Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
ÞÚFÆRÐ
REEBOK
ÆFINGAFATNAÐ
&SKÓÍGÁP
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Viljirðu leita í einveruna skaltu láta
það eftir þér og vertu ekkert að afsaka þig
fyrir öðrum. Kannski sófa með hlébarða-
munstri – hvernig líst þér á?
20. apríl - 20. maí
Naut Þú gætir fengið góðar hugmyndir að
breytingum í vinnunni. Vertu víðsýnn og já-
kvæður. Gefðu þér góðan tíma til undir-
búnings, það margborgar sig alltaf.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það ríður á miklu að geta haldið
uppi tjáskiptum við aðra. Töfrarnir búa í
framtaki sem er bæði látlaust og einfalt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Með örlítilli þolinmæði og smá hug-
kvæmni átt þú að geta fellt alla hluta saman
þannig að úr verði heil mynd. Nýtt blóð
breytir gömlum aðstæðum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hæfileikar þínir til að elska eru án
takmarkana. Glæsilegt! Og nú leiðindin: þú
verður að selja sköpunarverkið. Notaðu allt
sem þú átt og þitt helsta stuðningslið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í stað þess að láta hjólin snúast
skaltu teygja úr fótunum á næsta dívan. Þú
ert svo fjölhæf persóna að þú átt í erf-
iðleikum með að velja þér ævistarf. Listirnar
heilla.
23. sept. - 22. okt.
Vog Maki þinn getur komið ykkur á óvart í
dag. Hann er upptekinn af heimspeki, trú-
málum, stjórnmálum og hverju sem tengist
menntun og vill komast til botns í hlutunum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Viðvarandi jákvæðni í hugsun á
eftir að færa þér allt sem þú óskar þér. Ef þú
hefur ekki verið að nýta hæfileika þína er
rétti tíminn til þess núna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að sýna mikla lipurð til
að komast í gegnum erfiðleika sem fylgja
nýju verkefni. Flestir taka umhyggjusemi sem
gefnum hlut en bakþankar sækja á þig í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur skuldbundið sjálfan þig
til stórra hluta og ættir nú að segja stopp
hvað þetta snertir. Nú gengur lífið hins vegar
sinn vanagang.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ef þú vilt setja smá kraft í ástar-
lífið er rétta augnablikið núna. Mundu að
seinna kann þig að vanta svör við einhverju
svo taktu spyrjendunum vel.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Rafmagnsleysi, tölvubilanir og önnur
skakkaföll tengd tækjabúnaði verða líklega í
vinnunni í dag. Nú máttu verðlauna sjálfan
þig svolítið.
Fyrir viku voru tvær gátur eftirGuðmund Arnfinnsson. Þetta
er sú fyrri:
Stúlkukind, sem hefur hátt.
Hún um gesti vita lætur.
Farartæki fremur smátt.
Fuglinn sá er naumast ætur.
Hann svarar sér sjálfur:
Bjalla nefnist blaðurskjóða.
Bjalla um gesti vita lætur.
Bifreið nett er bjallan góða.
Bjalla er fugl, sem vart er ætur.
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
þannig:
Skellibjallan brosmild er,
bjöllutónar kalla,
bjalla á hjólum fjórum fer,
fugl er veiðibjalla.
Gáturnar voru tvær og er þetta
hin síðari:
Þetta á færi öngull er,
einnig vopn á fjandmann borið.
Fangi þennan fjötur ber.
Fæst með þessu tóbak skorið.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Á línu og járn má fiskinn fá,
á fjandmann járn er borið,
járn er fjötur fanga á,
rjól fékkst með járni skorið.
Árni Blöndal svarar:
Úr járni fæ ég króka og kengi,
keðjur, lása, sverð og strengi.
Sitja í járnum sakamenn.
Sumir skera tóbak enn.
Eða:
Járnið má í margra hluti nota,
meðal annars vopn og smíðatól,
fanga með því fjötra má og rota,
fjöldi manna sker í nefið rjól.
Þannig leysir Guðmundur Arn-
finnsson gátu sína:
Járn hér öngul ég tel vera.
