Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 50
✝ Anna Guð-mundsdóttir fæddist á Staðar- bakka í Miðfirði 28. júní 1918. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund í Reykjavík 9. nóv- ember 2014. Foreldrar Önnu voru hjónin á Stað- arbakka, Guð- mundur Gíslason bóndi og hreppstjóri, f. 1874, d. 1930, og Margrét Elísabet Benedikts- dóttir húsfreyja, f. 1880, d. 1967. mánuði á hverjum vetri. Hún gekk í Kvennaskólann á Blönduósi haustið 1936 og lauk þaðan prófi vorið 1937. Eftir Kvennaskólaárið bjó Anna heima á Staðarbakka í nokkur ár en flutti síðan suður og bjó þá fyrst á Óðinsgötunni og síð- ar Bergstaðastræti í Reykjavík þar sem hún átti heimili sitt í um fimm áratugi utan síðustu misseri sem hún var á Grund við Hringbraut. Ævistarf Önnu tengdist mat- og framreiðslu- störfum. Hún var matráður fyrir laxveiðimenn við Mið- fjarðará í yfir áratug sumar- langt, vann á smurbrauðsstof- unni Birninum í rúmlega áratug og var verkstjóri við veitingareksturinn í Domus Medica í tvo áratugi. Útför Önnu verður gerð frá Staðarbakkakirkju í Miðfirði í dag, 29. nóvember 2014, kl. 14. Anna átti átta systkini: Sigríður f. 1902, d. 1937, Guð- mundur, f. 1903, d. 1903, Benedikt, f. 1905, d. 1990, Gísli, f. 1907, d. 1998, Magnús, f. 1911, d. 1927, Ingvar, f. 1915, d. 1939, Guðrún, f. 1919, d. 1923, og Magnús, f. 1928. Anna ólst upp í stórum systkinahópi á Staðarbakka við leik og störf. Hún fór í farskóla sinnar tíðar frá 10 ára aldri, er fór á milli bæja í sveitinni 2-3 Í dag viljum við minnast Önnu frænku með nokkrum orðum. Hún tók mig, bróðurdóttur sína, í fóstur um tíma og var hún fjölskyldu föður míns alla tíð ómetanleg. Hátíðar- og tyllidögum eyddi hún yfirleitt með okkur og voru það ótal gleðistundir. Eins var það ánægjulegur dagur þegar þau pabbi héldu upp á stóraf- mælin sín saman á Staðarbakka fyrir nokkrum árum. Söngur, grín og gleði. Anna hafði unun af að um- gangast fólk og sjáum við hana og vinkonurnar fyrir okkur, sitj- andi saman hver annarri prakk- aralegri á svipinn. Hún ýmist heimsótti þær eða þær komu til hennar. Á Bergstaðastrætið voru líka allir velkomnir, ætt- ingjar og vinir. Alltaf var pláss fyrir alla, í litlu smekklegu íbúð- inni hennar. Þá vildi hún einnig sjálf vera smekklega til fara, eða eins og þær sögðu konurnar sem önnuðust hana upp á síðkastið: „Hún er svo mikil dama“. Það fylgdi því einhver ævin- týraljómi að fara með henni í heimsókn í Hafnarfjörðinn eða að Hamrafelli en það þóttu nú ferðalög á þeim tíma. Ferðalög voru einmitt hennar stóra áhugamál, hvort sem var innanlands eða utan. Anna rifj- aði stundum upp er hún fór ein í heimsókn til Ameríku og milli- lenti á tveimur flugvöllum. Hún komst klakklaust á leiðarenda, algjörlega bjargarlaus á enska tungu því ekki tíðkaðist nú tungumálakennsla á hennar námsárum. Ævistarf Önnu var að sinna veitingarekstri og má segja að þar hafi meðfæddir hæfileikar komið berlega í ljós, einnig krafturinn og viljinn sem ein- kenndi hana alla tíð. Allar góðu minningarnar um hana munum við mæðgur geyma og eru hjörtu okkar full af þakk- læti fyrir að hafa átt hana að. Biðjum huggarann mikla um stuðning og styrk. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Helga og Margrét Dúa. Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Þessar ljóðlínur eftir Stephan G. Stephanson valdi Anna föð- ursystir mín sem lokaorð í stuttri upprifjun á æviferli sínum sem birtist í niðjatali foreldra hennar árið 1998, þá var Anna áttræð. Ljóðlínurnar lýsa lífsviðhorfi hennar vel. Hún var síung í hugs- un og fylgdist vel með. Hún dvaldi ekki við hið liðna, en horfði fram á veg jákvæð og æðrulaus, sama á hverju gekk. Anna hefur nú lokið sinni dvöl í þessu jarðlífi, rúmlega níutíu og sex ára gömul. Anna fæddist og ólst upp hjá ástríkum foreldrum og stórum hópi systkina. Einnig dvaldi á heimilinu um styttri eða lengri tíma óskylt fólk sem staðnæmd- ist þar af ýmsum ástæðum. Þarna voru hnýtt ævilöng