Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
E
kki tekur öll heimsbyggðin kosningar
mjög alvarlega. Enn býr drjúgur hluti
mannkyns við lýðræðislegt réttleysi.
Réttleysingjar þessir eru þó iðulega
neyddir á kjörstað, jafnvel að viðlagðri
refsingu, ef út af er brugðið. Þegar
þangað er komið eru tveir klefar í hverri kjördeild.
Kjörklefinn, þar sem kosið er með stjórnvöldum og
fangaklefinn, sem farið er í vilji menn tjá aðra skoðun.
Hvers vegna glataði hann lit?
Þegar til þessa er hugsað mætti ætla að kjósendur í
lýðræðisríki litu á sinn kjörseðil sem kjörgrip, sem
bæði þyrfti að vernda, nýta og fara vel með.
Algengast er, að fyrst eftir að aðkvæðisréttur fæst,
eftir harðfylgi, flykkist menn í gleði sinni á kjörstað.
En svo dregur smám saman úr áhuga, uns svo er kom-
ið, að kosningarétturinn er jafnvel hafður í flimtingum.
Ýmsar skýringar eru viðraðar á þessari óheillaþróun.
Þær eru ólíkar og misvísandi og stundum litaðar af því,
hver gefur þær.
Sú skýring heyrist stundum á pirringsstund í hjóna-
bandi, að makinn, sem talað er til, taki hinn „eins og
sjálfsagðan hlut,“ meti ekki hjónabandsfenginn, eins
og vert væri. Það er óþarft og varasamt í góðu hjóna-
bandi að taka nokkuð eins og sjálfsagðan hlut. En það
er hins vegar gott að búa í þjóðfélagi sem telur að
kosningarétturinn sé algjörlega sjálfsagður. En það
dregur ekki úr mikilvægi þess réttar.
Vafalítið þykir þeim, sem nýta kosningarétt sinn illa,
eftir sem áður gott að vita af því, að valdsmenn verði að
leita nýs umboðs á fárra ára fresti. En óneitanlegt er
að „kjósandanum“ þykir, þrátt fyrir þetta, sífellt minna
til kjörseðilsins koma.
En rétt eins og þegar Jeppi á Fjalli viðurkenndi
drykkjuskap sinn, sem var sjálfgefið, fylgja við-
urkenndum staðreyndum gjarnan nýjar spurningar.
„Jú, víst drekkur Jeppi. En af hverju drekkur Jeppi?“
Því verður ekki á móti mælt að kjörseðill í hendi hef-
ur hríðfallið í verði. En hvaða skýringar eru á því?
Drattast ekki á kjörstað
„Af hverju kemur kvefið og hóstinn? Kemur af leti og
því er nú verr,“ var sungið. Kjósendur sem heima sátu
segja iðulega að þeir hafi ekki nennt á kjörstað. En það
er fyrirsláttur, leti getur ekki verið skýringin. Íslend-
ingar þyrptust tugþúsundum saman á rútubílasýn-
inguna við Umferðarmiðstöðina á sínum tíma, þótt
ekki væri þar neitt að sjá annað en rútubíla, sem þeir
höfðu, allir sem einn, margoft séð og sungið í. Það eru
ekki letingjar sem halda þannig á helgidögum. Menn
stóðu í biðröð til að fá að fara inn að framan og út að
aftan, í eina rútu af annarri. Í þetta þarf harðduglegt
fólk.
Á Íslandi eru kjörstaðir á næstu grösum, hvar sem
því verður við komið, og ekki verður séð að í dreifðari
byggðum, þar sem lengra er að fara, sé kjörsókn lak-
ari, en þar sem aðkoma er þægilegust. Letiskýring-
unni er því endanlega hafnað. Hvað er það þá? Minnk-
andi kosningaþátttaka er alþjóðleg og Íslendingar hafa
verið tiltölulega viljugir fram til þessa til að skokka á
kjörstað. En sá vilji minnkar hratt.
Borgarbúar voru sagðir hafa tekið risaskref í átt til
nútímalegra stjórnmála, er þeir völdu sér borgarstjóra
sem lofaði að taka starf sitt ekki alvarlega og því síður
að sinna því. Hann stóð við loforðin. En eftir að þessu
Eru
stjórnmál
rútína?
* Í tvö ár hefur íslenska ríkis-stjórnin ekki fundið tíma fráeinhverju sem enginn veit hvað er en
ætlar nú að keyra í gegn á fáum vik-
um matarskatt á lægst launaða fólkið
í landinu, hvað sem tautar og raular.
Reykjavíkurbréf 14.11.14