Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2014 Mikill áhugi er fyrir landsleik Íslands og Tékklands í knattspyrnu í Plzen á sunnudagskvöldið og fjöldi Íslendinga á leið utan. Þeirra á meðal eru fjórir Kjalnesingar, bræðurnir Björgvin Þór og Kristján Mar Þorsteinssynir og mágar þeirra, Magnús Ingi Magn- ússon og Arnar Grétarsson. Forsaga málsins er sú að kapparnir voru á leið til Berlínar ásamt spúsum sínum um helgina og þegar þeir gerðu sér grein fyrir því að lands- leikinn bar upp á sömu helgi höfðu þeir snör handtök og breyttu flugmiðum sínum út. Fljúga með Gamanferðum til Prag aðfaranótt sunnudags og taka þaðan rútu til Plzen. Magnús Ingi segir konur þeirra félaga hafa haft mis- mikinn skilning á uppátækinu, sumar vildu helst koma með en aðrar hristu bara höfuðið. „Það bjargar okkur líklega að við tökum lest strax aðfaranótt mánudags og verðum komnir til Berlínar snemma um morguninn, fá- einum klukkutímum á eftir konunum. Það er að segja ef áætlanir ganga upp,“ segir Magnús Ingi léttur í bragði. Ferðin leggst vel í hann en hitað verður upp í Pilsner- verksmiðjunni, þar sem söngolía verður borin á tálknin fyrir leikinn. Spurður hvernig leikurinn fari kveðst hann bjartsýnn. „Miðað við frammistöðuna gegn Hollend- ingum og Belgum eigum við alveg möguleika. Eigum við ekki að segja að Ísland vinni, 2:1.“ Spurður hvort hann hefði breytt ferðaplönum sínum út af íslenska landsliðinu fyrir tveimur árum svarar hann neitandi. „Hefðum við tapað fyrir Hollendingum hefði ég líklega flogið beint til Berlínar. Það er gríðarleg stemn- ing kringum liðið um þessar mundir og líklega aldrei verið skemmtilegra að horfa á Ísland spila fótbolta.“ Tólfan, stuðningsklúbbur íslenska landsliðsins, mun án efa verða atkvæðamikil í Plzen í uppgjöri efstu liðanna í riðlinum. Morgunblaðið/Ómar KJALNESINGAR BREYTTU FERÐAPLÖNUM Magnús Ingi Magnússon Öll vötn falla til Plzen Steingrímur J. Sigfússon var nokk- uð óvænt kjörinn varaformaður Al- þýðubandalagsins á landsfundi flokksins í nóvember 1989. Fyrir- fram gerðu menn ekki ráð fyrir því að breytingar yrðu gerðar á for- ystusveit flokksins en á fundinum kom skýrt fram að nokkur óánægja kraumaði undir niðri með áherslur forystunnar. Niðurstaðan varð sú að Steingrímur bauð sig fram gegn sitjandi varaformanni, Svanfríði Jónasdóttur, og felldi hana. Svanfríður, sem naut eindregins stuðnings formannsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, tók ósigr- inum illa og sagði í ræðu á fund- inum að niðurstaðan birti ákveðna sýn til þess hvernig verk þeirra kvenna sem veldust í forystu flokksins væru metin. Steingrímur, sem kom úr öðrum armi flokksins en formaðurinn, kvaðst á hinn bóginn treysta því að niðurstaðan myndi styrkja flokk- inn. Hann hafnaði því alfarið að hann hefði boðið sig fram til að ein- angra Ólaf Ragnar á formannsstóli og þaðan af síður til að gera upp við Svanfríði vegna framboðsmála í Norðurlandskjördæmi eystra. Þá fullyrti hann að Alþýðubandalagið væri ekki tveir flokkar. GAMLA FRÉTTIN Svanfríð- ur felld Svanfríður Jónasdóttir rýmir til fyrir Steingrími J. Sigfússyni haustið 1989. Morgunblaðið/Bjarni ÞRÍFARAR VIKUNNAR Lou Lou Who úr kvikmyndinni The Grinch Páll Pálmar Daníelsson leigubílstjóri Gunnar Helgason leikari og rithöfundur Cognicore® brokkolítöflurnar Sölustaðir: Heilsuverslanir og apótek um land allt Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðin www.brokkoli.is Eitt áhrifaríkasta bætiefni veraldar! Byggir á sérvirka kjarnaefninu sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu túrmeric og selenium. Virkjar hið mikilvæga varnarkerfi líkamans sem verndar frumur okkar fyrir skaðlegum áhrifum og stuðlar að endurnýjun þeirra. Cognicore® getur þannig hægt á öldrun og haft stórkostleg áhrif á heilsuna og útlitið. Brokkolí áhrifin Betri heilsa - Betra útlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.