Straumhvörf - 15.01.1943, Blaðsíða 25
STRAUMHV ÖRF
23;
þegar hann sá spólurokkinn: „Mikil
eru verk guðs, en meiri eru mann-
anna“. Sá, sem lætur í Ijós trú á al-
mætti, er stjórni öllu lífi, getur átt
von á að verða fyrir háðsglotti
„menntaðra" manna, því að sá, sem
þarf að styðjast við guðstrú á þess-
ari vísinda- og tæknisöld, getur tæp-
ast talizt algerlega „klár í perunni".
Þetta er' ríkisstjóranum ljóst, því að
hann er ekki brynjaður fyrir hnútu-
köstum fremur en aðrir, en hann læt-
ur sér á sama standa. Sýnir hann þar
hugrekki, sem aðrir mættu taka sér
til fyrirmyndar. Vel sé honum fyrir
það.
Ríkisstjórinn kemst ennfremur svo
að orði: „Eg held, að allar mann-
eskjur séu í heiminn bornar með trú-
arþörf, þörf til þess að trúa á mátt,
sem er æðri okkar mætti. Enda ligg-
ur það svo að segja beint við. Hvað
verður úr mætti okkar mannanna,
þrátt fyrir allra fullkomnustu tækni
nútímans, er við lítum til alheimsins
eða náttúrunnar í kring um okkur?
Hnötturinn okkar, með sjálfum okk-
ur og öllu því, sem á þessum hnetti
er „lifað fyrir og barizt móti“, er og
verður ekki nema eins og sandkorn
á sjávarströnd, borið saman við það,
sem við þykjumst vita eitthvað um
af himingeimnum. Við mennirnir,
dýrin og blómin á akrinum eru miklu
fullkomnari en nokkuð það, sem
mesta tækni nútímans getur fram-
leitt. Og ekki má gleyma hinu und-
ursamlega samræmi í þessu öllu. —
Hvað annað en okkur óendanlega
miklu meiri máttur getur verið höf-
undur alls þessa?“
í þessum orðum ríkisstjóra kemur
fram fölskvalaus guðstrú og lotning
fyrir mikilfengleik alheimsins. Hann
telur sig ekki of mikinn mann né of
hátt settan í þjóðfélaginu til þess að
hefja hug sinn upp úr önnum og
erjum hversdagslífsins og finna hon-
um hvíld í andlegri íhugun. Engum
ætti að vera ljósara en ríkisstjóra
nauðsynin á því að breyta lögum og:
siðvenjum manna til þess að fyrir-
byggja misrétti það og miskunnar-
leysi, sem á sér stað í mannlegu þjóð-
félagi, til þess að fyrirbyggja eyð-
ingu andlegra verðmæta, mannlegrar
fegurðar, mannlegrar elsku og mann-
legrar orku. Og engum er ljósari en
honum fallvaltleiki veraldlegra verð-
mæta og nauðsynin á endurmati
mannlegra verðmæta.
Við mennirnir erum grátlega mann-
legir. Margir okkar fyrirgera lífi sínu.
og svelta sálir sínar fyrir glingur og
prjál og til þess að geta lifað í „vel-
lystingum praktuglega". Þjóðirnar-
hafa oftar hagað lífi sínu samkvæmt
reglum heimsku og fláræðis en vizku
og drengskapar. Þær hafa oftar dýrk-
að hina ríku og voldugu en hina vitru
og dyggðugu. Þær hafa oftar lagt
eyrun að orðum þeirra, er hæst hafa
galað en hinna, sem mælt hafa spek-
innar orð. Þær hafa oftar svelt sína
mætustu menn en hegnt þeim, sem
rænt hafa og sólundað verðmætum
þeirra. Og þær hafa oftar trúað þús-
undfalt meiri lygum en sannleik.
En ef breyting á að geta átt sér-
stað í þessu efni, þá verða menn fyrst
og fremst að gera sér eitt ljóst. Það
er þetta: Gildi manns eða konu er-