Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Er margbreytileikinn einhvers virði? Skiptirmáli að varðveita fjölbreytileika flórunnarog fánunnar? Væri í lagi að hafa bara eina trjátegund? Til dæmis velja ösp fyrir Ísland, hraðvaxta og tiltölulega harðgert tré? Láta kræklótt birkið gossa og víðinn? Eflaust mætti fækka dýrategundum að skað- lausu – gott að losna við eitthvað af pöddunum. Og svo eru það tungumálin. Einu sinni bundu menn vonir við esperantó sem heimstungumál. Tungu sem risi yfir allar hinar. Esperantistarnir vildu þó ekki útrýma öðrum málum. Svo gæti þó farið að enskan gerði það og kannski tvær þrjár aðar tungur. Yrði missir að því að grisja í heimi tungumálanna? Slá af smæstu tungurnar; þær sem fáir tala? Þá fyki ís- lenskan fljótt. Ekki svo að skilja að íslenskan sé smá þótt fáir tali hana. Færa má rök fyrir því að hún sé á meðal heimsmálanna – því fengu forn- bókmenntir okkar áorkað – og fyrir Íslendinga er íslenskan lífsorkulind eins og Jón Helgason lýsir í kvæði sínu, Í Árnasafni: „Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum:/eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum;/hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu/uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu./“ En gefum okkur að íslenskan væri ekki heimsmál, skipaði ekki þann sess sem hún gerir í bókmenntasögunni, hver væri tilveruréttur hennar? Tungumál smá- þjóðar, sem vill vera til, þarf að hafa fyrir því; þarf að sanna sig nánast upp á hvern dag, búa yf- ir lífslöngun. Þetta hafa Íslendingar löngum vitað. Og til að minna okkur á það varð til dagur íslenskrar tungu. Það var við hæfi að velja afmælisdag Jón- asar Hallgrímssonar til að gegna þessu hlutverki. Nær öll ljóð hans eru áminning um mikilvægi ís- lenskrar tungu. Jónas Hallgrímsson var næmari á tilbrigði náttúrunnar en flestir menn og kannski leynast einhverjir þræðir þar á milli og ljóðlistar hans. Hann staðnæmdist við hið smáa í náttúrunni, kom þar auga á smávini sína fagra. Páll Valsson segir í frábærri bók sinni um ævi Jónasar að hann hafi að sínu mati „farið framúr“ sjálfum Heine í þýðingu sinni á Álfareiðinni. Heinrich Heine og Jónas Hallgrímsson voru báð- ir snillingar. Annar orti á tungu milljóna, hinn á tungu þúsunda. Sagt hefur verið að hugsunin tengist tungumálinu, blæbrigðamunur tungumála feli í sér ólíka áferð hugsunar. Það getur verið kostur að þurfa að flytja sig á milli tungumála, eins og smáþjóðin þarf að gera. Það krefst um- hugsunar um merkingu þess sem sagt er; hver sé munurinn á hugsun á einu máli og öðru. Þannig auðgar og frjóvgar margbreytileikinn og skerpir hugsun. En tunga er líka pólitík. Sjálfstæði þjóðarinnar stendur á grundvelli sögu og menningar. Og það er ávallt alþýða manna sem ber tunguna áfram milli kynslóða. Þess vegna er nauðsynlegt að al- þýða manna búi við góðan kost og sjái framtíð sína hér. Annars endar íslenskan sem skraut- gripur í fornminjasafni. Ef efnamenn eignast Ísland að fullu, mun ekki líða á löngu þar til þeir manna landið með ódýr- um innflytjendum sem tala þá tungu sem ódýrast er að láta þá tala. Baráttan fyrir íslensku er um leið baráttan um landið. Tungan er dýrmætasta þjóðareignin. Dagur íslenskrar tungu * Tungumál smáþjóðar,sem vill vera til, þarf aðhafa fyrir því; þarf að sanna sig nánast upp á hvern dag, búa yfir lífslöngun. