Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 36
Þegar menn tóku að kaupa bíla að nýju fyrir stuttu eftirnokkurra ára hlé kom eflaust mörgum á óvart hve miklarframfarir hafa verið á því sviði á síðustu árum, bílar eru öruggari, hljóðlátari og miklu sparneytnari. Svo eru þeir líka mun tæknilegri sem helst í hendur við aukna tölvuvæðingu þeirra. Lykillinn að aukinni sparneytni er nefnilega tölvustýring í nútímabílum, tölvur sem sérhannaðar eru til að stýra elds- neytisgjöf og eru kannski ekki mjög öflugar, flestar væntanlega ekki nema 40 til 100 Mhz, sem er ekki mikið miðað við borð- og fartölvur, en bíltölvur keyra líka minni forrit, þó flókin séu. Með tímanum hafa svo aksturstölvur orðið öflugri en einnig hafa fleiri tölv- ur bæst við í bílana, en þær skipta tugum í nýjum bílum, gætu verið á fjórða eða fimmta tug, sem hver hefur sitt sér- staka hlutverk. Auk þess að fylgjast með brennslunni er sífellt algeng- ara að bílar séu þannig útbúnir að þeir vakta bremsurnar og fylgjast með hegð- un ökumannsins, aukinheldur sem alls- kyns skynjarar og myndavélar eru til þess fallnar að fækka óhöppum og tryggja öryggi. Gott dæmi um þetta er Tekna- útfærslan á nýjum Nissan X-Trail, þar sem skynjarar ýmiskonar og fjöldi myndavéla gefa forsmekkinn að því sem eflaust verður staðalbúnaður í flestum bílum á næstu árum. Í miðju mælaborðinu á Nissan-jepplingunum, Juke, Qashqai, X-Trail og Pathfinder, er 7" snertiskjár, alla jafna notaður fyrir útvarp, símatengingu, USB-lykil og viðlíka og leiðsögukerfi sem fylgir með og er með íslenskum kortum og bakkmyndavél, en hann kemur aðallega að gagni þegar myndavélar eru virkjaðar. Ekki skortir myndavélarnar; ein er að framan, tvær á hlið- unum, ein undir hvorum spegli og tvær að aftan, önnur bakk- myndavél ofan við númeraplötuna, en hin undir vindskeiðinni. Í skjánum í mælaborðinu má svo sjá afrakstur vélanna – hægt er að skipta skjánum svo að annarsvegar sést mynd úr bakk- myndavélinni, en til hliðar er svo mynd af því sem er að sjá umhverfis bílinn eins og horft sé á hann að ofan. Þó eðlilega nái ekki vélarnar að sýna langt frá bílnum þá er það nógu langt til að geta varað sig á fyrirstöðum og ójöfnum ef út í það er farið. Að því sögðu þá eru enn blindhorn þegar komið er mjög nærri bílnum, ef einhverju er stillt upp við framhorn hans vinstra eða hægra megin sést það ekki þegar kveikt er á vélunum. Til viðbótar við þetta eru svo fjarlægðarskynjarar í stuðurum sem gefa frá sér hljóð þegar bíllinn nálgast eitt- hvað um of. Nissan er ekki fyrst til að bjóða upp á þá tækni að bíllinn getur komið sér í stæði sjálfur, hvort sem verið er að bakka beint í stæði eða skjóta sér á milli bíla, leggja samsíða eða þvert á akbraut; ég man til að mynda eftir kynningu á slíku í Ford Focus hjá Brimborg fyrir nokkrum árum. Útfærslan er væntanlega áþekk hjá þeim framleiðendum sem á annað borð bjóða upp á hana, en þá ekur maður framhjá viðkom- andi plássi til að bílinn geti metið hvort hann komist í það, en notandi getur fínstillt það hvernig bíllinn verður í stæð- inu áður en hann byrjar að bakka. Þegar allt er klárt gefur bíllinn merki um að nú eigi að setja í gír og bíð- ur síðan eftir því að honum sé gefið inn, en ökumað- urinn stýrir inngjöf og bremsum og þarf náttúrlega að hafa augun hjá sér. Kerfið slekkur á sér um leið og ökumaður snertir stýrið, til að tryggja að ökumaður geti hvenær sem er gripið inn í ferlið, en það lætur líka af stjórn- inni ef hraði fer yfir 7 km á klst. Til að stýra bíln- um rétta leið notar bíllinn myndavélarnar, en líka skynjarar, sex í framstuðaranum og fjórir í afturstuð- aranum, sem senda frá sér hljóðbylgjur á tíðni sem eyrað nemur ekki. Myndavélarnar gagnast við fleira, því þær fylgjast sí- fellt með umhverfinu og láta vita með ljósmerki ef ein- hver er að taka framúr manni og eins taka þær myndir af umferðarmerkjum og sýna til að mynda strax þegar leyfileg- ur hámarkshraði breytist. Einnig láta þær vita ef farið er yf- ir miðlínu eða kantlínu, vara við ef maður er að fara að svína fyrir einhvern og svo má telja. Hægt er að slökkva á þessum öryggiskerfum ef vill. Þess má geta að bakk- myndavélin sýnir ekki bara gaumlínur, heldur sést líka á skjánum hvert bíllinn stefnir miðað við það hvernig lagt er á hann. Í bílnum er líka svonefnt ESP-kerfi sem er rafeindastýrður stöðugleikabúnaður, stundum