Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
✝ Óskar KatóAðalsteinn
Valtýsson fæddist
í Stærra-Árskógi á
Árskógsströnd í
Eyjafirði 11. febr-
úar 1922. Hann
lést á Dalbæ,
heimili aldraðra á
Dalvík, 17. nóv-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Rakel Jó-
hanna Jóhannsdóttir frá Sel-
árbakka, Árskógsströnd í
Eyjafirði, f. 28. ágúst 1891, d.
17. nóvember 1958, og Valtýr
Jónsson frá Hrafnagili í Þor-
valdsdal í Eyjafirði, f. 28. sept-
ember 1895, d. 29. október
1976. Systkini Katós: Marí-
anna, f. 8. október 1920, d. 2.
mars 1990, Katrín, f. 8. júní
1923, d. 16. október 2009, og
Margrét, f. 16. febrúar 1926,
d. 1. september 2012.
Kató kvæntist 13.11. 1954
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Soffíu Guðmundsdóttur frá
Böggvisstöðum á Dalvík, f. 16.
maí 1931. Afkomendur þeirra
eru:
1) Guðmundur Heiðar, f
27.7. 1955, maki Arna Gerður
steinn, f. 6.6. 1964, maki
Anna Hafdís Jóhannesdóttir,
f. 7.8. 1963. Börn þeirra a)
Harpa Rut Heimisdóttir, f.
7.1. 1982, sambýlismaður
Björgvin Björgvinsson, f.
11.1. 1980, börn þeirra a)
Maron, f. 14.3. 2008. b) Barri,
f. 17.4. 2011. c)Viggó, f.
22.10. 2013. 2) Marteinn Ari,
f. 10.10. 1995, d. 11.10. 1995.
3) Marta Soffía, f. 10.10. 1995,
d. 29.1. 1996. 4) Sólrún Anna,
f. 26.5. 1996, og 5) Sindri
Már, f. 26.5. 1996.
Þegar Kató var fjögurra ára
flutti fjölskyldan að Selár-
bakka. Hann ólst upp við
sveitastörf og lauk barna-
skólanámi. Hann tók bílpróf
1941 og eignaðist sinn fyrsta
vörubíl, sem var Ford, árgerð
1929. Hann var í vinnu fyrir
hernámsliðið en frá 1945 starf-
aði hann á Dalvík. Kató starf-
aði alls við vörubílaakstur í 55
ár og var mjög farsæll í því
starfi. Sjúkraflutninga ann-
aðist Kató áður en sjúkra-
bifreið kom til Dalvíkur. Einn-
ig var hann við leigubílaakstur
og var því alltaf tilbúinn til
starfa allan sólarhringinn og
oft var vinnutíminn langur,
jafnvel nokkrir sólarhringar í
senn. Bílarnir voru hans líf og
yndi og hann hugsaði vel um
þá en ekki síður um fjölskyldu
sína sem hann unni meira en
öllu öðru.
Hann verður jarðsunginn
frá Dalvíkurkirkju í dag, 29.
nóvember 2014, og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
Hafsteinsdóttir, f.
3.2. 1964. Börn
þeirra a) Ingunn
Hafdís Júlíus-
dóttir, f. 18.4.
1987, sambýlis-
maður hennar Eg-
ill Örn Júlíusson,
f. 9.8. 1983. Börn
hennar a) Arna
Dögg Kristjáns-
dóttir, f. 22.12.
2006. b) Sunna
Lind. f. 16.3. 2011. c) Viktoría
Elfa, f. 13.11. 2013. 2) Haf-
steinn Máni. f. 10.10. 1995, og
3) Heiðar Örn, f. 13.10. 1998.
2) Rakel María, f. 17.8. 1958,
maki Gunnar Guðmundsson, f.
9.6. 1962. Börn þeirra a)
Kristrún, f 27.1. 1989, sam-
býlismaður Vilhjálmur Stein-
grímsson, f. 14.4. 1985. b)
Brynja Gunnarsdóttir, f 17.11.
1990, sambýlismaður Gunnar
Atli Gunnarsson, f. 17.10.
