Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 7
STRAUMHVÖRF
5
vísu leikið hugsjónamenn um stund,
og hugsjónamenn er hægt að kveða
niður um stund, en ekki til lengdar.
Hitt er algengast, að þjóðin þekki
þegar hugsjónamennina frá loddurun-
um af eðlisávísun sinni og af marki
þeirra.
Þó er hér eitt ljón á veginum, á
vegi allrar vakningar, en ryður sundr-
ungunni til rúms. Það er sá hugsunar-
háttur, að viðurkenna í orði kveðnu,
að hugsjónir geti í sjálfu sér veriö
góðar, en hafa enga trú á að þær
verði framkvæmdar, hvað þá að
leggja þeim lið.
Vonleysi, trúleysi, sinnuleysi eða
framtaksleysi eru fylgihnettir þessar-
ar hugsunar, og einhvernveginn má
hún sín svo mikils i andlegu umhverfi
okkar, að það minnir óþægilega á
þá vonlausu tíma, er hin bókhneigða
íslenzka þjóð varð nauðug viljug að
játa, að bókvitið yrði ekki látið í
askana. Þannig heyktist hún á hug-
sjón sinni. Sá er þó munurinn á, að
nú heykjumst við ekki á hugsjónum
vegna harðréttis, heldur miklu frem-
ur vegna hóglífis. Ekkert er meiri
Þrándur í götu ungrar, fátækrar,
frjádsrar þjóðar en þessi hugsunar-
háttur.
Það er næstum heiðarlegra, að
berja höfðinu við steininn og neita
öllum hugsjónum, heldur en drattast
til að viðurkenna þær, án þess að
ljá þeim hið minnsta lið, hafa enga
trú á þeim í framkvæmdinni. Þá
menn, sem þannig hugsa, vantar von,
trú og innihald í sitt eigið líf, vantar
trú á samborgarana, framtíðina og
sigur hins góða málefnis. Þeir skríða
inn í andlegan kuðung og fullnægja
aðeins frumstæðustu þörfum sínum.
Allt annað er þeim óviðkomandi. —
Þessir kviksetningar eru lík í lest
hverrar einustu þjóðar. Þeir eru allra
manna ólíklegastir til að svipta hugs-
andi, ábyrga menn trúnni á sjálfa sig,
þjóð sína og framtíð, eða varna þeim
að sanna með lífi sínu og starfi, að
hugsjónir geta orðið að veruleika,
hversu fjarlægar sem þær geta virzt
sinnulausum sínhyggjumönnum.
En þessir kuðungsmenn eru til í
hverri sveit. Þeir spara ekki að gera
lítið úr hugsjónum okkar, hvort sem
það er þjóðarhugsjón, trúarhugsjón,
eða aðrar lífshugsjónir.
En við skeytum því alls engu. Við
vitum, að við þurfum að eignast hug-
sjónir, trúa á þær og leiða þær fram
til sigurs. Það er lífsvon lítillar þjóð-
ar ofar hinu daglega striti.Ein þess-
ara hugsjóna er þjóðarhugsjón okk-
ar, einhuga íslenzk þjóð.
Enginn okkar má vera svo við-
kvæmur, að láta svipuhögg spottsins
og vantrúarinnar hrekja sig undan
himni hugsjónanna niður í holu kuð-
ungsins.
Það mun engum þykja óeðlilegt,
eins og málum er komið, þótt tíðrætt
verði um sundrunguna í landinu, í
grein, sem annars ber yfirskrift ein-
hugans. Hitt mun fleirum þykja kyn-
legra, að ekki skuli, eins og títt er,
herjað fyrst á flokkadrættina og leit-
að þangað allra orsaka sundrungar-
innar. Eg mun þó ekki rekja það
mál nú, það er efni í margar grein-
ar. Aðeins skal sveigt lauslega að því,
en um leið viðurkennt, að flokka-