Járn er sverð á fjandmann borið.
Járn má fangi jafnan bera.
Járni með er tóbak skorið
Og bætir við: Loks er ferskeytla,
hringhend, liðvana í öðru vísuorði,
skv. Bragfræði Helga Sigurðssonar.
Á gátum spreytt sig geta menn,
giskað rétt og svarað.
Járnið heitt ég hamra enn,
hef ei neitt til sparað.
Loks er hér gáta eftir Guðmund:
Langbest súr hann líkar mér.
Löturhægt sig hypjar brott.
Nothæfur í aðgerð er.
Áhald til að klappa þvott.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af blaðurskjóðu,
rjóli og tóbaksjárni
Í klípu
„GÆTUM VIÐ GERT ÞETTA Á
SKRIFSTOFUNNI ÞINNI? ÉG HATA AÐ
RÆÐA VIÐSKIPTI Á VERKSTÆÐINU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SVO ÞAÐ ER ÚTSKÝRINGIN ÞÍN – ÞÚ VILT
EKKI VERÐA OF SEINN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...að rækta tengslin
milli feðga.
LÍSA OG ÉG
ÆTLUM Á SAFNIÐ
OG KETTIR ERU
EKKI LEYFÐIR
ÞAÐ VAR
OKKAR
HUGMYND
HVAR KVARTA ‘EG
YFIR ÞVÍ HVERNIG
SKATTPENINGUNUM MÍNUM
ER VARIÐ?
RÖÐIN ER
Í ÞESSA
ÁTT...
Fólk í dag getur hvorki dregið and-ann né farið fram úr rúminu án
þess að lesa sér til um það í þar til
gerðri sjálfshjálparbók sem tröll-
ríður öllu um þessar mundir.“ Þetta
sagði einn lífsreyndur bókmennta-
maður með meiru í sjónvarpsviðtali
fyrir allnokkru. Sannleikur ummæl-
anna er býsna mikill.
x x x
Sjálfur getur Víkverji varla hreyftsig spönn frá rassi öðruvísi en að
lesa sér til um hvernig best sé að
gera það. Sannleikurinn um hvernig
eigi að haga lífinu, hvernig best sé að
gera það, o.s.frv. Það hlýtur að liggja
í einhverri bók. Bók sem er grafin
lengst undir bókastaflanum eða er
enn ylvolg beint úr prentsmiðjunni,
líkt og mjólkin sem er sprautað beint
úr spenanum.
x x x
Nýjasta bókin í þessum sjálfshjálp-arbókarflokk sem Víkverji hefur
komið höndum yfir nefnist Núvitund,
leitaðu inn á við eftir Chade-Meng
Tan. Hann er tölvunarfræðingur hjá
Google sem fann sig betur í lífinu
með hugleiðslu og með hjálp núvit-
undar. Einmitt að vera í núinu –
helsta tískuorðið sem tröllríður öllu.
Þessi maður hefur orðið nokkuð
þekktur eftir að myndir af honum
með frægu fólki hefur birst á alnet-
inu, m.a. Barack Obama, forseta
Bandaríkjanna.
x x x
Eins og sönnum Íslendingi sæmir,sem leggur sig eftir lestri slíkra
sjálfshjálparbóka, hefur Víkverji
drukkið í sig bókina. Ástæðan er ekki
síst sú að Víkverji er að reyna að
forðast í lengstu lög svokallaða jóla-
frekju sem hefur hellst yfir hann á
aðfangadag síðustu ár.
x x x
Jólafrekjan lýsir sér í því að skyndi-lega rennur upp fyrir honum að
allt er ekki fullkomið. Þetta brýst út
með gremju og Víkverja finnst hann
vera ófullkominn og að klúðra jól-
unum. En sem betur fer er Víkverji
að sættast við ófullkomleikann í sjálf-
um sér og ætlar ekki að bresta í grát
á aðfangadag þó jóladúkurinn sé
óhreinn, stellið brotið og jólasteikin,
tja frekar þurr. víkverji@mbl.is
Víkverji
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn
leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.
(Jóhannesarguðspjall 10:11)