Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 61
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Áhrifin sem tónlist getur haftþegar hún er flutt á tón-leikum getur verið rosaleg.
Eitthvað sem hreyfði kannski lítt
við þér af plötu eða í útvarpi, eitt-
hvað sem týndist innan um allt
hitt, verður allt í einu ljóslifandi
og máttugt og togar í alla þína
hjartastrengi. Þannig var upplif-
unin síðasta sunnudagskvöld hér í
Edinborg er bandaríski tónlistar-
maðurinn Perfume Genius tróð
upp á tónleikastaðnum The Caves.
Ég kannaðist við nafnið, hafði
mögulega heyrt eitthvað (mig
minnti að ég hefði rúllað einhverri
plötu í gegn á Spotify einhvern
tíma) en núna er þessi listamaður-
inn innbrenndur í hausinn.
Stingandi
Áður en ég held inn í Hellinn
verð ég samt að setja listamann-
inn í örlítið samhengi. Mike Had-
reas er sá er stendur á bakvið
nafnið, Seattle-búi sem gerir út
frá New York. Hann er eitthvað
yfir þrítugu þó hann líti út fyrir
að vera rétt yfir tvítugt. Hadreas
er samkynhneigður, eitthvað sem
hann umfaðmar, undirstrikar og
tekst á við með tónlistinni á
einkar glæstan hátt. Samtíma-
listamenn eins og John Grant og
Antony Hegarty koma upp í hug-
ann í þessu samhengi, afstaða
þeirra er áþekk en einnig er tón-
list þeirra stingandi melódísk eins
og í tilfelli Hadreas. Billy Mac-
Kenzie úr The Associates skýtur
einnig upp kollinum þegar ég
hugsa um Perfume Genius og
einnig annar New York búi, Arth-
ur Russell. Þeir tveir síðastnefndu
bjuggu því miður við rætna for-
dóma í garð samkynhneigðra er
þeir stunduðu sína list og ég velti
stundum fyrir mér, hvað ef þeir
hefðu verið uppi tuttugu árum síð-
ar? Glíman við þessa fordóma
stendur auðvitað yfir ennþá og
hetjuleg framlög manna á borð
við Hadreas þoka okkur sann-
arlega í rétta átt. Ef einhver
óframfærinn sálarbróðir hans var
í salnum, veltandi fyrir sér hvort
hann ætti að gera eitthvað í tón-
listardraumum sínum, var Perf-
ume Genius sem lifandi inn-
blástur.
Hvítkalkaður
Hann gekk inn á svið, hvít-
kalkaður í andliti og með eldrauð-
an varalit (og viðlíka naglalakk).
Að gefa af sér
Snillingur Perfume Genius er listamannsnafn Mike Hadreas.
Einstaklingurinn sem stóð þarna,
fölur og feiminn, virtist ekki lík-
legur til stórræða. Hann starði út í
salinn eins og hann væri að hugsa
„ég vil ekki vera hérna“. En, eins
og átti eftir að koma í ljós, hann
getur ekki annað. Hann verður að
gera þetta og rómantíska hug-
myndin um listamanninn sem er
dæmdur til að þjóna listinni átti
svo fullkomlega við. Hann fór að
syngja; innilega, hátt, reiðilega,
angurvært, allur skalinn var
þarna. Hann lék á hljómborð og
naut fulltingis hljómsveitar; trym-
bill, hljómborðsleikari og bassa/
gítarleikari sem rödduðu líka
reglulega. Þétt band sem studdi
við sinn mann á fallegan hátt, ég
get ekki orðað það öðruvísi, og
allt flæði var öruggt og umlykj-
andi. Þetta varð bara betra eftir
því sem á leið, salurinn var með
frá fyrsta tóni og á andríkustu
augnablikum mátti heyra saumnál
detta.
Þriðja hljóðsversplata Per-
fume Genius, Too Bright, kom út
núna í haust og hún er frábær. Og
allir fjölmiðlar og amma þín líka
keppast við að hlaða hana lofi. En
ef þið eigið færi, reynið að grípa
drenginn á tónleikum. Ef hann
veldur ykkur vonbrigðum skal ég
kaupa mér hatt og éta hann!
»Rómantíska hug-myndin um lista-
manninn sem er dæmd-
ur til að þjóna listinni
átti svo fullkomlega við.
Perfume Genius heillaði áhorfendur í Edinborg
Tilfinningaþrungnar rafballöður sem fara inn að beini
Í dag, laugardag
klukkan 15,
mæta þýðendur í
Borgarbókasafn,
Tryggvagötu 15,
og lesa upp úr
nýjum barna- og
unglingabókum
sem þeir hafa
snúið úr ýmsum
málum. Allir eru
velkomnir.
Meðal annars verður lesið úr
Nönnu norn sem Hallgrímur Helgi
Helgason þýddi, Örleif og hvalnum
eftir Julian Tuwin sem Þórarinn
Eldjárn þýddi, Skúla skelfi sem
Guðni Kolbeinsson þýddi, Eleanor
og Park eftir Rainbow Rowell sem
Marta Hlín Magnadóttir þýddi, og
Rauð sem blóð eftir Salla Simukka
sem Erla E. Völudóttir þýddi.
Lesið úr nýjum
þýðingum
Guðni
Kolbeinsson
Á morgun kl. 13-17 verða haldnir
fjölskyldutónleikar til styrktar Sól
í Tógó á leikskólanum Laufásborg
við Laufásveg í Reykjavík.
