Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 56
56 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
Oddur Friðrik Helgason hefur verið með ÆttfræðiþjónustunaORG frá árinu 1997. „Ég hef haft áhuga á ættfræði frá því aðég var barn. Ég missti föður minn þriggja ára og ólst upp hjá
afa og ömmu og þar var alltaf spurt hverra manna maður var. Ég er
að vinna með okkar menningarstarf, grasrótarstarf, fyrir þjóðina,
sem á að vera í eigu hennar. Fólk getur kynnt sér starfsemi ORG
með því að fara á Facebook-síðuna. Annars eru allir velkomnir í
kaffi hér í Skerjafirði því starfsemin byggist mikið til á fólkinu sem
kemur inn af götunni og við stærum okkur af því að reka fjölmenn-
asta fyrirtæki landsins. Enginn er rekinn, við borgum engin laun og
gerum enga starfslokasamninga en verðum að koma því í gang að
hægt sé að fá borgað fyrir að vinna þetta starf. Þetta hefur alla tíð
verið sjálfboðastarf en hefur lukkast með hjálp góðra manna.“
Oddur verður í vinnunni í dag eins og alla aðra daga „Ég er að
undirbúa komu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta sem býr hér beint
á móti ættfræðiþjónustunni. Það var skylda ábúenda á Skildinganesi
að ferja fyrirmenn úr Reykjavík yfir til Bessastaða. Af því að við er-
um fyrirmenn hvor sínum megin við Skerjafjörðinn ætla ég að biðja
kajakræðarana sem eru hérna fyrir utan að ferja ríkisstjórnina yfir
til Bessastaða. Ég stakk upp á þessu við forsetann og hann tók vel í
þetta.“
Kona Odds er Unnur Björg Pálsdóttir verkakona. Hann starfaði
sem sjómaður í 30 ár og var mikið í hestamennsku. „Ég var vel inni í
ættum hesta hér áður fyrr og átti sjálfur nokkra góða.“ Hann
verður í viðtali í þættinum Svart og sykurlaust á Rás 2 í dag.
Oddur Friðrik Helgason er 73 ára í dag
Hjónin „Það er gott að eiga konu sem stendur á bak við sérvitringa
eins og okkur Ómar Ragnarsson en konur okkar eru þremenningar.“
Vinnur alla daga
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Ágústa Jóhanna Jóhannesdóttir
fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun,
30. nóvember. Ágústa er gift Georg
Magnússyni, á með honum börnin Jó-
hannes, Arnar, Guðrúnu, Ágúst Jó-
hann og Kötlu auk þess sem hún á
þrjú barnabörn. Hún mun eyða afmæl-
isdegi sínum með bráðskemmtilegri
fjölskyldu sinni.
Árnað heilla
50 ára
Hafnarfirði Draupnir Eldjárn Ernuson
Jóhannsson fæddist 22. nóvember
2013 kl. 21.42. Hann vó 2.160 g og var
46,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Erna Sigríður Gísladóttir og Jóhann
Ingi Albertsson.
Nýir borgarar
G
unnlaugur fæddist á
Akranesi 29.11. 1974.
Hann gekk í Grunda-
skóla og stundaði nám
við Fjölbrautaskóla
Vesturlands: „Ég hef haft gríðar-
legan áhuga á fjölmiðlum frá því ég
var unglingur og ætlaði því til
Bandaríkjanna í framhaldsnám sem
tengist fjölmiðlum. En þar setti
knattspyrnan strik í reikninginn. Ég
skráði mig í stjórnmálafræði við HÍ,
lauk ekki prófum en nældi mér þó í
konuna mína í námsferð til Brussel á
vegum stjórnmálafræðinnar.“
Knattspyrnuferillinn
Gunnlaugur hefur verið viðloðandi
knattspyrnu frá því hann man eftir
sér: „Ég var þriggja ára þegar ég
fylgdi pabba á knattspyrnuæfingar
og ætlaði auðvitað að feta í fótspor
hans. Ég byrjaði að æfa með meist-
araflokki ÍA undir lok tímabilsins
1993 þegar liðið var á toppnum og
trúlega eitt besta félagslið í sögu ís-
lenskrar knattspyrnu. Ég náði fót-
festu í liðinu 1995 og lék með því út
tímabilið 1997.“
Gunnlaugur var síðan hjá Mother-
well í Skotlandi skamma hríð, gerði
samning við sænska liðið Örebro og
Gunnlaugur Jónsson, knattspyrnuþj. og dagskrárgerðarm. - 40 ára
Gunnlaugur og Kristín í Eyjum Hann fór alla leið til Brussel til að krækja í konuna og sér ekki eftir þeirri ferð.
Fótbolti og fjölmiðlar
Litið upp til stóra bróður Katrín Björk og Jón Breki, klár fyrir myndatöku.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Opið: 8
:00 - 18
:00
mánud
.– fimm
tud.,
8:00 - 1
7:00 fö
stud,
bílalakk
frá þýska fyrirtækinu
Ekki bara fyrir
fagmenn líka
fyrir þig
Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla.
HÁGÆÐA