Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 25
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Minna unnar olíur eru yfirleitt dekkri á litinn og bragðmeiri en
meira unnar olíur. Dökku olíurnar innihalda oftast meira af hollum
efnum en þær sem eru meira unnar. Þær dökku njóta sín best út á
salat eða annan mat en ljósu olíurnar henta betur til steikingar.
Dökkar olíur hollari* Það þarf góða heilsu og lé-legt vit til að lifa heilsu-spillandi lífi.
Guðbergur Bergsson – Missir
Þó að heilsuveitingastaðir virðist
njóta sívaxandi vinsælda gera aðrir
staðir út á óhollustuna. Stundum
virðist útgangspunkturinn vera að
hneyksla sem mest. Eins og hjá
Hungry Horse í Bretlandi sem býð-
ur upp á tvöfaldan kleinuhringja-
borgara en á borgurunum eru enn-
fremur grillsósa, beikon og ostur.
Kaloríurnar eru tæplega tvö þús-
und, sem slagar upp í dagsþörfina
hjá meðalmanneskju.
Söluslagorð borgarans er: „Svo
rangt að það verður rétt“ og hefur
breskur næringarfræðingur gagn-
rýnt þetta. „Þetta er ótrúlegt og óá-
byrgt. Ég vil ekki spilla gamninu en af
hverju er svona í boði? Þessi borgari
er hjartaáfall á diski,“ sagði Mel Wa-
keman hjá Háskólanum í Birm-
ingham.
Það eru 125 g af fitu í borgaranum
og þar af eru 53 g mettuð fita sem
er 267% af ráðlögðum dagskammti í
Bretlandi. Ennfremur eru í honum
8,2 g af salti og 53 g af sykri.
„Allar næringarupplýsingar fyrir
matseðilinn okkar eru á vefsíðunni
og á veitingastöðunum svo við-
skiptavinir okkar geta tekið upplýsta
ákvörðum um hvað þeir láti ofan í
sig,“ sagði Steve Jebson, talsmaður
Hungry Horse, í viðtali við Mas-
hable. Fólk ætti að hugsa málið vel
áður en það pantar þennan.
Tvöfaldur kleinuhringja-
borgari með beikoni
Nýi borgarinn, hjartaáfall á diski?
Drykkir sem markaðssettir
eru fyrir börn innihalda oft
meiri sykur en Coca Cola.
Action on Sugar gerði könn-
un á 203 ávaxtadrykkjum í
breskum matvörubúðum og
komst að því að 25% þeirra
innihéldu meiri sykur en
Coca Cola, sem er með
fimm teskeiðar af sykri í 200
ml glasi. Sérfræðingar mæla
með því að börnum sé gefið
vatn að drekka og þau fái
heldur heila ávexti en safa. Vatnið er betra en safinn.
Sykraðir
drykkir
Gróft korn og græn-
meti er holl fæða.
LJósmyndir/Gunnar Sverrisson
Sérmatur fyrir börn ýtir undir matvendni og einhæft mataræði, þar sem þau fá ekki að kynnast nýjum fæðutegundum og
bragðeiginleikum, áferð og útliti ólíkra rétta við skemmtilegar aðstæður.
Laufey segir
Sykur
„Agavesíróp er bæði bragðgott og heldur sætara en
venjulegur sykur. Best er því að nota það á þeim for-
sendum frekar en sem hollustuvöru. Hollustan er best
tryggð með því að stilla sætindum í hóf en ekki með því
að velja eina sykurtegund fram yfir aðra. Því miður
verður súkkulaðikakan ekki hollari þótt við setjum í
hana hrásykur í stað hvíta sykursins. Notum því hrá-
sykur eða agavesíróp af því að okkur finnst það bragð-
betra en ekki af hollustuástæðum.“
Grænmeti
„Rófur, hvítkál, grænkál og tómatar eru t.d. afburða-
hollar grænmetistegundir sem oft má fá á tiltölulega
hagstæðu verði. Það skiptir máli að velja grænmeti eftir
árstíð frekar en festast í sömu tegundunum allt árið um
kring og eins velja grænmeti úr nærumhverfinu frekar
en það sem hefur flogið til okkar yfir hálfan hnöttinn.“
Lágkolvetnamataræði
„Kolvetnasnautt fæði getur vissulega verið ein leið til
megrunar, sérstaklega fyrir fólk sem er mjög feitt eða á
sér fáar aðrar lausnir við alvarlegum vanda. Hins vegar
telst það síður en svo heilsufæði, síst af öllu fyrir börn.
Heilsusamlega leiðin til að minnka kolvetni og fækka
hitaeiningum er að borða sem allra minnst af sætind-
um, kökum, hvítu hveiti, kexi og sætum drykkjum.“
Drykkir og búst
„Þótt bústið sé uppfullt af hollustu er ef til vill meira
um vert að kenna börnunum okkar að borða og þekkja
grænmeti og ávexti, alls kyns mat sem þarf að tyggja,
skera, bíta í og bragða, frekar en að koma sem flestum
grænmetistegundum ofan í þau dulbúnum sem drykk.“
Barnamatseðlar
„Börnin þurfa fyrst og fremst minni skammta og aðeins
minna kryddaðan mat en fullorðnir. Að öðru leyti ættu
þau svo sannarlega að geta fengið fína matinn þegar þau
fara á veitingahús, rétt eins og aðrir. Sérmatur fyrir
börn ýtir undir matvendni og einhæft mataræði, þar
sem þau fá ekki að kynnast nýjum fæðutegundum og
bragðeiginleikum, áferð og útliti ólíkra rétta við
skemmtilegar aðstæður, eins og til dæmis á veitinga-
húsi.“
100% hreinar
Eggjahvítur
Þú þekkir okkur á hananum
Án allra aukaefna!
Gerilsneyddu eggjahvíturnar frá Nesbú eru frábær valkostur í jólabaksturinn.
Hugsaðu um hollustuna, veldu eggjahvítur frá Nesbú.
Ís
le
ns
k framleiðsla