Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 47
kjörtímabili „umræðustjórnmála“ þar sem úreltu verk- lagi var hent út í buskann, hrundi þátttaka í kosn- ingum í borginni. Langtímaáhrifin af spauginu voru því ekki góð. En þau voru eðlileg. Þegar stjórn- málamennirnir telja óþarft að taka lýðræðið alvarlega er ástæðulaust að kjósendur geri það. Ástæðan eðlileg Þeir, sem spurðir eru um skróp sitt á kjördag, svara með keimlíkum hætti. Kosningar skipti engu máli. Þær breyti engu. Hróp stjórnmálamanna fyrir kosningar séu hrein látalæti. Helstu forystumenn stjórnmálanna séu hugsjónalausir og líklega stoltir af því. Hversu margir þeirra hafa ekki sagt daginn eftir kjördag „nú þegar kosningarnar eru frá, þá …“ Og þeir liðsmenn flokkanna, sem stundum skolar á þing, og eru ekki hugsjónalausir, koma engu fram. Stór mál, eins og aðild lands að Evrópusambandinu, eru höndluð með skammarlegum hætti og það af öllum stjórnmálaflokkum landsins. Sannarlega afdrifarík ákvörðun sem dæmin sanna að verður ekki aftur tekin. Kvöldið fyrir kosningar vorið 2009 segir formaður flokks, sem allir héldu að væri helsta andstöðuaflið við aðildarbrölt, að aðild að ESB komi aldrei til greina. Flokksmenn sínir muni aldrei samþykkja slíkt og því líkt. Daginn eftir myndar hann ríkisstjórn, undir mála- myndaforystu annars, um það meginverkefni. Síðar var upplýst að handsalaður samningur lá fyrir um þetta þegar hinar hástemmdu yfirlýsingar um það gagnstæða voru gefnar alþjóð. Ekki fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þessa miklu ákvörðun. Hún var afgreidd á undra skömmum tíma í þinginu. Það getur ekki gerst nema stjórnarand- staðan sé úti á túni eða spili í raun og veru með. En þegar bröltið loks ber upp á sker, þingmeirihluti er ekki fyrir aðild og þjóðin enn frekar andvíg og kosn- ingar endurspegla það, þá er það sagt hrópleg svik að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um dánarvottorð fyrir líkið. Og hvernig halda menn að þeim líði sem þó höfðu sig á kjörstað þegar þeir sem tóku við hafa ekki manndóm til að afgreiða þetta mál, með einfaldri þingsályktun- artillögu. Það er réttilega sagt formsatriði. En sjálf- sagt og bráðnauðsynlegt formsatriði, sem bar að af- greiða á fyrstu dögum nýs þingmeirihluta. Atkvæðagreiðsla á Þingvöllum um stofnun Lýðveld- isins Íslands var hreint formsatriði. Þjóðin hafði þegar sagt sitt. Nútímalegir stjórnmálamenn teldu sjálfsagt að af þeim ástæðum hefði bara mátt sleppa því. Taki stjórnmálaforingjar sjálfa sig og samþykktir flokka sinna ekki alvarlega, þá er skrifað á vegginn, hvað gerist í framhaldinu. Stjórnmálamennirnir í borginni hættu að taka sinn afkima lýðræðisins alvarlega og kjósendur hættu í framhaldinu að taka kosningar til borgarstjórnar al- varlega. Það voru rökrétt viðbrögð. Viðbrögð við vonbrigðum Kjósandi segir hátt og í hljóði að kosningar breyti engu og situr heima. Hann meinar væntanlega að þær breyti svo litlu að það taki því ekki lengur að fara á kjörstað og setja einmanalegt atkvæði í kassa. Í löndum Evrópusambandsins koma sífellt fleiri til- skipanir frá andlitslausum og ólýðræðislegum kerf- isróbótum, sem „ríkjunum“ er svo gert að leiða í lög án þess að mögla. Breytingin úr tilskipunum í lög á það sammerkt að ekki nokkur maður les þau í hinum nið- urlægðu þjóðþingum. En þau binda samt þjóðina alla. Núverandi ríkisstjórn, nær ekki að afgreiða einfalda og sjálfsagða þingsáyktun um Evrópumál úr þinginu í tæp tvö ár. En hún fær hrós frá fyrrverandi utanrík- isráðherra fyrir að afgreiða heyrnarlaus og blind hvað eina sem frá ESB kemur. Hún taldi fara best á því að gera mann að ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sem svipti sjálfan sig kápu embættismanns í ofuráhuga á að troða Íslendingum óviljugum í Evrópusambandið. Í tvö ár hefur íslenska ríkisstjórnin ekki fundið tíma frá einhverju sem enginn veit hvað er en ætlar nú að keyra í gegn á fáum vikum matarskatt á lægst launaða fólkið í landinu, hvað sem tautar og raular. Eini ávinningurinn sem hægt er hugsanlega að sjá af því er að fá hrós bak við luktar dyr frá ótryggum embættismönnum fyrir að hafa einfaldað virðisaukaskattskerfið með því að fækka skattþrepum þess úr tveimur ofan í tvö. Í stað þess að hætta við ruglið eru boðaðar dul- arfullar „mótvægisaðgerðir“ sem er svo sannarlega ekki uppskrift að því að „einfalda kerfið.“ Unnið gegn lýðræðinu Í nafni „fagmennsku“ hefur vald kjörinna fulltrúa í vaxandi mæli verið fært til hinna ókjörnu og ábyrgð- arlausu. Kosningar hafa engin áhrif á þá. Enda væri það sagt „ófaglegt“, en að vísu mjög lýðræðislegt, sem er aukaatriði. Einveldiskóngarnir um allan heim höfðu margir hverjir frábæra fagmenn en því minna lýðræði. Slóðin þangað er nú fetuð. Þeir fagmenn voru að vísu ekki ráðnir af Capacent, sem þykir fínt eða af nefndum koll- ega og klíkubræðra, eins og nú er gert, til að forða þjóðinni frá óhollum lýðræðislegum áhrifum. Hvernig er þeim svarað sem „nenna ekki“ á kjörstað og gefa framantaldar skýringar eða aðrar af sama toga? Hætt er við, að fátt verði um svör. Síðasta vörn „stjórnvalda“ gegn minnkandi kjörsókn er því sennilega sú, að reyna í lengstu lög að tryggja að kosningar og aðdráttarafl á borð við rútubíladaginn fari aldrei saman. Líkur standa því miður til þess að margir mundu telja að gagnlegra væri að fara með alla fjölskylduna og skoða rútur. Þar séu einmitt álíka mörg sæti og í þingsalnum og betur skipuð, jafnvel í tómu rútunum. Og séu einhverjir í sætunum er sennilegt að þeir séu flestir snyrtilega til fara. Það var raunar eitt úrræðið til að auka virðingu þingsins að miða klæðaburð í þingsal við það sem tíðk- aðist í sæmilegri sjoppu. En það snúnasta er í þessari samkeppni að ekki er vitað til þess að neinn hafi þóst fara illa svikinn frá rútubíladeginum. Morgunblaðið/Golli 16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.