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Ekki virðast allir á eitt sáttir um flutning laga í þáttunum Óskalög þjóðarinnar ef marka má þessa færslu annars stjórnandans, Jóns Ólafs- sonar, á Face- book-síðu sinni: „Ég er farinn að hafa húmor fyrir tuðáráttu sam- landa minna. Þetta tengist Óska- lögum þjóðarinnar; afþreying- arþætti á RÚV: Fékk póst á dögunum frá manni sem var ósáttur við hversu flytj- endur Litlu flugunnar og Einu sinni á ágústkvöldi væru ólíkir upprunalegu flytjendunum. Sumsé Lay Low vs. Sigfús Halldórsson og Elísabet Eyþórsdóttir vs. Steindór Hjörleifsson. Ég er mjög ósam- mála og finnst mikill svipur með Lovísu og Sigfúsi auk þess sem göngulag Elísabetar minnir mig alltaf á Steindór heitinn, vin minn.“ Tilkynnt var um leiðréttingu lána í vikunni og vöknuðu þá spurningar um forgangsröðun. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, leikskáld og bar- áttukona gegn of- beldi, lagði þetta til: „Hey krakkar – þarf ekki að stofna hóp fólks sem vill leggja „leiðréttinguna“ sína inn á reikning til heilbrigð- iskerfisins?“ Lekamálið og játning Gísla Freys Valdórssonar, aðstoð- armanns innanríkisráðherra, var umtöluð í vikunni. Rithöfundurinn Sindri Freysson spáir þessu: „Reikna með að Gísli Freyr verði skipaður forstjóri Útlend- ingastofnunar innan árs, með þeim rökstuðningi ráðherra að hann gjörþekki málefni hælisleitenda.“ Söngkonan Sig- ríður Thorla- cius hafði einföld og skýr skila- boð til viðsemjenda tónlistarkennara, sveitarfélaganna með Reykjavíkurborg í far- arbroddi, á Facebook-síðu sinni: „Ok. Þetta er komið gott. Nú skuluð þið semja við tónlistar- kennara. Mér er alvara. Takk.“ AF NETINU Sódóma Reykjavík og Veggfóður vöktu báðar mikla at- hygli þegar þær komu í íslensk kvikmyndahús fyrir meira en tveimur áratugum, eða árið 1992. Báðar vörp- uðu þær að einhverju leyti ljósi á íslenskan veruleika sem mörgum var þá hulinn, orðbragðið þótti grófara en bíógestir áttu áður að venjast úr íslenskum myndum en aðsókn á þær báðar fór fram úr vonum. Þetta er rifjað upp í tilefni af því að nýr þjóðleikhússtjóri, Ari Matt- híasson, fór með hlutverk í báðum þessum eft- irminnilegu kvikmyndum. Ari hefur lítið leikið und- anfarin ár enda hefur hann sinnt starfi framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins. Hann hefur þó ekki alveg sagt skilið við kvikmyndaleik því hann fór með lítið hlutverk í The Secret Life of Walter Mitty sem tekin var upp hér á landi fyrir nokkrum árum. Ari Matthíasson fór með lítið hlutverk í hinni frægu kvik- mynd Veggfóðri. Tinna Gunnlaugsdóttir, fráfarandi þjóðleik- hússtjóri, lék ekki í myndinni en það gerði hins vegar eig- inmaður hennar, Egill Ólafsson. Morgunblaðið/Eggert Nýr þjóðleikhússtjóri lék í Sódómu og Veggfóðri Úr frétt Morgunblaðsins frá því 14.október 1992. Vettvangur Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal verður þrítug hinn 15. desember nk. og fagnar afmælinu með stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu á afmæl- isdaginn kl. 20. Á tónleikunum fer hún með gesti í ferðalag yfir ferilinn, en Ragnheiður á að baki átta plötur og hefur komið víða við í poppi, djassi og þjóðlagatónlist svo eitthvað sé nefnt. Miða á tónleikana er hægt að nálgast á vefnum midi.is. Afmæli með stæl Ragnheiður Gröndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.