1988, sonur hans er Þorgeir
Atli, f. 21.11. 2007, og c) Auð-
ur, f. 28.12. 1995. 3) Þóra
Kristín, f. 1.10. 1959, maki
Haukur Jónsson, f. 1.7. 1956.
Börn þeirra a) Örn Kató, f.
29.1. 1982, og b) Arna Katrín,
f. 1.3. 1990. 4) Óskar Aðal-
Í dag er borinn til grafar
hann pabbi minn, Kató eins og
hann var alltaf kallaður. Hann
var ættaður frá Selárbakka á
Árskógsströnd og var honum
alltaf hlýtt til æskustöðva sinna
í sveitinni sem hann minntist
oft á. Hugur pabba var allur
þar sem tæki og tól komu við
sögu enda lagði hann fyrir sig
akstur bíla mjög snemma. Það
var hans aðalatvinnugrein til
ársins 1996 en þá var hann orð-
inn 74 ára gamall og seldi það
ár síðasta vörubíl sinn. Pabbi
átti marga bíla um ævina sem
hann minntist oft á og ræddi
um en af öllum bílum sem hann
átti þótti honum vænst um bíl
sem hann eignaðist nýjan árið
1963, Chevrolet Bel Air sem
hann notaði í leigubílaakstur.
Bíllinn stóð alla tíð í bílskúrnum
á heimili okkar á Hafnarbraut 8
og varð helst alltaf að vera inn-
andyra. Bílarnir hans voru hon-
um mikils virði og lét hann
helst ekki sjá sig á þeim nema
hreinum. Þegar pabbi hætti
akstri, þá 74 ára, var það hon-
um í raun mjög erfitt því akstur
hafði verið hans líf og yndi í
hartnær 55 ár. Hann var hins
vegar mjög sáttur því hann
komst stóráfallalaust í gegnum
allan sinn feril sem bílstjóri og
ræddi oft um það lán. Hann
settist ekki í helgan stein eftir
að hann hætti akstrinum. Hann
átti skúr á sandinum sem var
hans afdrep þar sem hann
dvaldi langtímum saman í alls-
kyns brasi. Hann leit oft við á
steypustöðinni og í áhaldahúsi
bæjarins en þar átti hann góða
vini. Alltaf stóð hún mamma,
Soffía Guðmundsdóttir, sem
klettur með honum þó svo að
hann væri lítið heima svo mán-
uðum skipti. Þau áttu 60 ára
brúðkaupsafmæli 13. nóvember
síðastliðinn. Mamma og pabbi
bjuggu á Hafnarbrautinni frá
því að þau byggðu húsið 1959
þar til fyrir tæpum þremur ár-
um. Á þessum tíma glímdi
mamma við veikindi og var
pabbi því einn heima á Hafn-
arbrautinni og spjaraði sig vel
þrátt fyrir að vera kominn und-
ir nírætt. Ekki var hann sáttur
í fyrstu þegar til tals kom að
hann færi á Dalbæ á meðan
mamma var að jafna sig. Hann
taldi nú að hann hefði ekkert
þangað að gera því slíkir staðir
væru bara fyrir gamalt fólk og
hann gæti nú alveg séð um sig
sjálfur. Þarna var pabba rétt
lýst. Skömmu síðar fór hann á
Dalbæ og undi sér vel þó svo að
hugur hans stefndi alltaf heim.
Eitt vorum við pabbi alla tíð
ósammála um en það var snjór-
inn. Honum var ekki eins illa
við neitt og snjó, nema kannski
hænur og kýr. Snjór var ekkert
nema óþverri í hans augum og
hann skildi aldrei dálæti mitt á
snjó. Honum var þó sama þótt
þessi óþverri færi á þá staði
sem not væru af. Pabbi var
mikill fjölskyldumaður og var
mikið í mun að við hefðum það
sem best og voru barnabörnin
hans honum afar mikilvæg,
Hafnarbrautin var annað heim-
ili barna okkar Höbbu, Hörpu,
Sólrúnar og Sindra, sem áttu
alltaf vísan stað þar. Sérstak-
lega hún Harpa sem átti ein-
stakt athvarf hjá þeim og metur
umfram margt annað. Sérstakt
samband var alla tíð á milli
konunnar minnar, hennar
Höbbu, og hans. Hún hafði alla
tíð unun af því að gera það sem
þurfti fyrir pabba sem hann
kunni vel að meta. Að lokum
þakka ég honum fyrir allar
góðu stundirnar.
