Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Karlakór Grafarvogs heldur ár- lega hausttónleika sína í Grafar- vogskirkju í dag kl. 17. Drengjakór íslenska lýðveldis- ins kemur einnig fram á tónleik- unum og verða söngvarar því samanlagt fimmtíu talsins. Stjórnendur beggja kóra eru kon- ur, Íris Erlingsdóttir er stjórn- andi og stofnandi Karlakórs Grafarvogs og stjórnandi Drengjakórs íslenska lýðveldisins er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Karlakór Grafarvogs er á sínu fjórða starfsári og Drengjakór ís- lenska lýðveldisins var stofnaður árið 2008. Efnisskrá kvöldsins verður fjöl- breytt, vinsæl íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum sungin. Vin- sælum íslenskum lögum, bæði al- kunnum kórlögum sem og lögum sem hafa verið útsett sérstaklega fyrir kórana, verður fléttað sam- an, að því er fram kemur í til- kynningu. Tvær konur stjórna 50 körlum Íris Erlingsdóttir Sólveig Sigríður Einarsdóttir Leikritið Ofsi er byggt á sam- nefndri skáldsögu Einars Kárason- ar sem sækir í Sturlungu. Sagt er frá atburðum sem gerast á þrett- ándu öld á Íslandi og rakið er hvernig Gissur Þorvaldsson snýr til Íslands og leitar sátta við Sturl- unga eftir mikil átök. Liður í sátta- viðleitni hans er að flytja norður í Skagafjörð og leggja til að sonur sinn kvænist dóttur Sturlu Þórð- arsonar. Efnt er til brúðkaupsveislu á Flugumýri og allt virðist stefna í frið þegar mál taka að þróast á annan veg. Saga Einars Kárasonar er sett fram í einræðum nokkurra persóna. Hún býður því nánast upp á að leikhópur fái þá hugmynd að setja verkið á svið. Framsetningin í leik- ritinu er einnig að miklu leyti byggð á einræðum. Þeir sem hafa orðið í leikgerðinni eru þó færri. Ræðurnar raðast saman þannig að lesandinn fær spennandi frásögn sem segir frá stóratburðum með flókinn og margbrotinn aðdrag- anda. Efnistökin í þessari uppfærslu eru frumleg og fersk. Það á við um alla þætti: handrit, leikmynd, bún- inga, hljóðheim og tónlist. Hljóð- færi eru verulegur hluti sviðsmynd- arinnar. Þau prýða sviðið og gefa sterka stemningu. Mikil og fjöl- breytileg áhersla er lögð á hljóð. Þegar gengið er í salinn má heyra rödd Einars Kárasonar streyma úr litlu útvarpi á sviðinu og textinn er tengdur efni verksins. Leikarar syngja og spila, slagverk er sér- staklega skemmtilega notað og hljómur eða „sound“ þess er mjög gott. Ýmis áhrifshljóð eru einnig búin til á sviðinu í anda útvarps- leikrita: fótatak, matarhljóð, hurða- skellir og bank. Þetta gefur verkinu skemmtilega spennu og húmor sem þó er aldrei á kostnað alvöru sög- unnar. Tónlist verksins eru bæði þjóðlög og lög sem sem Eggert Pálsson og Oddur Júlíusson hafa samið. Þau eru afbragðsgóð og vega þungt í því að gera Ofsa áhrifamikla og eftirminnilega sýn- ingu. Leikmyndin er einföld og vel heppnuð. Auk hljóðfæranna eru meðal annars borð, stólar, kollar og hljóðnemar. Leikarar eru allan tímann sam- kvæmisklæddir. Karlarnir þrír eru í smóking og konan í dökkum síð- kjól. Með því er kannski verið að vísa til tímaleysis þeirra átaka sem sífellt eiga sér stað í mannlegu samfélagi og eru hvorki bundin við þrettándu öldina né Ísland. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur Þuríði Sturludóttur, eiginkonu Eyj- ólfs ofsa Þorsteinssonar. Hún er ósátt við maka sinn sem reynist ekki sá atgervismaður sem hún vænti og er hart leikinn af geð- sveiflum. Túlkun hennar er lág- stemmd en áhorfandinn finnur fyrir harðlyndri og hefnigjarnri konu sem ekkert bugar. Edda leikur Þuríði afbragðsvel og hún ber mikla persónu. Friðrik Friðriksson á einnig stjörnuleik sem Gissur Þorvaldsson, höfðinginn sem leitar sátta. Yfir honum er tiginmannleg ró þess sem ræður. Oddur Júl- íusson leikur einnig Hrafn Oddsson með ágætum. Krafti stafar af Stef- áni Halli Stefánssyni sem Eyjólfi ofsa og hann sýnir hin miklu geð- brigði mannsins vel. Allir leik- ararnir syngja og leika á hljóðfæri og gera það með ágætum. Þar er sérstök ástæða til að nefna fagra söngrödd Eddu Bjargar og söng Odds. Ofsi gerist á þétt pökkuðum 75 mínútum. Framsetningin er hug- vitssamleg og snjöll og verkið hreyfir við áhorfendum. Það er af- rek að ná svo sterkum tökum á söguefninu með þeim nýstárlega hætti sem hér er gert. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Hugvitssamleg framsetning „Ofsi gerist á þétt pökkuðum 75 mínútum. Framsetningin er hugvitssamleg og snjöll og verkið hreyfir við áhorf- endum,“ segir m.a. í gagnrýni um leikverkið Ofsa. Þjóðleikhúsið – Kassinn Ofsi bbbbn Ofsi eftir Einar Kárason í leikgerð Mörtu Nordal, leikhópsins Aldrei óstelandi og Jóns Atla Jónassonar. Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Frið- rik Friðriksson, Oddur Júlíusson og Stefán Hallur Stefánsson. Tónlist: Eggert Pálsson, hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson, leik- mynd: Stígur Steinþórsson, búningar: Helga I. Stefánsdóttir, lýsing Lárus Björnsson. Leikstjórn: Marta Nordal. Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóð- leikhúsið. Önnur sýning í Kassa Þjóðleikhússins, 26. nóvember 2014. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Útvarp Sturlunga Gerðar Kristnýjar, er víðsfjarri, það er frekar með grátstafinn í kverkunum sem lestri Drápu er lokið. Hér eru það kuldinn og dauð- inn, sem eru líka þekktir gestir í bókum höfundarins, sem ráða ferð- inni. Veturinn og skammdegið hefur lagst yfir í Drápu. Það er nótt í Reykjavík. Skýin eru eins og ufsa- grýlur, myrkrið grúfir yfir. Það snjóar. Veturinn tekur aldrei fanga Hann leiðir fólk fyrir næsta horn þar sem skothríðin bíður Veturinn vekur upp eirðarleysið og fíknina í ungri stúlku sem röltir niður í bæ. Hún gengur meðal ann- ars framhjá Stjörnubíói sem lagðist af fyrir mörgum árum og má draga af því ályktun að hér yrki Gerður Kristný um gamlan atburð. Stúlkan flækist inn í hryllingssirkus undir- heimanna og er tuskað um af trúð- um þar til boxarinn kemur og bjargar henni. En ekki tekur betra við, hann er sjálfur myrkusstjórinn. Djöfullinn bíður eftir sálum sínum rólegur við næsta horn og stígur svo fram. Stúlkan deyr voveiflega og dauðinn merkir sér boxarann sem er myrtur veturinn eftir. Myrkus mætir í bæinn ínýjustu ljóðabók Gerð-ar Kristnýjar og hanner ekki boðberi neinna gleðitíðinda. Með honum kemur myrkrið og kuldinn í mörg- um skilningi. Drápa er nafn- ið á nýjustu ljóðabók Gerðar Kristnýjar og gæti ekki átt betur við. Einn tiltekinn atburð- ur er yrkisefnið og settur fram í samfelldum ljóðabálki. Líkt og í fyrri bókum, t.d. Blóðhófni og Ströndum, er ort knappt, fá orð eru notuð til að lýsa miklu og það tekst frábærlega í Drápu, þrjú orð og heil mynd með tilfinningum birtist í kolli manns og kviðarholi. Glensið, sem einkennir oft ljóð Það er drungi yfir Drápu sem lætur lesandann ekki ósnortinn. Á bókarkápu er lítið gefið uppi um innihaldið en lesandinn fær á til- finninguna að Gerður Kristný sé að yrkja um ákveðinn atburð sem átti sér stað í raunveruleikanum. Það er spurning hvort það hefði mátt gefa lesanda smá-vísbendingu um inni- hald bókarinnar á bókarkápunni, en bálkurinn stendur vel þrátt fyrir það. Ef ímyndunaraflið virkar er það allt sem þarf við lesturinn, sag- an er sterkt dregin upp. Í Drápu er sögð heil hörmungarsaga í örfáum orðum á magnaðan hátt. Morgunblaðið/Golli Drungi „Það er drungi yfir Drápu sem lætur lesandann ekki ósnortinn,“ segir rýnir um bók Gerðar Kristnýjar. Ímyndunaraflið þarf bara að virka. Hryllingssirkusinn Ljóðabók Drápa bbbbn Eftir Gerði Kristný. Mál og menning 2014, 85 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift www.tskoli.is Raftækniskólinn Kynntu þér námið á tskoli.is/raftaekniskolinn Opið fyrir umsóknir á menntagatt.is Spennandi og fjölbreytt nám í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Átt þú samleið með okkur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.