vin- áttubönd. Anna hefur án efa snemma tekið til hendinni enda í mörg horn að líta á stóru heimili í þjóðbraut, sem Staðarbakki var. Dugnaður og ósérhlífni ein- kenndu hana alla tíð. Glaðværð og samheldni einkenndu fjöl- skylduna en dimmir sorgar- skuggar hvíldu einnig yfir. Um tvítugt hafði hún misst föður sinn og fjögur systkini í blóma lífsins. Önnu var gefið ríkulegt æðruleysi en án efa hafa þessir atburðir sett mark sitt á fram- tíðardrauma hennar og lífsvið- horf. Anna naut ekki langrar skóla- göngu, farskóli var til skiptis á bæjunum, nokkrar vikur í senn. Hún stundaði nám við Kvenna- skólann á Blönduósi veturinn 1936-37. Frekari tækifæri til menntunar buðust ekki. Anna starfaði lengst af við matreiðslu og veitingastörf og var eftirsótt til þeirra starfa. Allt sem hún matreiddi var ein- staklega gott og smekklega framreitt. Hún var bæði vand- virk og fljótvirk, lék sér til dæm- is að því að steikja pönnukökur á fjórum pönnum samtímis. Anna hafði yndi af ferðalögum og naut þess að ferðast innan- lands og til framandi staða. Landabréfabókin var gjarnan við höndina á eldhúsborðinu og hún hafði gaman af að rifja upp ferðalög og skoða á landakorti hvert leiðir ættingjanna lágu. Anna var ætíð fallega klædd og hafði næman smekk fyrir sam- setningu og litavali, það sást líka glöggt á heimili hennar. Það var alltaf gaman að fara í heimsókn á Óðinsgötuna og seinna á Bergstaðastrætið þar sem Anna bjó lengst af. Um ára- bil var það fastur liður hjá okkur hjónum að fara seint á Þorláks- messu í heimsókn til Önnu, drekka súkkulaði og smakka jólasmákökurnar hennar. Þessar samverustundir allar verða nú að dýrmætum minningasjóði. Anna var hluti af mínu lífi alla tíð og við áttum sameiginlegar rætur í Miðfirðinum okkar kæra. Við leiðarlok þakka ég og fjölskylda mín henni af alhug fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu Önnu Guðmundsdóttur. Margrét Benediktsdóttir. Í dag kveðjum við kæra frænku, Önnu Guðmundsdóttur, sem lést 9. nóvember, þá komin á nítugasta og sjöunda aldursár. Mig langar að minnast Önnu með fáeinum orðum. Anna frænka var mörgum góðum kostum búin, glaðlynd, hjálpsöm og með eindæmum dugleg og sjálfstæð kona. Þó var stutt í alvöruna enda mörg áföll- in sem gengu yfir hana og fjöl- skylduna, einkum á fyrri hluta ævi hennar. Anna var alltaf tilbúin að hjálpa af einskærri fórnfýsi og dugnaði ef hún átti þess kost, en hún var ávallt mjög nægjusöm og lítillát gagnvart sjálfri sér. Anna naut þess mjög að taka á móti gestum og eitt er víst að það fór enginn svangur burt frá henni. Það má segja að það hafi verið hálfónýt bæjarferð ef ekki var komið við á Bergstaðastræt- inu hjá Önnu frænku. Anna hafði einnig mjög gam- an af ferðalögum, kom það vel í ljós er hún fór með okkur fjöl- skyldunni ásamt fleirum til Kan- aríeyja fyrir nokkrum árum. Þar var hún enginn eftirbátur ann- arra í þeim uppátækjum eða at- höfnum sem þar fóru fram. Að lokum vil ég þakka Önnu samfylgdina öll árin. Megi minn- ing hennar lifa um ókomna tíð. Guðmundur Magnússon og fjölskylda. Fædd og uppalin á Staðar- bakka, fékk snemma það hlut- verk að taka á móti gestum og reiða fram veitingar og átti það síðar eftir að verða hennar hlut- skipti að vinna við matseld og veitingastarfsemi. Umhyggja og góðmennska var henni í blóð borin og var hún vakin og sofin yfir því og velgengni stórfjöl- skyldunnar. Það er sterkt í minningunni þess sem hér hrip- ar blek á blað að það var alltaf mikil tilhlökkun þegar von var á Önnu frænku norður, því hún hafði alltaf eitthvað gott með- ferðis í farteskinu, eins og mola eða súkkulaði. Þá var jafnan áréttað af hennar hendi að mað- ur yrði að vera ákaflega stilltur eftir slíkar trakteringar. Oft bar heimsóknir Önnu upp á jól eða áramót og þá var hún auðvitað boðin og búin að aðstoða móður mína við hátíðarundirbúning. Oft og iðulega var hún kölluð til ef til stóðu veisluhöld í stórfjöl- skyldunni og er mér það mjög minnisstætt er hún sá um að undirbúa