Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 40
Hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann?
Ætli það væri ekki biker-jakkinn frá ACNE Studios. Hann er alveg ótrúlega fallegur
og alveg rosaleg gæði í honum. Hann kostar tæplega tvö hundrað þúsund kall, hann fitt-
ar mér eins og hanski og þó að ég segi sjálfur frá þá er ég alveg bilaðslega kúl í honum.
Ég er búinn að fara vandræðalega oft í heimsókn í búðina og máta hann, alveg oftar en
fólk grunar. Ég fann nýja ACNE-búð um daginn svo ég get farið að heimsækja hana til
að máta hann – ég er búinn með kvótann í hinni. Ég nýti kannski tækifærið hér og kanna
hvort einhver þarna úti vill kaupa hann handa mér, fyrirfram þakkir.
Segjum að þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og
þú fengir dag til að versla. Hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu?
Ég þyrfti að segja 70’s, því ég er ágætisblanda af hippa og pönkara. Þegar ég var unglingur var
ég mikill goti með fullt af götum í andlitinu, svart og blátt og rautt og fjólublátt hár og í háum
platform-skóm, en með lúmska hippasál. Ég mundi vilja kaupa mér síðar svartar flíkur,
stóra leðurjakka og skreyta með spreybrúsum og göddum með gat í
miðsnesinu á meðan ég berðist fyrir heimsfriði og hlustaði á
góða tónlist og einblíndi á ást og frið. Pottþétt.
Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum?
Ég hef aldrei náð að lýsa honum nægilega, svo stikk-
orðin til að lýsa honum væru: goth, mínimalismi, sport,
svartur, hvítur, grár, kuldaskræfa, frelsi, þægindi, beis-
ik, leti og náttúrulitir. Ef öllu þessu er blandað saman,
þá er það stíllinn minn mundi ég segja.
Ætlarðu að fá þér eitthvað fallegt fyrir veturinn?
Já, Snæfellsúlpu frá 66°Norður. Ég hef haft augastað á
henni í ansi mörg ár og þennan veturinn varð hún mín.
Hún er sjúklega flott og heldur á mér hita, það er það eina
sem ég vil á veturna, enda mikil kuldaskræfa.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að
fatakaupum?
Já, ég fylgi þessari tilfinningu sem kemur í mann þegar mað-
ur fær augastað á einhverri flík. Ég leyfi henni svolítið að
ráða. Ég er ekki týpan sem kaupir til að kaupa, ég er
nokkuð nískur og eyði peningum aðeins í það sem hefur
mikið notagildi eða sem ég veit að ég á eftir að nota
mikið. Allt þar á milli læt ég vera.
Hvert er eftirlætistískutímabil þitt og hvers
vegna?
70’s-pönkið og hipparnir, frjálslegt og skapandi.
Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut?
Ég myndi segja að pilot-jakkinn minn frá
Spútnik væri smá uppáhalds, All Saints-
leðurtaskan mín sem ég keypti fyrir sjö árum og ACNE-trefillinn minn sem ég
fékk í gjöf frá kæró, hann er bestur, ég elska hann og nota hann endalaust.
Trefilinn semsagt. Jú, kæró svosem líka.
Hvaða vetrartísku ætlar þú að tileinka þér?
Ég er mikill jakka- og úlpumaður og hef sankað að mér ansi mörgum upp á
síðkastið. Ég fer heldur aldrei út í kuldann án þess að vera með trefil, svo fæ ég
bara að njóta mín og vera í öllum þeim jökkum sem hanga inni í skáp á sumrin. Ætli það
verði ekki bara algjörlega mitt þema þennan veturinn. Alls konar jakkar, stórir,
smáir, þykkir, langir og stuttir, og fyrrnefndur trefill. Það er bara ýkt
næs fyrir mig.
Hver var fyrsta hönnunarflík sem þú keyptir þér?
Það var taskan frá All Saints, sem ég keypti í
Reykjavíkurferð þeg-
ar ég bjó enn á
Seyðisfirði. Þetta var
sumarið áður en ég fór í
menntaskóla og ég sá þessa fínu „gym-bag“-
leðurtösku. Ég man að mamma var ansi hissa þegar ég sagði
henni að ég hefði keypt rándýra tösku, enda lítið vanur því
að vera að eyða bilaðslega miklum peningum í föt og
fylgihluti. Þarna varð ég ástfanginn af þessari tösku og
þegar maður sér eitthvað sem maður verður ást-
fanginn af og gargar svoleiðis á mann ætti maður
að geta verslað án samviskubits. Ekki of mikils
allavega, hlutirnir reddast og veskið með. Ég á
hana og nota ennþá, sem er snilld.
Hvað kaupir þú þér alltaf þó að þú eigir
nóg af því?
Svarta og hvíta boli. Ég geng meira og minna í
bara svörtum og hvítum bolum, stundum gráum.
Hlýrabolir í stórum stærðum eru vinsælir hjá mér líka.
FER ALDREI ÚT Í KULDANN ÁN ÞESS AÐ VERA MEÐ TREFIL
Ágætis blanda af hippa og pönkara
HELGI ÓMARSSON LJÓSMYNDARI OG BLOGGARI HJÁ TRENDNET.IS HEFUR
FLOTTAN STÍL OG SEGIR OF STÓRA HLÝRABOLI VINSÆLA UM ÞESSAR MUNDIR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Hippatímabilið er í
eftirlæti hjá Helga.
Tíska
Kjóll Kate Middleton uppseldur
*Kate Middleton hertogaynja mætti á viðburðinn GSK Hum-an Performance Lab nýlega klædd í aðsniðinn dökkbláan kjól,með belti í mittinu, frá merkinu Goat. Kjóllinn, sem kostaðium 88.000 kr., seldist upp á örfáum mínútum á vefsíðu tísku-hússins eftir að hertogaynjan ólétta sást í kjólnum. Þetta erekki í fyrsta skipti sem Kate klæðist flík frá Goat en húnklæddist einnig kápu frá merkinu þegar hún var ólétt að
Georg prinsi.
Helgi er nýbúinn að
kaupa sér Snæfells-
úlpu frá 66°Norður.
Biker-jakkinn frá ACNE
Studios er sérlega flottur.