Óskar Óskarsson.
Þegar kemur að þessari
kveðjustund áttum við systur
okkur á því að við höfum svo
sannarlega verið heppnar í líf-
inu með afa eins og Kató. Á
hverju sumri var okkur tekið
opnum örmum á Hafnarbraut-
inni – þar var okkar annað
heimili og þar leið okkur alltaf
vel. Þau sumur sem við dvöldum
hjá afa og ömmu á Dalvíkinni
meðan við bjuggum í Bandaríkj-
unum munu alla tíð sitja fast í
minni okkar sem stanslausir
gleðitímar. Afi stjanaði við okk-
ur og það eru sannkölluð for-
réttindi að hafa fengið að þvæl-
ast með honum um Dalvíkina og
læra af honum allt það góða
sem hann hafði upp á að bjóða
og það var nú ekki lítið.
Þær voru svo ófáar stund-
irnar sem við sátum við eldhús-
borðið með honum, hann í sín-
um stól, segjandi sögur af
sjálfum sér þegar hann var að
keyra. Nú er komið að því að
við höldum áfram að segja sög-
urnar af einum skemmtilegasta
manni sem við höfum þekkt og
við tökum hann til fyrirmyndar
í lífinu.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Kristrún, Brynja og Auður.
Í dag kveðjum við elskulega
afa Kató, sem okkur þótti sér-
staklega vænt um. Upp rifjast
yndislegar minningar um þig og
úr Hafnarbrautinni, fallega
heimilinu ykkar Öbbu ömmu,
jafnt frá yngri árum sem og nú í
seinni tíð. Minningarnar ein-
kennast af svo mikilli gleði,
hlátri, alls kyns fróðleik, góð-
mennsku, hjálpsemi, áti og dýr-
mætri væntumþykju. Andinn
sem kom yfir mann við það að
koma inn í Hafnó var ólýsanleg-
ur, hlýjan, vellíðan og öryggis-
tilfinningin var einstök í húsinu
ykkar. Oftar en ekki var fal-
legur hljómur úr stofunni þegar
maður hljóp upp stigann fullur
af vellíðan þar sem þú sast við
geislaspilarann og hlustaðir á
uppáhaldslögin þín sem við
kunnum svo vel að meta í dag.
Hafnarbrautin stóð okkur
systkinum alltaf opin og í minn-
ingunni voru afi og amma alltaf
heima. Þangað var ómetanlegt
að geta farið einn síns liðs þeg-
ar mamma og pabbi voru alltaf í
vinnunni. Alltaf var manni tekið
fagnandi og þaðan fór maður
aldrei annað en saddur og sæll.
Stundum drógust fleiri með í
för til ömmu og afa og lífgaði
það bara enn meira upp á
hversdagsleikann í Hafnó. Ef
við höfðum einhverra hluta
vegna ekki komið í nokkra daga
þá komstu oft arkandi á Bjarka-
brautina til okkar með sendingu
frá ömmu, þannig að það myndi
nú styttast í að við kæmum
næst. Oftar en ekki innihélt
sendingin gómsætt ömmubrauð.
Minningarnar um þig sem eru
svo ljóslifandi í hugum okkar
eru snyrtimennskan, húfurnar,
Rayban sólgleraugun, Lettinn,
hjólið og skúrinn á sandinum.
Svo var það stólinn við ofninn,
stóru hnífapörin, glasið upp á
viftunni og djúpi diskurinn í
skápnum, það var sko þín eign.