Sól í Tógó er frjáls félagasam-
tök sem styrkja heimili fyrir varn-
arlaus börn í Gliji í Tógó og renna
peningarnir sem safnast á tóleik-
unum og á markaðnum til þeirra.
Á tónleikunum koma fram Ham-
ingjukór Laufásborgar skipaður
fimm ára börnum, Þórir og Júlía,
Steindór Andersen, Kira Kira,
Alda Dís, María og Bragi Þór,
Borkó, Kiss the
Coyote, Valgeir
Guðjóns, Védís
Hervör, Helgi
Valur, Óbó og
leynigestur.
Á efri hæð
leikskólans verð-
ur markaður þar
sem hægt er að
kaupa varning
frá Tógó og boðið verður upp á
vöfflur, kaffi og kakó í kjallara
skólans.
Tónleikar til styrktar Sól í Tógó
Védís Hervör
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Lau 10/1 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00
Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 17/1 kl. 13:00
Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00
Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00
Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00
Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00
Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 29/11 kl. 17:00 aukas. Lau 6/12 kl. 20:00 Lau 13/12 kl. 20:00
Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Sun 7/12 kl. 20:00
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Lau 29/11 kl. 20:00 17.k. Sun 30/11 kl. 20:00 18.k.
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 29/11 kl. 19:00 18.k. Lau 6/12 kl. 20:00 22.k. Sun 14/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Sun 7/12 kl. 20:00 23.k. Fös 19/12 kl. 20:00 aukas.
Fim 4/12 kl. 20:00 20.k. Fös 12/12 kl. 20:00 Lau 20/12 kl. 20:00 aukas.
Fös 5/12 kl. 20:00 21.k. Lau 13/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas.
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Jesús litli (Litla sviðið)
Mið 3/12 kl. 20:00 3.k. Fim 11/12 kl. 20:00 6.k. Sun 28/12 kl. 20:00
Fim 4/12 kl. 20:00 4.k. Fös 12/12 kl. 20:00 7.k. Mán 29/12 kl. 20:00
Fös 5/12 kl. 20:00 5.k. Sun 14/12 kl. 20:00 8.k.
Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun!
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 29/11 kl. 13:00 1.k. Sun 7/12 kl. 13:00 aukas. Lau 20/12 kl. 15:00 aukas.
Sun 30/11 kl. 13:00 2 k. Lau 13/12 kl. 13:00 aukas. Sun 21/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 15:00 3.k. Sun 14/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 15:00 aukas.
Lau 6/12 kl. 13:00 4.k. Sun 14/12 kl. 15:00 aukas.
Lau 6/12 kl. 15:00 5.k. Lau 20/12 kl. 13:00
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Gaukar – síðustu sýningar
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
Karitas (Stóra sviðið)
Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn Lau 13/12 kl. 19:30 24.sýn
Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn
Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn
Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu.
Konan við 1000° (Kassinn)
Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn
Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn
Fim 4/12 kl. 19:30 35.sýn Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn
5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun.
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 29/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 11:00
Lau 29/11 kl. 14:30 Sun 7/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 14:30
Sun 30/11 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 11:00
Lau 6/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 13:00
Lau 6/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 14:30
Lau 6/12 kl. 14:30 Sun 14/12 kl. 13:00
Sun 7/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 10 leikárið í röð.
Ofsi (Kassinn)
Sun 30/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 7/12 kl. 19:30 5.sýn Sun 14/12 kl. 19:30
Mið 3/12 kl. 19:30 4.sýn Lau 13/12 kl. 17:00
Átök sturlungaaldar á leiksviði
Fiskabúrið (Kúlan)
Lau 29/11 kl. 14:00 Sun 30/11 kl. 14:00
Lau 29/11 kl. 16:00 Sun 30/11 kl. 16:00
Sannkölluð töfrastund fyrir yngstu áhorfendurna.
Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið)
Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30
Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.
Karitas (Stóra sviðið)
Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn
Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn Fös 12/12 kl. 19:30 23.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn
Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn Lau 13/12 kl. 19:30 24.sýn
Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu.
Konan við 1000° (Kassinn)
Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn
Fim 4/12 kl. 19:30 35.sýn Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn
Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn
5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun.
Leitin að jólunu (Þjóðleikhúsið)
Lau 29/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 11:00
Lau 29/11 kl. 14:30 Sun 7/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 13:00
Sun 30/11 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 14:30
Sun 30/11 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 11:00
Lau 6/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 13:00
Lau 6/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 14:30
Lau 6/12 kl. 14:30 Sun 14/12 kl. 13:00
Sun 7/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 14:30
Sívins lt aðventu vintýri Þjóðleikhússins ko ið í sölu 10 leikárið í röð.
f i ( assi )
/ kl. : 3.sýn / kl. : 5.sýn / kl. :
i / kl. : 4.sýn a / kl. :
t t rl l r l i i i
l
/ l. : / l. :
l. : l. :
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Ævintýrið um Augastein (Aðalsalur)
Sun 30/11 kl. 14:00 Sun 7/12 kl. 17:00
Lau 6/12 kl. 17:00 Sun 14/12 kl. 14:00
MP5 (Aðalsalur)
Fös 5/12 kl. 20:00 Fös 12/12 kl. 20:00 Mán 15/12 kl. 20:00
Útlenski drengurinn (Aðalsalur)
Sun 30/11 kl. 20:00 Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 6/12 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 15:00
Reykjavík Dance Festival (Aðalsalur)
Lau 29/11 kl. 20:00
Lísa og Lísa (Aðalsalur)
Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00
Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00
Aðventa (Aðalsalur)
Sun 7/12 kl. 20:00 Sun 14/12 kl. 20:00