Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 68
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Gert að hætta samstundis
2. „Bara steinhaldið kjafti“
3. Meltingarlæknir birtir …
4. Var í annarlegu ástandi þegar …
258 lög bárust í Söngvakeppnina
og hafa 12 verið valin til þátttöku.
Keppnin verður sýnd í beinni útsend-
ingu frá Háskólabíói þrjú laugardags-
kvöld í röð, forkeppni fer fram 31.
janúar og 7. febrúar og úrslitakeppn-
in 14. febrúar. Á myndinni sjást sigur-
vegarar síðustu keppni, Pollapönk.
258 lög send í
Söngvakeppnina
Edda Heiðrún
Backman opnar í
dag kl. 15 sýn-
inguna Mannslík-
aminn í Gallery
Bakaríi, Skóla-
vörðustíg 40. Í til-
efni sýningarinnar
kemur út bók um
verk Eddu sem
ber titilinn Úr fórum mínum. Á sýn-
ingunni Mannslíkaminn má sjá 25
verk eftir Eddu sem hafa ekki verið
sýnd áður. Sýningin stendur til 13.
desember.
Edda opnar sýningu
í Gallery Bakaríi
Listamennirnir
sem standa að
sýningarsalnum
Anarkíu opna í
dag kl. 15 sam-
sýninguna „Mein-
vill í Anarkíu“. 14
listamenn eiga
verk á sýningunni,
þ. á m. Aðalsteinn Eyþórsson, Ásta R.
Ólafsdóttir, Bjarni Sigurbjörnsson,
Elísabet Hákonardóttir, Finnbogi
Helgason og Guðlaug Friðriksdóttir,
Guðmunda Kristinsdóttir, Hanna
Pálsdóttir og Helga Ástvaldsdóttir.
14 listamenn sýna
á Meinvill í Anarkíu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Allhvöss SA-átt og talsverð rigning, einkum SA-lands. Snýst í mun
hægari vestanátt með dálitlum éljum vestantil á landinu og kólnar í veðri.
Á sunnudag Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s síðdegis og slydda eða rigning, talsverð
úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 7 stig, en vægt frost á norðanverðu landinu.
Á mánudag Suðvestan 18-25 m/s um morguninn, en 13-20 síðdegis. Éljagangur, en létt-
ir til NA- og A-lands. Kólnandi veður, hiti um og undir frostmarki þegar kemur fram á dag.
Fjölnismenn fögnuðu öðrum sigri sín-
um í Dominos-deild karla í körfu-
knattleik í gærkvöldi þegar þeir lögðu
lið Keflavíkur, 98:81, á heimavelli.
Með sigrinum lyfti Fjölnir sér upp af
botninum. Eftir þrjá tapleiki í röð lán-
aðist leikmönnum Hauka að vinna í
gærkvöldi þegar þeir lögðu Njarðvík-
inga með eins stigs mun á heimavelli
í hörkuleik. »2
Fjölnismenn fögnuðu
sigri á Keflvíkingum
Morgunblaðið fór á leik með
Guðjóni Val Sigurðssyni, lands-
liðsfyrirliða í handbolta, síð-
asta sunnudagskvöld. Guðjón
og samherjar hans í stórliði
Barcelona tóku þá á móti þýska
liðinu Flensburg í Meistaradeild
Evrópu. Guðjón fór á kostum og
skoraði níu mörk í tólf skotum.
Er hann þegar orðinn fasta-
maður í stjörnum
prýddu liði Barca.
» 2-3
Fylgst með leik
hjá Guðjóni Val
Ingvar sjötti markvörð-
urinn í atvinnumennsku
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Svanur Jóhannesson bókbindari hef-
ur gefið út bókina Prentsmiðjuein-
tök, Prentsmiðjusaga Íslands, þar
sem hann greinir frá útgáfum 130
prentsmiðja á Íslandi. Hann og Hlíf
S. Arndal settu upp sýninguna
„Prentsögu Íslands“ í bókasafninu í
Hveragerði í haust og verður hún í
Landsbókasafninu eftir áramót.
