Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 44
Stjörnukortið GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON www.islenskstjornuspeki.is Jarðbundinn og hógvær Gylfi Þór er innhverfur og jarðbundinn í grunneðli sínu. Hann er duglegur en jafnframt hógvær. Hógværðin er eitt af aðal- einkennum hans. Að baki henni liggur að Gylfi er sjálfs- gagnrýninn og með sterka fullkomnunarþörf. Hann leitar veikleika sem hann getur lagað, í þeim tilgangi að verða betri í sínu fagi. Þessi eiginleiki gerir það að verkum að hann ofmetnast ekki. Gylfi er eirðarlaus og iðjusamur. Íþróttir eiga því sérstaklega vel við hann, augljóslega. Það sem stendur uppúr er hversu samkvæmur sjálfum sér hann er. Einbeitingin er mikil. Það eru engin innri átök og engin spurning hvort hann eigi að leika knattspyrnu eða fást við eitthvað annað. Lífsorkan og bar- áttuorkan í persónuleika hans starfa í einingu, sól og Mars eru í sama merki, hinni jarðbundnu Meyju. Rýmisgreind Gylfi Þór er varkár og yfirvegaður í hugsun og tali. Hann er jarðbundinn og rökfastur en samt sem áður næmur. Hann hefur sterkt ímyndunarafl og gott innsæi. Hann hefur ágæta „rýmisgreind“, þ.e.a.s. getur starfað á leikvelli á miklum hraða en séð um leið hreyfingar meðspilara sinna. Fyrir vikið leggur hann upp mörg mörk. Segja má að þar birtist einnig hjálpsemi og þjónustulund Meyjarmerkisins. Gylfi Þór er hæstánægður ef hann getur hjálpað öðrum að blómstra. Hann er ósérhlífinn og laus við eigingirni. Jákvæður og kurteis Gylfi er jákvæður tilfinningalega og kurteis og málefnalegur í samskiptum. Hann er í góðu jafnvægi hvað varðar tilfinn- ingar. Þessi þáttur tilverunnar er ekkert að þvælast fyrir honum. Fyrir vikið er hann vinsæll og vel liðinn hvar sem hann kemur. Áðurnefnd hógværð vinnur síðan vel með honum á samskiptasviðinu. Þó að hann sé vissulega stjarnan, til dæmis í ís- lenska landsliðshópnum, þá hreykir hann sér ekki, né setur sjálfan sig á háan hest. Hann lætur aðra um slíkt. Ráðleggingar til Gylfa Gylfi, þú ert stórstjarna í einni vinsælustu íþróttagrein heims. Um leið ert þú hógvær og með fæturna pikkfasta á jörðinni. Það er gott. En til að ná ennþá lengra, verða sífellt betri, sem er markmið þitt, þá tel ég að þú megir íhuga tvennt. 1. Þú mátt láta vita meira af þér. Það tengist ekki monti, heldur því að brjóta sjálfan þig aðeins út úr skelinni. Og í kjölfarið taka meira völd á vellinum og í hópnum. Hógværð er kostur, en til dæmis hjá Tottenham, þá varð hún þér að vissu leyti að falli, þ.e.a.s. menn sem eru slakari en þú í fótbolta, en meira „hér er ég“, fengu að taka stöðu þína. 2. Fótbolti er íþrótt, en um leið hluti af „skemmtanabransanum“. Áhorfendur hafa gaman af sjónarspili. Þar koma fríspörkin þín og stórkostlegar sendingar sér vel. Þar blómstrar þú. En leikurinn sjálf- ur er einnig sálfræðibarátta. Ég tel að þú megir setja kassann aðeins meira út – inni á vellinum – þ.e.a.s. láta vita meira af þér, tala meira inni á vellinum og segja hinum hvað þú sérð og þar með hvað þurfi að gera. Vera meiri leiðtogi en þú þegar ert. Það er ekki gott ef besti leikmaðurinn týnist (stundum) í hita leiksins. Jafnvægis þarf að gæta á milli þess að vera hógvær og hafa sjálfstraustið í botni. Að baki þessu síðastnefnda liggur að Gylfi Þór er haldinn ákveðinni fullkomnunaráráttu. Það getur bitnað á sjálfstrausti hans og getur leitt til þess að hann þegir ef hann telur sig ekki hafa neitt pottþétt að segja. Fyrir vikið er til staðar sú hætta að hann beiti sér ekki nægilega mikið á vellinum, ekki í tali og í samskiptum við meðspil- ara sína. Meyjan 23. ágúst - 23. september Árstími Meyjunnar er í lok sumars. Þá hefur gróðurinn náð blóma og ávextir jarðarinnar þroska. Meyjan er því fædd á frjósömum uppskerutíma, tíma athafnasemi, vinnu og undirbúnings fyrir komandi haust og vetur. Verkefni hennar er að koma uppskerunni í hús og búa í haginn fyrir komandi haust og vetur. Hún þarf að vinna. Hún er þjónustu- og vinnumaur dýrahringsins. r Hógvær og með fæturna pikkfasta á jörðinni GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON ER FÆDDUR 8. SEPTEMBER 1989. SÓLIN (GRUNNEÐLI OG LÍFSORKA) OG MARS (BARÁTTUORKA) ERU Í HINU JARÐBUNDNA MEYJARMERKI, TUNGLIÐ (TILFINNINGAR OG VANAHEGÐUN) Í HINUM JÁKVÆÐA BOGMANNI, MERK- ÚR (HUGSUN) OG VENUS (SAMSKIPTI) Í HINNI FÉLAGSLYNDU OG KURTEISU VOG. — Ráðleggingar Y Tilfinningar ] Vitsmundir ÕGrunneðli M or gu nb lað ið /Ó m ar GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON KNATTSPYRNUMAÐUR  Fæddur 8. september 1989. Uppalinn í Hafnarfirði og lék með FH og Breiðabliki í yngri aldursflokkum. Fór ungur utan í atvinnumennsku og hefur aldrei leikið í meistaraflokki á Íslandi.  Spilar með Swansea City í ensku úrvals- deildinni. Þekktur fyrir sendingar sem skapa mörk og föst skot utan af velli. Fyrri félög: Reading og Tottenham Hotspur í Englandi og Hoffenheim í Þýskalandi. Gylfi var líka í láni hjá Shrewsbury Town, Crewe Alexandra og Swansea og hefur verið í miklum metum hjá stuðningsmönnum síðastnefnda félagsins síðan.  Gylfi sló fyrst í gegn hér heima í leikjum 21-árs landsliðsins í undankeppni EM 2011.  Kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi fyrir árið 2013.  Helsta áhugamál Gylfa er golf og þykir hann snjall kylfingur.  Foreldrar Gylfa eru Sigurður Aðal- steinsson og Margrét Hrefna Guðmunds- dóttir.  Unnusta Gylfa er Alexandra Helga Ívars- dóttir.  Bróðir Gylfa er Ólafur Már Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í golfi.  Leikir með landsliðum: 3 leikir með U17 landsliðinu 3 leikir með U18 landsliðinu 12 leikir með U19 landsliðinu 14 leikir með U21 landsliðinu 27 leikir með A-landsliði karla 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.