fermingarveislu mína. Hún tók stjórnina og deildi út verkefnum af röggsemi og dugn- aði. Eru góðar minningar hér sunnan heiða ekki síðri og má nefna er undirritaður stundaði nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Nefndi hún oft við mig hvort ég vildi nú ekki koma niður á Berg- staðastræti í hádeginu og fá mér mat og sagðist finna eitthvað til handa mér. Stundum var bætt um betur á miðdagskaffitíma og rölt við í Domus Medica þar sem vinnustaður hennar var til margra ára og þegið mjólkur- glas og brauðsneið með. Anna var félagslynd, glaðvær og glæsileg kona. Hún tók þátt í samkomum Húnvetningafélags- ins, starfaði í blönduðum kór og svo heima fyrir var oft gripið í spil með góðum vinum. Svo má ekki gleyma hinum rómuðu jóla- og nýársboðum þar sem tjaldað var öllu því fallegasta sem til var og var nánast komin hefð á að líta við hjá Önnu á Bergsstaða- strætinu á aðfangadagskvöld og þiggja súkkulaði og kökur. Eftir því sem árin liðu var oft reynt að létta undir með Önnu í sambandi við aðdrætti, viðhald og snúninga og kunni hún vel að meta það, var ávallt mjög þakk- lát og glöð. Með þessum orðum kveð ég ástkæra föðursystur mína sem gaf mikið af sér og taldi ekki eftir sér að gera öðr- um greiða jafnt við gleði- og sorgaraðstæður. Blessuð sé minning hennar. Páll Vignir Magnússon. Margt kemur upp í hugann er ég hugsa til baka um lífshlaup Anna Guðmundsdóttir 50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUNNAR H. MELSTED, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést mánudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir dætur Jóns og Fríðu: 0135-05-071636, kt. 050575-4709. . Eyjólfur Melsted, Adelheid Melsted, Guðrún E. Melsted, Hjálmar Gunnarsson, Ólína Melsted, Guðmundur Jónsson, Erna Melsted, Ásmundur Guðjónsson, Steinunn Melsted, Ólafur Jónsson, Unnur Melsted, Guðmundur B. Albertsson, Þóra Melsted, Þórður Sturluson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Þakka af alhug þá vináttu og samúð sem mér var sýnd við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, HALLDÓRS VEIGARS GUÐMUNDSSONAR, Dúdda, skipstjóra hjá Eimskip, Lindarseli 1, Reykjavík, sem lést mánudaginn 6. október. Þá vil ég þakka hina frábæru umhyggju og alúð sem hann naut hjá starfsfólki Landspítalans og hjá Antonio Grave sjúkraþjálfara. Þess mun ég og fjölskyldan minnast um ókomin ár. Guð veri með ykkur. . Sigríður Gestrún Halldórsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞÓRÓLFUR SÆMUNDSSON, Faxabraut 13, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi sunnudaginn 23. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. desember kl. 13.00. . Sigríður Á. Þórólfsdóttir, Friðrik Jensen, Petrea S. Þórólfsdóttir, Margrét S. Þórólfsdóttir, Rúnar Þór Guðmundsson, Kristín Þ. Kristinsdóttir, afabörn, langafabörn og langalangafabörn ✝ Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HELGA HEMMERTS SIGURJÓNSSONAR húsasmiðs, Heytjörn við Lynghólsveg. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E á Landspítala fyrir einstaka alúð og umhyggju. Guð og englarnir vaki yfir ykkur. Kristjana Þráinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Guðbjörg Erlín Guðmundsd. Dagbjört Rós Helgadóttir, Fáfnir Árnason, Halldór Þór Helgason, Tinna Björk Halldórsdóttir, Katrín Sjöfn Sveinbjörnsd., Jósef Zarioh, Guðrún Lára Sveinbjörnsd., Christian Mivambi og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR EMILSDÓTTUR sjúkraliða, Lækjasmára 58, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk L4 á Landakotsspítala fyrir einstaka umhyggju og stuðning. . Ásta Bjarnadóttir, Einar Árnason, Gréta Konráðsdóttir, Ásdís Bjarnadóttir, Vignir Jónsson, Heiðrún Gróa Bjarnadóttir, Örn Gunnlaugsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Minningar- steinar Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544 5100 Frá 59.900 HÁTÍÐARVERÐ Aðeins 2ja vikna afgreiðslufrestur Fullbúinn ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.