Heimildavinna Svans vegna bók-
arinnar hófst fyrir um ári. „Þetta var
mikil vinna,“ segir hann en í bókinni
gerir hann hverri prentsmiðju skil
yfirleitt á hálfri til einni síðu. Bókin
er skrýdd um 600 myndum af mönn-
um sem tengjast prentsmiðjunum
og bókum þeirra. „Ég byrja á dönsk-
um útgáfum vegna þess að við létum
prenta svo margar bækur í Dan-
mörku á 19. öldinni,“ segir Svanur.
Hann áréttar að þetta sé ekki saga
allra prentsmiðja landsins, því ekki
hafi tekist að fá bækur frá þeim öll-
um. Auk þess hafi sumar prent-
smiðjur ekki prentað bækur heldur
blöð og verið stofnaðar til þess.
Safnari og sýning
„Um 1990 byrjaði ég af rælni að
safna bókum frá 1850 til 1950 frá
gömlu prentsmiðjunum og ætlaði að
láta það nægja en söfnunaráráttan
tók völdin,“ segir Svanur. Bækur
hafa aldrei verið langt frá honum, en
faðir hans var skáldið Jóhannes úr
Kötlum. Hann segist nú einkum
safna bókum sem Hafsteinn Guð-
mundsson prentari hannaði, en hann
var lengi prentsmiðjustjóri hjá
Prentsmiðjunni Hólum og stofnaði
síðar Bókaútgáfuna Þjóðsögu. Haf-
steinn teiknaði og hannaði sjö bóka-
flokka fyrir Mál og menningu, alls
um 60 bækur, á árunum 1952 til
1960. Hann teiknaði ramma sem eru
á titilblöðunum og enginn þeirra er
eins. „Mér finnst handbragð hans
mjög skemmtilegt,“ segir Svanur.
Sýningin„Prentsaga Íslands“
verður aftur sett upp eftir áramót.
„Með sýningunni reyni ég að ná
yfir prentiðnaðinn í bókum,“ segir
Svanur. Þar sýnir hann til dæmis
ljósprentun af Gutenbergsbiblíu,
elstu bókinni, í eigu Félags bóka-
gerðarmanna, og rekur síðan út-
gáfusöguna allt frá Hólum í Hjalta-
dal. Hann segir að hann hafi fengið
bækur lánaðar frá einkasöfnum og í
sumum tilfellum hafi verið um ljós-
prentun að ræða. „Það er erfitt að fá
þessar gömu bækur því þær eru
margar lokaðar inni á söfnum er-
lendis,“ segir hann. Svanur bætir við
að hann hafi meðal annars sýnt bæk-
ur sem voru prentaðar í gömlu
prentsmiðjunum í Skálholti, Leir-
árgörðum, Beitistöðum, Hrappsey
og Viðey auk eigin safns, þar sem
elstu bækurnar séu frá því um 1800.
Prentsmiðjur og bækurnar
Sýningin Prent-
saga Íslands sett
upp aftur 2015
Bókbindari Svanur Jóhannesson með bókina Prentsmiðjueintök. Önnur prentun er væntanleg.
Prentsaga Íslands Merkileg rit eru á sýningunni.
Íslenskir fótboltamarkverðir fara í at-
vinnumennsku hver á fætur öðrum
og Ingvar Jónsson úr Stjörnunni,
besti leikmaður Íslandsmótsins
2014, samdi í gær við Start í Noregi. Í
dag eru því sex íslenskir markverðir
atvinnumenn, víðs vegar á Norður-
löndum. Guðmundur Hreiðarsson,
markmannsþjálfari landsliðsins, seg-
ir byltingu hafa orðið í þjálfun mark-
varða hérlendis síðasta áratuginn.
Árangur landsliðsins og íslenskra
félagsliða í Evrópukeppni hjálpi
einnig mikið til. »4