Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Íslenskir þjóðernissinnar - Þú dregur enga dul á að faðir þinn og margir í frændgarði þínum voru nasistar eða hallir undir nas- ista. Þú bendir á að þrátt fyrir hollustu við Moskvu og glæpi Stal- íns hafi kommúnistar á Íslandi ekki verið látnir gjalda þess í ís- lensku þjóðfélagi eins og nasistar, eða þeir sem allavega töldu Hitler vera mikinn leiðtoga. Þeir sem voru hallir undir Þýskaland Hitlers á kreppuárunum hafi verið bann- færðir. Ertu ekki með þessu að segja að í þér hafi blundað og blundi jafnvel enn einhver vísir að nasista? „Nei, ég er ekki að segja það. Ég vil í fyrsta lagi segja að þessir meðlimir minnar fjölskyldu sem störfuðu í flokki þjóðernissinna fyr- ir stríð litu svo á að þeir væru ís- lenskir þjóðernissinnar, þeir væru ekki nasistar. Þeir höfðu engin tengsl við Þýskaland, að öðru leyti en því að mágur föður míns var í framhaldsnámi í læknisfræði í Þýskalandi og föðursystir mín var með honum þar. Pólitísk tengsl þessa fólks við Þýskaland voru engin. Ég sagði oft við þau að þau væru nasistar og þau svöruðu mér alltaf á móti að þau væru ekki nas- istar, þau væru íslenskir þjóðern- issinnar. Ég hef aldrei séð neitt ljótt við það að vera íslenskur þjóð- ernissinni. Þetta eru svona vangaveltur hjá mér um það hvers vegna þessi hópur fólks og skoðanir þess fólks voru gersamlega bannfærðar. Ég get alveg skilið að fólk hafi litið svo á að þau hafi verið nasistar. Ég get alveg skilið að fólk hafi bannfært fólk með slíkar skoðanir með hliðsjón af því sem síðar kom fram um það sem raunverulega gerðist í Þýskalandi. En það sem ég á svolítið erfitt með að skilja, er hvers vegna það sama gerðist ekki með kommúnista, vegna þess að manndrápin voru ekki síður í Sov- étríkjunum og Kína, en í Þýska- landi. Í sjálfu sér hef ég ekki fund- ið neina skýringu á því að Þjóðverjar hafi verið dæmdir með öðrum hætti en Sovétmenn, komm- únistar, í þessu samhengi. Bróðir minn, sem er yngri en ég, segir að Helförin sé grundvallar- þáttur í sögu okkar samtíma og það sé alveg sama hvernig á það er litið, hún muni alltaf hafa þá sér- stöðu. Gamall vinur minn, Ragnar Arn- alds, hefur velt því fyrir sér í okk- ar samtölum um þetta, hvort ástæðan fyrir því að Þjóðverjar hafi verið dæmdir harðar en aðrir, hafi verið sú, að Þýskaland er inni í miðri Evrópu. Rússland sé fjær okkur og Kína enn fjær.“ Vinátta á gömlum merg - Þú segir sögu kalda stríðsins að hluta til með vísan til lífshlaups æskuvina þinna úr Skeggjabekkn- um, Melaskóla og MR. Vina sem ýmsir voru á öndverðum meiði við þig í pólitík, sósíalistar og komm- únistar, auk stöku sjálfstæðis- manns. Hvernig hefur vinátta ykk- ar haldið fram á þennan dag, svo ég vísi til lokaorða bókarinnar „Vinátta okkar lifði kalda stríðið af“? „Þetta er áhugaverð spurning sem er kannski ekkert auðvelt að svara. Kannski er grundvallarþátt- urinn sá, að vinátta sem verður til í æsku verður gjarnan mjög djúp- stæð og það þarf mikið til, að Klíkan Hér er stór hluti „Klíkunnar“, eins og æskuvinirnir hafa oft verið nefndir, sam- ankominn á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins í Kringlunni. Klíkan hefur hist öðru hvoru í áratugi. Frá vinstri: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi for- maður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, Halldór Blöndal, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og forseti Alþingis, Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi út- gefandi DV, Ragnar Arnalds, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og fjár- málaráðherra, Atli Heimir Sveinsson, tónskáld og Styrmir Gunnarsson. breyta henni. Svo höfum við nátt- úrlega öll haft mikinn áhuga á póli- tík, alla tíð. Kannski komum við flest ef ekki öll úr þannig umhverfi að við höfum getað verið opin fyrir sjónarmiðum annarra. Ég hef t.d. aldrei skilið það sjónarhorn sums fólks sem starfar í stjórnmála- flokkum hér að hatast við skoðanir annarra og telur að það sé ekki hægt að eiga samskipti við fólk í öðrum flokkum. Kannski er það vegna þess að ég kynntist þessum vinum mínum þegar ég var 11 ára gamall og sumum þeirra þegar ég var 8 ára og 10 ára. Ég held að það sé eitthvert sambland af þessu öllu, sem veldur því, að þessi átök og mismunandi afstaða okkar til þeirra, og vera okkar í ólíkum fylk- ingum, hafði ekki áhrif á okkar persónulegu vináttu. Okkur þykir einfaldlega vænt hverju um ann- að.“ - Frásögn þín um æskuvináttu tengdaföður þíns, Finnboga Rúts Valdimarssonar, bróður Hannibals, og þeirra bræðra, Bjarna og Pét- urs Benediktssona, getur varla hafa verið á margra vitorði, eða hvað? „Ég held að tengslin á milli bræðranna Bjarna og Péturs Bene- diktssona og Finnboga Rúts hafi verið á margra vitorði. Ég held að það hafi aldrei verið neitt leynd- armál, þó því hafi svo sem ekki verið sérstaklega flaggað. Ég hef áður sagt frá því sem kemur fram í þessari bók, um aðkomu þeirra Rúts og Bjarna að byggingu 1250 Breiðholtsíbúðanna. Ég er kannski að draga þetta fram í þessari bók vegna þess að mér finnst vera ákveðin hliðstæða þarna á ferð við vináttu okkar í minni klíku sem við Tólf ára guttar Þeir Styrmir Gunnarsson og Sveinn R. Eyjólfsson eru æskuvinir. Hér eru þeir saman sumarið 1950, þá tólf ára guttar, og Skógafoss í baksýn. Styrmir lýsir vináttu sinni við „Klíkuna“ á þann veg að þar sem hún hafi myndast ým- ist í bernsku eða æsku standi hún á svo gömlum merg að hún hafi þolað allt, jafnvel kalda stríðið, en klíkumeðlimir höfðu ekki allir sömu afstöðu til þeirra átaka, eins og alþjóð væntanlega veit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.