Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Ég hef ekkert rosalega mikla skoðun á þessu, en jú mér finnst alveg full ástæða til þess. Reynir Engilbertsson, 60 ára. Já, ekki spurning! Elísabet Blöndal, 34 ára. Nei, ég er alfarið á móti því og vil bara hafa þetta eins og þetta er. Eygló Gunnlaugsdóttir, 64 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÁFENGISFRUMVARPIÐ? ÆTTI AÐ LEYFA ÁFENGISSÖLU Í MATVÖRUVERSLUNUM? Mér finnst þetta gallað eins og þetta er í dag, að geta ekki farið út í búð og verslað sér vín- flösku. Þetta er hægt allsstaðar annarsstaðar í heiminum. Þetta er kjánalegt, miðað við að það er árið 2014. Vignir Freyr Andersen, 43 ára. Morgunblaðið/Þórður Fjallaklúbburinn Topp- farar gekk á dögunum upp í grunnbúðir Mount Everest og á Kala Patthar í Himalajafjöllunum. Feg- urðin stóð ríflega undir væntingum en gangan var erfiðari en menn bjuggust við. Ferðalög 20. Í BLAÐINU Hvernig er best að titla Halldór Laxness Hall- dórsson, a.k.a. Dóra DNA? Mér finnst ágætt að kalla mig grínista því það rúmast svo margt í því. Þannig getur grínistinn verið uppistandari, höfundur, leik- stjóri, leikari og hvað annað. Undanfarið hef ég unnið mest í leik- húsinu, með uppistandi og skrifum. Í sumar var ég meðal annars að skrifa handrit með Bergi Ebba vini mínum, en við fengum smá- sporslu frá Kvikmyndamiðstöð til að útfæra hugmynd sem við vor- um með aðeins betur. Þá hef ég verið að skrifa sketsa fyrir Rás 2 sem eru spilaðir á virkum dögum. Það er fáránlega gaman, sumir eru fyndnir, aðrir bara skrítnir – svona er að vera alinn upp af Tví- höfða og Eddu Björgvins á víxl. Hvað er Glenna? Glenna er leikhópurinn sem stofnaður var í kringum Útlenska drenginn sem frumsýndur er á laugardaginn. Hópinn stofnaði Vig- dís Jakobsdóttir leikstjóri og í honum eru ásamt mér Aude Busson, María Heba, Benni Gröndal, Magnea Valdimarsdóttir, Arndís Hrönn og Þorsteinn Bachmann. Svo bara allir sem leggja hönd á plóg – Eva Signý með búninga, Arnar og Helena sem gera vídeó og leikmynd, Jónas Sig. meistari sem gerir músík og hljóð, Halli sem gerir ljósin, Arnþór sem er tæknimaður, svo er þetta kannski ekki hópur, heldur samtök sem vilja bara gera gott leikhús fyrir krakka og fullorðna. Skemmtilegt stöff sem fjallar um samtímann. Fyrsta stóra hlutverkið í leikhúsi, ertu kominn til að vera? Vonandi. Mér finnst ógeðslega gaman að leika. Kannski er ég samt öm- urlegur. En ég hef aðeins verið að leika í sjónvarpi og bíó og það væri ósk- andi að fá að leika meira í leikhúsi. Ef þetta klikkar reyni ég kannski fyrir mér í óperunni. Ég er allavega með vaxtarlagið í það. Eiga Dóri DNA og Dóri litli eitthvað sameiginlegt? Allt of mikið. Stórir eftir aldri, stælagvendar í hallærislegum fötum. Borða báðir mikið nammi. Kjaftforir ömmustrákar. Er sýningin fyrir alla? Við höfum sagt að þessi sýning sé fyrir stálpuð börn og alla upp frá því. Stálpuð börn eru svona 10+, en auðvitað eru sum börn stálpaðri en önnur. Þú hefur verið iðinn í uppistandinu, lofarðu einhverju gríni í þessari sýningu? Þetta er ógeðslega fyndin sýning. Tóti, sem skrifar leikritið, er ógeðs- lega fyndinn maður. Svo eru bara leikararnir svo fyndnir, þau Benni og María Heba, svona gamanleikarar af guðs náð og Þorsteinn Bachmann gefur John Cleese ekkert eftir í þessari sýningu. Hann eiginlega sprengir okkur úr hlátri á hverri einustu æfingu. Helsta verkefnið er að ná að halda í sér andanum á meðan hann svífur um sviðið. HALLDÓR LAXNESS HALLDÓRSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Springur úr hlátri á hverri æfingu Morgunblaðið/Golli Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson gerði tilraun til að vera á Facebook en fannst lífið versna í kjölfarið svo hann ákvað að hætta aftur. Hann á líka í miklu haturssambandi við farsíma og í nýrri bók hans er skammarræða um það tæki, sem er reyndar að hluta sett fram í gríni. Svipmynd 14 Senn kemur ný og eðlileg tuskudúkka á markað, Lúlla dúkka, sem líkir eftir nærveru foreldis. Hugmyndina að dúkkunni fékk frumkvöðullinn Eyrún Eggerts- dóttir eftir erfiða lífsreynslu vinkonu sinnar og hefur dúkkan vakið athygli erlendra fjölmiðla, svo sem tíma- ritsins Vogue. Fjölskyldan 16 Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona bauð góðum hópi kvenna heim í kraftmik- inn hádegisverð. Hanna Hlíf veitt fátt skemmtilegra en að elda og á boðstólum var meðal annars súpa, grænmetisbollur og bollakök- ur. Matur 32 Halldór Laxness Halldórsson, sem margir þekkja sem Dóra DNA, er með mörg járn í eldinum þessa dagana en nú um helgina verður leikritið Útlenski drengurinn frumsýnt, þar sem hann fer með aðalhlutverk. Hann starfar einnig í auglýsingabransanum og kann vel við sig þar. Þá finnst honum gaman að njóta lífsins með fjölskyldunni, smíða á litla verkstæðinu sínu í Mosfellsdal, hlæja með grínistavinum sínum og stundum að vera fullur í matarboðum, en þá meira svona prakkarafullur, ekki alkafullur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.