðurmálið. Íslenskan deyr
ekki meðan þannig er ástatt.
Einn benti á að fréttabörnin skildu oft ekki venjulegt mælt mál. Þannig
stóð í fyrirsögn að „níundi hver karlmaður“ stríddi við tiltekinn vanda. En átt
var við níu af hverjum tíu. Merkingin hafði snúist við, líkt og þegar „blikur á
lofti“ urðu jákvæð teikn og
orðið „öndverður“ var látið
merkja „ofanverður“; og
orðasambandið „myrkur í
máli“ notað um þann sem
var „ómyrkur í máli“. En
stundum verður breyting á
merkingu orða í aldanna rás,
sbr. „eyðimerkurnar“ í Eiríks sögu rauða. Þetta voru eyðiskógar.
Annar (endurskoðandi) vakti athygli á að alþjóðlegar viðmiðunarreglur á
sviði endurskoðunar væru sjaldnast þýddar á íslensku; þetta hefði í för með
sér að innan stéttarinnar slettu menn ensku í síauknum mæli og töluðu t.d.
um „fraud“ [frb. frod] en ekki svik.
Sá þriðji bætti því við að aukin umræða um tungumálið tengdist m.a. því að
mönnum væri farið að blöskra hvað mikið væri slett, t.d. í spjallþáttum
(aktjúallí; praktikallí, trend, dúbíos, skeptikal, heví o.s.frv.).
Höldum áfram að ræða um móðurmálið, jafnvel í léttum dúr. Eftirfarandi
þrjú dæmi eru tekin af sveitasíma:
1) Elsti maðurinn í HEIMI býr auðvitað í Skagafirði.
2) Litli kútur spurði afa: Hvað gerir maður við gamalt nautahakk? Býr
maður kannski til eldri borgara?
3) Er ekki tilvalið að taka upp götuheitið Íbúfen (sbr. Faxafen og Fákafen)
í Skeifunni þegar farið verður að byggja íbúðarhús á þeim fallega stað? Íbúa-
fen eða Íbúðafen kæmi líka til greina (í trausti þess að framburðurinn verði
nógu óskýr til að renna saman við hitt). [Ég gaf „lík“.]
Dóttir Eiríks rauða laungetin var Freydís. Hún var „svarri mikill“. Mér
kom hún í hug þegar ég sá myndir af „raunveruleikastjörnu“, fráhnepptri að
ofan og neðan. Freydís sá skrælingja í vígahug sækja að sér. Hún leitaði til
skógar og fann þar fyrir dauðan mann; hún tók sverð hans og bjóst til að
verja sig. Þá komu skrælingjar að henni. „Hún dró þá úr brjóstið undan
klæðunum og slettir á beru sverðinu. Við þetta óttast skrælingjar og hlupu
undan á skip sín og reru brott“ (11. k.).
Faxafen og Íbú(a)fen
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Það getur verið flókið að búa á eyju norður í höfum,sem er fjarri öðrum mannabyggðum. Um aldirhefur t.d. búið um sig tortryggni í þjóðarsálinni ígarð þeirra, sem flytja inn vörur og selja eyjar-
skeggjum. Grunsemdir um að þeir misnoti þá aðstöðu er
landlæg. Og hún er kannski ekki að ástæðulausu. Mark-
aðurinn er lítill og aftur og aftur ná einstök fyrirtæki allt
að því einokunarstöðu.
Aðstaða Dana sem búa á suðurhluta Jótlands er önnur.
Þeir keyra reglulega yfir landamærin til Þýzkalands, þar
sem verð á neyzluvörum er mun lægra en í Danmörku, og
kaupa í matinn.
Undanfarnar vikur hefur orðið allt að því verðhrun á ol-
íumörkuðum. Tunnan af olíu, sem í júní sl. kostaði 115 doll-
ara, var í fyrradag komin niður í rúmlega 76 dollara. Sumir
greinendur spá því að hún fari niður í 60 dollara á næstu
fjórum vikum.
Þá spyrja landsmenn að vonum: skilar þessi verðlækkun
á heimsmarkaði sér til neytenda? Um þessa spurningu var
m.a. fjallað hér í Morgunblaðinu í fyrradag, fimmtudag.
Þetta eru hefðbundnar umræður. Almannarómur hefur
lengi talið að olíufélögin hefðu samráð sín í milli um verð
og raunar hefur það verið staðfest að svo hafi verið í eina
tíð. Talsmenn neytenda telja að verð hækki hraðar ef verð-
hækkun verður á mörkuðum en að það taki lengri tíma fyr-
ir verðlækkanir að skila sér til neytenda. Talsmenn olíu-
fyrirtækjanna mótmæla slíkum
ásökunum og ein af skýringum þeirra
er líka hefðbundin, þ.e. að gengisbreyt-
ingar komi hér við sögu og rugli stund-
um myndina.
