Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 32

Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 32
STRAUMHVÖRF 30 lífhollu hvötum. Ef hin ræða skyn- semi einstaklingsins hefir borið sig- ur úr býtum, hefir það leitt til félags- legrar tortímingar. Fjölmargir kynflokkar villiþjóða gera þessar fullyrðingar ljósar. Þær deyja út, vegna þess að félagslegar verndarráðstafanir eru ekki nógu traustar til að styðja verndarhvötina í samræmi við vaxandi „upplýsingu“. Fyrir þessar sakir verður mörgum villiþjóðflokkum örlögþrungið að kynnast æðri menningu annarra þjóð. „Upplýsingin" brýtur mátt sið- venja þeirra og félagslegra stofnana, en reynist þess sjaldnast umkomin að gefa eitthvað jafngilt í staðinn. Röskun á hinni félagslegu vernd, er tímgunarhvötin og verndarhvötin upprunalega nutu, hefir ráðið miklu um tortímingu voldugustu og glæsi- legustu þjóðfélaga, svo sem Grikkja- veldis hins forna og Rómaveldis. STRAUMHVÖRF Rit um þjóðfélags- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Emil Björnsson. Ritið kemur út 6 sinnum á ári. Askriftarverð kr. 15.00 árgangurinn. Heftið kostar í lausasölu kr. 3.00. Afgreiðsla: Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstr. 19, Reykjavík. Sími 4179. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Röskun á þessari félagslegu vernd hefir meðal hinna lægri þjóða leitt til barnamorða, meðal „menningar- þjóða“ hefir það leitt til barnamorða, áður en börnin voru borin í heiminn, óeðlilegs sambands milli kynjanna, kynvillu og lítilsvirðingar á hjóna- bandinu og röskunar á fjölskyldu- lífinu. Framh. ÞJÓÐTRLIN DÆMIR íslenzk skammdegi og vetrarveður hafa skráð lokaþátt margrar ein- staklingssögu. Fyrir nokkrum mannsöldrum gerðist það, að bóndi einn og fjármaður hans leituðu sauða í tvísýnu veðri. Er á leitina leið, harðnaði veðrið. Undir hömrum gljúfurs nokkurs urðu örlög bónda og fjármannsins. Er frosthreinn og bjartur vetrardagur rann upp, fundust líkin. Þau voru flutt heim til bæjar. Þar var stofa forn með einni lokrekkju. Þar var lík bóndans lagt á fjalir, en lík vinnumannsins í útiskemmu. Er þeir voru jarðsettir, raulaði skammdegisgusturinn kveðjusönginn. Sú var venja, að næturgestir, er að garði bar, sváfu í lokrekkjunni. Urðu þeir þess brátt varir, að ekki var allt kyrrt um nætur. Höfðu fæstir næt- urgestir fest blund, er tekið var að rjála við stofuhurðina. Síðan opnaðist hún, og hrollsvalur gustur fór um hana, en helkalin rödd mælti: „Húí! Húí! Jafnir í dauða. Jafnir í dauða!“ Svo heyrðist fetað að lokrekkjunni, og gesturinn virtist ætla að stíga upp í hana. Meðan skrjáfaði í klaka- stokknum klæðum, heyrðist aftur: „Kaldara en gljúfrin. Kaldara en gljúfrin".

x

Straumhvörf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumhvörf
https://timarit.is/publication/1092

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.