Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 39
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Raunverulega vandamálið er ekki hvort vélargeta hugsað heldur hvort menn geta það. B.F. Skinner „Hún hefur knúið hjól atvinnulífsins … ímyndaðu þér hvað hún getur gert fyrir þig!“ Tímarnir eru breyttir og ólíklegt er að HP Vectra-borðtölvan gæti uppfyllt drauma les- enda Morgunblaðsins í dag, hvað þá knúið hjól atvinnulífsins. Árið 1997 hóf Hewlett- Packard stórsókn inn á íslenska borðtölvu- markaðinn þegar HP Vectra var kynnt til sög- unnar. Í auglýsingu fyrir tölvuna sagði að há- tækni sú sem fælist í hönnun og smíði hennar hefði fært HP „ótvírætt forystu- hlutverk“ á einhverju sem kallað var „stórtöl- vusviðið“. Þá var staðhæft að stutt kynni við HP gerðu að verkum að allt annað virtist sem afturför. GAMLA GRÆJAN Nýr risi á „stórtölvu- sviðinu“ Google Glass-gleraugun eru nú notuð til þess að þjálfa læknanema í að framkvæma flóknar skurðaðgerðir. Starfsemin er hluti af verkefni sem Google hleypti af stokk- unum í fyrra og nefnist Glass í vinnunni (e. Glass at Work) þar sem netrisinn tekur þátt í samstarfi með fyrirtækjum sem vilja nota Glass til þess að auka hagræði og skilvirkni. Tíu vinnustaðir taka nú þátt í verkefninu. Tvö ár eru liðin frá því að gler- augnatölvan Glass leit fyrst dagsins ljós en varan er þó ennþá á þróunarstigi. Upp- haflega var ætlunin að Glass yrði hefð- bundin neytendavara en erfiðlega hefur gengið að koma gleraugunum á almennan markað í ljósi öryggis- og persónuvernd- arsjónarmiða. Slík tækni þykir hafa mikla möguleika innan heilbrigðisgeirans þar sem starfs- menn þurfa að dauðhreinsa hendur sínar. Þá auðveldar hún einnig til muna faglega ráðgjöf úr fjarlægð þegar sérfræðingur er ekki til taks á staðnum, en getur fylgst með því sem fram fer fyrir atbeina Glass. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Glass í heilbrigðisgeiranum AFP Erfiðlega hefur geng- ið að koma Google Glass-gleraugunum á almennan markað. Nýlega kynnti Amazon snjallhátalarann Echo til sögunnar og talið er að með framleiðslu hans taki fyrirtækið stórt skref að því að snjallvæða heimili fólks. Echo er nettengdur sívalningur sem bregst við raddskip- unum. Að sögn Amazon mun þetta nýja tæki heita „Alexa“ og aðeins leggja við hlustir sé nafn þess kallað. Kynningarmyndband á heimasíðu Amazon kallar óneitanlega fram hugrenningatengsl við HAL9000- tölvuna í 2001: A Space Odyssey. Heyrir vel úr öllum áttum Í nýju kynningarmyndbandi frá Amazon sést lífsglöð fjölskylda biðja Alexu um hvers kyns upplýsingar og þá mun hún einnig geta spilað tón- list, þulið upp yfirlit frétta, lagt á minnið og svo framvegis. Hugsunin er án efa sú að þegar fram líða stundir verði hægt að biðja hátalarann um að festa kaup á tiltekinni vöru og hann gangi skilmerkilega og sam- viskusamlega frá viðskiptunum í gegnum heimasíðu Amazon. Hátalarinn verður búinn sjö litlum hljóðnemum og mun geta heyrt raddir úr hvaða átt sem er. Til að byrja með verður einungis hægt að óska eftir að fá að kaupa þetta nýja tæki sem mun kosta um 199 dollara, eða rúmlega 20 þúsund krónur. NÝJASTA NÝTT Hátalarinn verður búinn sjö hátölurum og mun svara nafninu Alexa. Snjallhátalari frá Amazon iPad Air 2 Verð frá89.990.- Hæð: 24 cm | Breidd 16.95 cm Þykkt: 6.1 mm | Þyngd frá: 437 g Silfur - Gull - Dökkgrár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.