Tortryggni almennings snýr auðvit-
að að fleirum en olíufélögunum. Það
sama á við ef t.d. gerðar eru breytingar
á sköttum. Lækki virðisaukaskattur
t.d. á einhverjum vörutegundum veltir fólk því fyrir sér
hvort sú lækkun skili sér öll til neytenda.
En nú er komið upp nýtt og athyglisvert sjónarhorn í
umræðum af þessu tagi. Sú var tíðin að „vondir“ kapítal-
istar áttu þessi fyrirtæki og margir voru tilbúnir til að trúa
öllu hinu versta á þá. En hvernig horfa þessi álitamál við,
þegar lífeyrissjóðir, sem eru í eigu fjölmennra hópa al-
mennra borgara, eru orðnir ríkjandi eignaraðili í mörgum
stórum fyrirtækjum?
Einn af viðmælendum Morgunblaðsins í fyrradag um
þessa lykilspurningu, þ.e. hvort lækkun á olíuverði á
heimsmarkaði skili sér að fullu til neytenda hér, var for-
stjóri eins olíufélaganna, N1.
Skv. upplýsingum á heimasíðu þess olíufélags er ljóst að
lífeyrissjóðir eiga meirihluta í N1 eða tæplega 54%.
Hvaða áhrif hefur sú eignaraðild á verðstefnu þess olíu-
félags? Fylgjast fulltrúar lífeyrissjóðanna í stjórn félags-
ins með því hvernig verðlagningu er háttað og hvort hún
skilar sér að fullu til viðskiptavina eða hvort félagið hefur
gripið tækifærið og hækkað álagninguna eins og talsmenn
félagasamtaka bifreiðaeigenda halda fram?
Þetta er sama siðferðilega spurningin og snýr að lífeyr-
issjóðunum í sambandi við umræður um launakjör stjórn-
enda fyrirtækja. Verkalýðsfélögin halda því fram og nota
sem rökstuðning í kjarabaráttu sinni að laun stjórnenda
hafi hækkað meira en almennra starfsmanna. Verkalýðs-
félögin tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða, sem aftur
velja fulltrúa í stjórnir fyrirtækja, sem lífeyrissjóðir eiga
stóra hluti í. Standa þeir fulltrúar vörð um kjarastefnu
verkalýðsfélaganna eða verða þeir „meðvirkir“ þegar þeir
eru komnir í stjórnir fyrirtækjanna?
Hafa fulltrúar lífeyrissjóðanna, sem sæti eiga í stjórn
N1, spurt spurninga um verðbreytingar á benzíni og olíu
eða telja þeir nú að hlutverk þeirra sé að tryggja sem
mestan arð af eign sjóðanna í félaginu og að það markmið
sé mikilvægara en að tryggja að eigendur N1, þ.e. sjóð-
félagar í lífeyrissjóðunum, sem eiga hlutabréf í fyrirtæk-
inu fái að fullu í sinn hlut verðlækkanir á þessum vörum á
heimsmarkaði?
Þótt hér sé talað um N1 er ljóst að lífeyrissjóðir eiga
stóra hluti í Skeljungi, þótt sú eignaraðild sýnist vera í
gegnum eignaraðild að öðrum félögum.
Og þótt hér sé talað um olíufélög á það
sama auðvitað við um önnur fyrirtæki,
sem lífeyrissjóðirnir eiga stóra hluti í.
Þessi álitamál varðandi eignaraðild
lífeyrissjóðanna að fyrirtækjum komu
til umræðu á þingi ASÍ í október en al-
veg ljóst að þar tókst ekki að ná tökum
á þessu viðfangsefni.
En það þýðir ekki að horfa fram hjá því að lífeyrissjóð-
irnir eru að verða og eru að sumu leyti orðnir ráðandi afl í
íslenzku atvinnulífi. Það er að vísu enn mismunandi eftir
greinum en sennilegt að hlutur þeirra eigi eftir að aukast
yfir línuna.
Hugsjónir Eyjólfs Konráðs Jónssonar, fyrrverandi rit-
stjóra þessa blaðs, um að alþýða landsins kæmi við sögu í
uppbyggingu atvinnulífsins eru orðnar að veruleika, þótt
með svolítið öðrum hætti sé en hann sá fyrir, þegar hann
hóf baráttu sína fyrir almenningshlutafélögum hér á síð-
um Morgunblaðsins fyrir hálfri öld.