kallað skriðvörn eða spólvörn, neyðarhemlun sem grípur inní á ögurstundu, aukinheldur sem hugbúnaður í tölvu bílsins, Active Trace, aðstoðar í beygjum með því að fínstilla bremsur fyrir hvert hjól. Bíllinn bregst líka við ef stýrið hefur ekki verið hreyft mjög lengi á akstri, enda getur það bent það til þess að viðkomandi sé dottandi. Myndavélakerfi er í grunnbílnum, X-Trail Accenta, sem kostar frá 5.590.000 kr. eftir útfærslu, en hugbúnaður til að leggja í stæði og blindhornsviðvörun í þeim sem ég skoðaði, beinskiptum fjórhóladrifnum X-Trail Tekna með 1598 cc dís- ilvél sem kostar 6.790.000. TÖLVUVÆDDUR X-TRAIL TÖLVUVÆÐING BÍLA ER EKKI BARA LYKILL AÐ ELDSNEYTISSPARNAÐI HELDUR EYKUR HÚN LÍKA ÖRYGGI ÖKUMANNS OG FARÞEGA MEÐAL ANNARS MEÐ ÞVÍ AÐ FYLGJAST MEÐ BREMSUM OG STÝRINGU. BÍLTÖLVUR GETA LÍKA FYLGST MEÐ ÞVÍ SEM GERIST Í KRINGUM BÍLINN, EINS OG SJÁ MÁ Í NÝJUM NISSAN X-TRAIL, ÞAR SEM BÍLLINN VAKTAR UMHVERFI SITT OG HNIPPIR Í ÖKUMANNINN ÞEGAR ÞÖRF KREFUR. * X-Trail er í þremur útfærslum, Accenta,Accenta Plus 2 og Tekna. Ýmislegur aukabún- aður er í Tekna-útfærslunni auk myndavéla og skynjara, til að mynda 7 sæti, rafdrifin sóllúga, LED-aðalljós, leðursæti, rafdrifið ökumannssæti með mjóbaksstuðningi, 19" álfelgur, lykillaust aðgengi, þakbogar og rafdrifin opnun á aft- urhlera. * Í bílnum (og í Nissan Juke, Qashqai og Pat-hfinder) er svonefnt Nissan Connect-kerfi sem tengist snjallsímum yfir Bluetooth. Viðkomandi sími er paraður við kerfið og þá hægt að taka við símtölum og hringja, fletta upp símanúmerum o.s.frv. (Ekki er hægt að nota iPhone nema með því að tengja hann við kerfið með snúru, enda styður iPhone ekki Bluetooth-tengingar.) Græjan ÁRNI MATTHÍASSON * Fræðilega séð er hægt að tengjast not-endagátt fyrir Nissan-eigendur og sækja þar forrit sem birtast myndu á upplýsingaskjánum, Face- book og Google eru víst til og fleiri munu bætast við. Fræðilega, segi ég, vegna þess að mér hefur ekki tekist að gera það í margar vikur - kemur alltaf upp kerfisvilla hjá Nissan í Danmörku („Int- ern serverfejl“ sem þýðir: „Við erum lúðar“). Græjur og tækni AFP *Með nútímatækni er hægt að mæla blóðsyk-ur, blóðþrýsting, skrefin sem gengin eru yfirdaginn, hversu margar kaloríur eru innbyrtarog fleira með snjallsíma eða snjallarmbandi.Nú er komið á daginn að bráðum verðurhægt að mæla hvort viðkomandi er með ein-hver geðræn vandamál. Þessi tækni er aðeins á byrjunarstigi en forvitnilegt verður að fylgj- ast með þróun mála. Snjallsíminn að mæla geðræn vandamál? Bíltölvur, svonefnd ECU, eru til margs brúk- legar eins og getið er um hér fyrir ofan, en þær eru líka notaðar til að draga úr bílþjófn- uðum – hægt er að nota GPS til að fylgjast með því hvar bíllinn er staddur, koma í veg fyrir að hægt sé að keyra hann eða draga úr hraða. Allt svo sem gott og blessað, en hvað ef einhver kemst inn í kerfið? Það vakti eðlilega talsverða athygli í sumar þegar kínverskir tölvuþrjótar náðu að brjót- ast inn í tölvukerfi á Tesla-rafbíl þó þeir hafi reyndar ekki náð stjórn á neinu nema læs- ingu, ljósum, þurrkum, flautu og sóllúgu. Þetta var þó ekki illa meint, því þrjótarnir tóku þátt í samkeppni um innbrot inn í tölvu- kerfi Tesla, en undirstrikar það að hættan á því að þrjótar brjótist inn í bíla eykst eftir því sem bílar verða tölvuvæddari. Að þessu sögðu þá er ekki líklegt að takist að brjótast inn í bíla sem eru á götunni í dag eða á leið á götuna á næstunni, enda byggjast þau tölvuinnbrot sem menn hafa sýnt á bein- tengingu við aksturstölvurnar í bílnum, því þær eru ekki tengdar þráðlausu neti og því ekki hægt að komast inn í kerfið þá leið. (Reyndar var Telsa-innbrotið í gegnum snjall- símaforrit frá Tesla sem nota má til að sýsla með ýmislegt og þar var öryggishola sem menn gátu nýtt sér.) Þrátt fyrir það vekur það augljóslega spurningar um framtíðina og bílaframleiðendur eru við öllu búnir, sem sést meðal annars á því að þeir hafa hrundið af stað sérstöku verkefni um tölvuöryggi. Á vefsetri samtaka bílaframleiðenda má meðal annars lesa um áherslur framleiðenda á það að þráðlaus kerfi séu aðgreind frá þeim tölv- um sem stýra mikilvægum hlutum eins og inngjöf, bremsum og stýri. BÍLTÖLVUR OG TÖLVUÖRYGGI Tölvuþrjótar á ferð Mælaborðið á Nissan X-Trail Tekna er með 7" snertiskjá og hægt að sækja forrit með snjallsíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.