Við systkinin sóttum alltaf
mikið í návist þína og ömmu og
hjá ykkur þótti okkur einstak-
lega gott að vera. Það er okkur
ómetanlegt að hafa fengið að
vera svona mikið innan um þig
og alla þína væntumþykju. Þú
gafst alla tíð svo mikið af þér til
okkar og er það okkur mikils
virði. Við munum sakna þess að
geta ekki bara droppað inn á
Hafnarbrautina þegar okkur
hentar eða til þín á Dalbæ eins
og sl. tvö ár. Einnig munu litlu
fallegu drengirnir mínir eins og
þú kallaðir þá, þeir Maron,
Barri og Viggó, sakna þess að
geta kíkt á þig, þú hafðir svo
gaman af strákalátunum í þeim.
En við höldum áfram að kíkja
við hjá elsku Öbbu ömmu sem
er okkur alltaf svo mikilvæg.
Hafðu þökk fyrir alla þína
velvild og væntumþykju í okkar
garð alla tíð. Þrír kossar til þín
eins og þú gafst okkur alltaf ný-
rakaður.
Harpa Rut, Sólrún Anna
og Sindri Már.
Elsku afi Kató. Okkur systk-
inin langar með nokkrum orðum
að kveðja þig með þakklæti fyr-
ir allar samverustundirnar og
þá alúð sem þú sýndir okkur.
Alla tíð hafðir þú mikinn áhuga
á því að fylgjast með og styðja
okkur í því sem við vorum að
gera. Starf þitt sem bílstjóri
stundaðir þú af lífi og sál. Varst
bæði með vörubíl og leigubíl,
svo vinnudagurinn var oft lang-
ur. Margar minningar frá heim-
sóknum okkar til ykkar ömmu í
Hafnarbrautina á Dalvík snúast
um ferðir í vörubílnum. Það var
mikið sport að fá að skreppa
með í löndun eða í ferðir um ná-
grennið með einhvern varning.
Þrátt fyrir að farmurinn væri af
ýmsum toga var bíllinn alltaf
fínpússaður, utan sem innan.
Um leið og eitthvað sá á var það
þrifið. Sama gilti um leigubílinn
sem var gamall og tryggur.
Hann hafði borið fólk vítt og
breitt um landið og margar sög-
ur voru til frá þeim ferðum. Á
árum áður var hann einnig not-
aður sem sjúkrabíll ef á þurfti
að halda. Þegar starfsævi þinni
lauk fundum við að þú saknaðir
fyrri tíma og þess að vera á
ferðinni eins og áður. Þá var
gaman að spjalla um ferðalög
sem farin voru fyrr á árum eftir
lélegu vegakerfi og oft við erf-
iðar aðstæður. Allt var þetta
ljóslifandi í huga þínum og þú
varst þakklátur fyrir að hafa
komist áfallalítið í gegnum bíl-
stjóraferilinn. Nú síðustu árin
eftir að heilsan fór að gefa sig
hafið þið amma átt gott athvarf
á Dalbæ á Dalvík og notið þar
frábærrar umhyggju starfs-
fólksins. Fyrir það erum við
þakklát. Við munum öll sakna
þín og ekki síst amma sem var
þín stoð og stytta í gegnum lífið.
Blessuð sé minning þín.
Örn Kató og Arna Katrín.
Þegar ég læt hugann reika
aftur í tímann til þess tíma þeg-
ar við bjuggum í Þórshamri á
Dalvík, þá eru minningarnar um
Kató sem bjó í næsta húsi
margar. Hann var ótrúlega þol-
inmóður og viljugur að leyfa
mér sem litlum pjakki og ung-
lingi að þvælast í kringum sig
hvenær sem mér datt það í hug.
Það skipti litlu hvort hann var
við vinnu í vörubílnum, skúrnum
niðri á sandi, heima í garði eða
hvort hann sat við eldhúsborðið
heima hjá þeim Öbbu, alltaf var
pláss fyrir mig líka. Það var svo
gaman að hlusta á sögurnar
hans og spjalla um allt milli
himins og jarðar. Stundum
horfðum við bara á sjónvarpið
eða spiluðum Lönguvitleysu.
Langavitleysa var spilið okkar
og þegar ég spila það við mín
börn reikar hugurinn í hvert
skipti til Dalvíkur. Það er nota-
legt að eiga svona minningar.