Hér er spurningum beint að verkalýðsfélögunum í
þessu samhengi vegna þess að enn ríkir það gamaldags
fyrirkomulag að þau tilnefna fulltrúa fyrir hönd fé-
lagsmanna sinna í stjórnir lífeyrissjóðanna. Auðvitað
þurfa félagsmenn í lífeyrissjóðunum ekki á þeirri milli-
göngu verkalýðsfélaganna að halda. Þeir eiga sjálfir að
kjósa fulltrúa sína í stjórnir lífeyrissjóðanna. Og fráleitt að
vinnuveitendur tilnefni fulltrúa sjóðfélaga af sinni hálfu.
Greiðslur í lífeyrissjóði eru hluti af kjörum starfsmanna.
Vinnuveitendur eiga ekki að sýsla um þær eignir starfs-
manna sinna.
Hvað segja fulltrúar lífeyris-
sjóða í stjórnum olíufélaga?
Hverra hagsmuna gæta
fulltrúar lífeyrissjóða
í stjórnum fyrirtækja?
Verða þeir „meðvirkir“?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Víetnam-stríðinu lauk með því, aðkommúnistar í Norður-
Víetnam sviku friðarsamninga, sem
þeir höfðu gert við Bandaríkjastjórn
í París 1973, réðust á Suður-Víetnam
og hertóku 1975, á meðan Banda-
ríkjaher hafðist ekki að, enda hafði
þingið bannað forsetanum að veita
þar frekari aðstoð. Víetnam-stríðið
var undir lokin mjög umdeilt. Ein
ástæðan er, hversu opin Bandaríkin
eru: Fréttamenn gátu lýst hörm-
ungum stríðsins frá annarri hliðinni,
en enginn fékk að skoða það frá
hinni. Tvær áhrifamiklar ljósmyndir
eru jafnan birtar úr stríðinu.
Önnur myndin var frá hinni mis-
heppnuðu Tet-sókn kommúnista í
ársbyrjun 1968. Hún var af lög-
reglustjóranum í Saigon, Nguyen
Ngoc Loan, að skjóta til bana
kommúnista, Nguyen Van Lem, á
götu í borginni. Lem var talinn hafa
stjórnað dauðasveitum kommúnista.
Ljósmyndarinn, Eddie Adams, fékk
Pulitzer-verðlaunin fyrir myndina,
en hafnaði þeim, því að honum
fannst birting myndarinnar hafa
haft óæskileg áhrif. Hann bað Loan
lögreglustjóra síðar afsökunar á
þeim skaða, sem hann hefði valdið
honum og fjölskyldu hans. Loan
flýði til Bandaríkjanna eftir hertöku
Suður-Víetnams 1975 og opnaði
pítsustað í úthverfi Washington-
borgar. Hann rak staðinn til 1991,
þegar uppskátt varð um fortíð hans.
Loan andaðist 1998. Komið hefur út
bók um hann og Tet-sóknina eftir
James S. Robbins.
Hin ljósmyndin var frá júní 1972.
Íbúar í þorpinu Trang Bang voru á
flótta undan kommúnistum þegar
flugmaður í flugher Suður-Víetnams
kom auga á þá, hélt, að þeir væru
kommúnistar, og varpaði napalm-
sprengjum á hópinn. Eldur læstist í
föt níu ára stúlku, Kim Phuc, svo að
hún reif sig úr þeim og hljóp skelf-
ingu lostin, nakin og hágrátandi út í
buskann ásamt öðrum börnum í
þorpinu. Þá smellti ljósmyndarinn
Nick Ut mynd af þeim, sem flaug á
augabragði um heimsbyggðina. Eft-
ir að Ut tók myndina aðstoðaði hann
Kim við að komast á sjúkrahús.
Fyrst var henni vart hugað líf, en
eftir tveggja ára dvöl á sjúkrahúsinu
og sautján skurðaðgerðir sneri hún
heim til sín. Eftir að kommúnistar
hertóku Suður-Víetnam notuðu þeir
Kim óspart í áróðri. Hún hugsaði
sitt. Hún fékk leyfi til að stunda nám
í Havana á Kúbu, þar sem hún hitti
landa sinn. Þau ákváðu að ganga í
hjónaband og flugu til Moskvu 1992 í
brúðkaupsferð. Á heimleiðinni var
komið við í Nýfundnalandi. Þar
gengu hjónin frá borði og báðu um
hæli í Kanada. Þau búa nú í Ontario-
fylki og eiga tvö börn. Kim hefur hitt
skurðlæknana, sem björguðu lífi
hennar forðum, og ljósmyndarann,
sem hafði fengið Pulitzer-verðlaunin
fyrir mynd sína. Komið hefur út bók
um Kim Phuc eftir Denise Chong.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Veruleikinn að
baki myndunum