Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 13
Unnið að uppsetningu smáhýsa í jólaþorpinu í miðbænum á Selfossi. Ljósmynd/Bragi Bjarnason Fjölbreytt dagskrá verður á næst- unni fyrir austan fjall undir merk- inu Jól í Árborg 2014. Gefið hefur verið út sérstakt viðburðadagatal sem dreift verður í hús á Árborg- arsvæðinu og er þar að finna upp- lýsingar um þá fjölmörgu viðburði sem í boði verða næstu vikur. Tónn- inn var sleginn á fimmtudag þegar kveikt var á jólaljósunum við bók- safnið í hjarta Selfossbæjar. Jóla- torgið í Sigtúnsgarðinum á móts við Ölfusárbrú verður opnað í dag, laugardag, og þar er útimarkaður og fleira skemmtilegt. Jólasveinar Selfossbæjar koma til byggða 13. desember, en þá verður fyrir nokkru hafið verkefnið Jólaglugg- arnir; sem er stafratleikur fyrir krakka. „Jólaglugginn er verkefni sem hefur tekist afar vel og mér finnst ánægjulegt hvað forsvarsmenn fyr- irtækja og stofnana hér í bænum hafa verið opnir fyrir þátttöku. Í raun má segja að þetta styrki börnin í samfélaginu, krakkarnir koma eftir vísbendingar í gegnum stafleikinn í heimsóknir á ýmsa staði, sem aftur kynnir þeim margt áhuga- vert,“ segir Bragi Bjarnason, menn- ingar- og frístundafulltrúi í Árborg. Hann bætir við að jóladagskráin í bænum byggist á ákveðnum póstum sem fest hafi í sessi yfir langan tíma. Hins vegar hafi ýmsar nýjar breytur komið inn á síðustu árum. Þegar byggingar í miðbænum voru rifnar hafi Sigtúnsgarðurinn orðið til. Hann sé nú orðinn vettvangur ýmissa skemmtilegra viðburða í bænum, sem haldnir eru jafnt sum- ar, vetur, vor og haust. sbs@mbl.is ÁRBORG Markaður í Sigtúnsgarði Bragi Bjarnason 16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Á dögunum afhenti Haraldur Stur- laugsson Ljósmyndasafni Akraness veglegt safn ljósmynda, sögusýninga og myndskeiða. Safnið er að stærst- um hluta á vefsíðu sem Haraldur hef- ur haldið úti í nokkur ár og er á vef- slóðinni www.haraldarhus.is. Það var Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sem tók á móti safninu fyrir hönd Akraneskaupstaðar, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Haraldur hefur unnið markvisst að því að veita aðgang að ljósmyndum sem tengjast sögu atvinnurekstrar á Akranesi og þá sérstaklega sögu Haraldar Böðvarssonar frá árinu 1906. Einnig hefur Haraldur haldið til haga myndum af byggingum, íþrótta- viðburðum, fólki og viðburðum. Hvað varðar atvinnulífið á Akra- nesi sem svo margar myndir eru af þá sagði Haraldur Sturlaugsson í viðtali við Morgunblaðið fyrir um tveimur árum að framfarir á Akranesi hefðu stundum komið í stökkum. Minnti þar á að miklu hefði munað þegar Ak- urnesingaslóð fannst á þriðja áratug síðustu aldar úti á Faxaflóa. Það voru gjöful fiskimið. Með þeim fluttist út- gerð Skagamanna af Suðurnesjum á Akraness og úr varð myndræn upp- bygging. sbs@mbl.is AKRANES Haraldur Sturlaugsson við heimili sitt, Haraldarhús við Vesturgötu á Skaganum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Myndir frá Haraldi Svona bækur skrifa menn tæp-lega nema þeir hafi ofurlítinnhúmor fyrir sjálfum sér og skynji líka sögurnar í umhverfi sínu,“ segir Jóhannes Sigmundsson, bóndi og fyrrverandi kennari í Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi. Á dögunum kom út hjá for- laginu Sæmundi á Selfossi bókin Gamansögur úr Árnesþingi. Titill- inn skýrir efnið að nokkru leyti, það er skemmtilegar sögur af fólki á Suðurlandi. Taktar, tilsvör og óheppni í dagsins brasi geta alltaf leitt af sér sögur og þær hefur Jó- hannes skráð. „Þetta er nokkuð sem hefur safn- ast upp á löngum tíma. Ég hef punktað þetta niður á laus blöð og átt í handraðanum. Fyrir þremur til fjórum árum byrjaði ég að slá þetta inn á tölvu og sá þá að þetta væri efniviður í bók sem Bjarni Harð- arson á Selfossi var fús til að gefa út. Áður en ég skilaði honum hand- ritinu var ég þó búinn að liggja mikið yfir þessu, lagfæra og fín- pússa. Ég vona að útkoman sé góð,“ segir Jóhannes. Þótt Árnesþing allt sé undir í titli bókarinnar segir Jóhannes sög- urnar einkum og helst úr upp- sveitum Árnessýslu, svo sem Hrunamannahreppi, Biskups- tungum og Laugardalnum. „Ég var sex vetur í skóla að Laugarvatni og kynntist þar skemmtilegu fólki, samnemendum og kennurum. Þarna segir til dæmis frá skólamönnunum Þórði Kristleifssyni, Guðmundi Ólafssyni og Ólafi Briem. Og Ólafi Ketilssyni, þeim eftirminnilega rútubílstjóra,“ segir Jóhannes sem í bók sinni segir af því þegar Ólafur var á leiðinni frá Laugarvatni til Reykjavíkur og tók ungt par upp í rútu sína í Grímsnesinu og ók með þau til Reykjavíkur. Á leiðinni þangað undu þau sér vel í ástarleik í öfustu sætaröð – og þegar í borg- ina kom sagði bílstjórinn að ekkert væri fargjaldið, enda hefði þau skötuhjúin komið ríðandi í bæinn. Ráðherra sprautaði bónda Þá segir af einum ráðherra ríkis- stjórnarinnar, Sigurði Ingi Jóhanns- syni, ráðherra og dýralækni sem býr í Syðra-Langholti og er þar næsti nágranni Jóhannesar. Af Sig- urði Inga er til sú saga að hann heimsótti bónda í Hrunamanna- hreppi og fór með honum í fjárhús að sprauta lömb við garnaveiki. Læknisverkin gengu svona og svona, að minnsta kosti lenti sprautunálin ekki í kind, heldur í bóndanum. Og af því spratt vísa – og hér eru birtar upphafslínur hennar: „Við garnaveiki í sauðfé menn gjarnan sprauta lömb / og gefa skammt í læri en alls ekki í vömb.“ HRUNAMANNAHREPPUR Sögur í umhverfinu JÓHANNES SIGMUNDSSON MEÐ SÖGUR ÚR ÁRNES- ÞINGI. HÚMOR Í HREPP- UNUM OG LAUGVETN- INGAR KOMA VIÐ SÖGU Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Jóhannes Sigmundsson með bókina, efni sem hefur lagst til á löngum tíma. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Á næstu dögum kemur út 7. bindi Byggðasögu Skagafjarðar. Fjallar bókin, sem Hjalti Pálsson rit- stýrir, um Hofshrepp hinn gamla, Höfðaströnd, Unadal, Deildardal og Óslandshlíð og er 480 bls. Byggðasaga Skagafjarðar Í tilefni af bókahátíðinni Bókavík, sem verður á Hólmavík í Strandabyggð 17. til 23. nóvember, er efnt til smásagna- og ljóðakeppni í þremur aldursflokkum. Efni skal skila til tómstundafulltrúa sveitarfélagsins fyrir 19. nóvember. Bókavík á Hólmavík Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gaurarnir sem sjá til fless a› ekki sjó›i upp úr pottunum 2 í pakka, hvítur og rauður aðeins kr. 1.790,- LID SID Bjargvættirnir á brúninni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.