Það var ómetanlegt að eiga
svona góða nágranna, það var
líka ómetanlegt fyrir mig að
finna alla vináttuna og kærleik-
ann. Elsku Abba og Kató ég bý
að þessum minningum alla mína
ævi og get aldrei þakkað þær til
fulls.
Hjalti Steinþórsson.
Óskar Kató
Aðalsteinn
Valtýsson✝ Herdís GuðrúnJónsdóttir
fæddist í Suður-
Þingeyjarsýslu 6.
september 1940.
Hún lést 22. nóv-
ember 2014.
Herdís var dóttir
hjónanna Jóns Jóns-
sonar frá Fornastöð-
um og Guðríðar
Guðnadóttur frá
Lundi. Herdís giftist
Jóhannesi Geir Halldórssyni, f.
26.8.1940, hinn 21. október 1962 í
Laufáskirkju. Hann er sonur
hjónanna Halldórs Jóhannessonar
frá Sveinbjarnargerði og Axelínu
Geirsdóttur frá Veigastöðum.
Börn Herdísar og Jóhannesar eru
Halldór vélfræðingur, fæddur 31.
ágúst 1962, og Ingibjörg hár-
snyrtimeistari, fædd 13. febrúar
1965. Halldór er kvæntur E. Fjólu
Þórhallsdóttur heilsunuddara.
Börn þeirra eru Jóhannes Guðni,
f. 8.7. 1990, Anna Kristín, f. 25.2.
1993, Þórhallur Forni, f. 27.12.
2002, og Herdís Lilja, f. 25.8.
2005. Ingibjörg er gift Helga Þór
Ólafssyni matreiðslumeistara.
Synir þeirra eru Jón Axel, f. 23.4.
1993, og Andri Geir, f. 8.4. 1995.
Herdís ólst upp á
Fornastöðum í
Fnjóskadal. Hún
missti móður sína
þegar hún var á
öðru aldursári, en
ólst upp hjá Jóni föð-
ur sínum og föður-
systrum. Hún stund-
aði nám við Lauga-
skóla í Suður-Þing-
eyjarsýslu og
Húsmæðraskólann á
Hallormsstað. Þau Herdís og Jó-
hannes stofnuðu nýbýlið Vaðlafell
úr landi Veigastaða á Svalbarðs-
strönd árið 1965 og hafa búið þar
síðan. Herdís vann ýmis störf sem
ung kona, en í seinni tíð ritara- og
bókhaldsstörf. Kvenfélag Sval-
barðsstrandar naut einnig krafta
hennar í ritara- og gjaldkerastörf-
um. Ung greindist Herdís með
liðagigt sem litaði ævi hennar
alla. Seinni árin hlaut hún aðstoð
frá Heimaþjónustu Akureyrar-
bæjar, Heimahlynningu, skamm-
tímadvöl Hlíðar og Ingimari
sjúkraþjálfara.
Útför Herdísar fer fram frá
Svalbarðskirkju, Svalbarðs-
strönd, í dag, 29. nóvember 2014,
kl. 13.30.
Elsku mamma mín.
Það er komið að kveðjustund.
Þú kvaddir heldur snöggt og ég
var ekki tilbúin.
Efst í huga mér nú er þakklæti
fyrir allar góðu stundirnar og allt
það góða sem þú hefur kennt mér
í lífinu.
Það eru forréttindi að búa ná-
lægt foreldrum sínum og geta að-
stoðað þau aðeins, fyrir utan að
fátt er notalegra en að mæta í
morgunkaffi í Vaðlafell á sunnu-
dögum eða koma við með hund-
inn á kvöldgöngu. Það hefur gefið
mér óendanlega mikið og aldrei
fór ég frá þér nema með þakklæti
og Guðs blessun í farteskinu.
Við fjölskyldan, og pabbi sem
hefur hugsað svo vel um þig öll
þessi ár, munum sakna þín mikið.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíldu í friði, elsku mamma.
Þín,
Inga.
Herdís Guðrún
Jónsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær
sími 842 0204 • www.harpautfor.is
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Hinrik
Valsson
STOFNUÐ 1996
STOFNUÐ 1996